Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Side 47
FRÉTTIR og TILKYIINGÁR
Björg Ólafsdóttir.
Hjúkrunarslörf i 41 ár.
Um s.l. áramót lét af störfum
Björg Ólafsdóttir hjúkrunarkona við
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. —
Björg brautskráðist frá Ullevál-
sjúkrahúsinu í Osló í febrúar 1931
og hefur unnið við hjúkrunarstörf æ
síðan, þ. e. a. s. í 41 ár samfellt, þar
af 35 ár við heimahjúkrun í vestur-
bænum. Vesturbæingar senda Björgu
hlýjar kveðjur og þakkir fyrir henn-
ar hljóðlátu, en vel unnu störf, og
tryggð hennar við hverfið.
I'él.ig skuröslafulijiíkriinar-
kvenna.
Stofnfundur deildar skurðstofu-
hjúkrunarkvenna í HFÍ var haldinn
fimmtudaginn 7. des. 1972 í Borgar-
spítalanum. Fundinum stjórnuðu þær
Fríða Bjarnadóttir og Stefanía Jó-
hannsdóttir.
Samin höfðu verið fyrir deildina
drög að lögum, voru þau samþykkt
án breytinga. í stjórn voru kosnar:
Dóra Hansen, formaður,
Stefanía Jóhannsdóttir, ritari,
Sigrún Þorsteinsdóttir, gjaldkeri,
Valgerður Kristjánsdóttir, vara-
maður.
Formaður HFÍ, María Pétursdótt-
ir, óskaði skurðstofuhjúkrunarkonum
til hamingju með stofnun deildarinn-
ar, sem er 6. sérdeildin innan félags-
ins, og kvaðst m. a. vonast til þess,
að deildin yrði öflug og dugmikil sam-
tök, sem mundu styrkja skurðstofu-
hjúkrunarkonur í baráttumálum
þeirra.
Hér á eftir fara lög deildarinnar:
1. gr.
Heiti félagsins er: Félag skurð-
stofuhjúkrunarkvenna. Heimilisfang:
Reykjavík.
2. gr.
Markmið:
1. Að vinna að bættri menntun
skur ðstof uh j úkrunarkvenna.
2. Að vinna að hagsmunamálum fé-
lagsmanna, kjaramálum og fleiru.
3. Að auka samstarf sérmenntaðra
skurðstofuhjúkrunarkvenna í
landinu og leita samstarfs við
hliðstæð félög í öðrum löndum.
3. gr.
1. Félagi getur hver sérmenntuð
skurðstofuhjúkrunarkona orðið,
sem er félagi í HFÍ.
2. Skurðstofuhjúkrunarkonur, sem
ekki eru í starfi, geta orðið auka-
meðlimir og hafa þá málfrelsi og
tillögurétt, en hvorki kosningar-
rétt né kjörgengi.
4. gr.
Ársgjald er kr. 200,00, sem greitt
er á aðalfundi. Aukameðlimir greiði
hálft gjald.
5. gr.
Aðalfundur er haldinn í nóvember
ár hvert. Boðað sé til hans með minnst
viku fyrirvara og er hann þá lögmæt-
ur með þeim, sem þá mæta.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins.
3. Tillögur, sem fram kunna að
koma.
4. Inntaka nýrra félaga.
5. Kosning stjómar.
6. gr.
Allar meiri háttar ákvarðanir skulu
samþykktar með leynilegri atkvæða-
greiðslu. Til þess þarf samþykki meiri
hluta félagsmanna.
7. gr.
Stjórn og kosning:
Stjórn deildarinnar skipa þrír fé-
lagar, formaður, ritari og gjaldkeri,
ennfremur skal kjósa einn varamann
til eins árs í senn. Stjórn skal kjósa
á aðalfundi og kosning vera skrifleg.
Eftir eitt ár fer formaður úr stjórn-
inni, en ritari verður formaður og
gjaldkeri verður ritari. Því skal á
hverjum aðalfundi kjósa nýjan gjald-
kera og varamann, er áðurnefndar
breytingar verða á stjórninni.
8. gr.
Skuldbindingar félagsins skulu
undirritaðar af formanni og ritara.
9. gr.
Félagið verður því aðeins lagt nið-
ur, að % hlutar félagsmanna séu því
samþykkir. Verði félagið lagt niður,
skal sjóður þess renna til Hjúkrun-
arfélags íslands.
10. gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á
aðalfundi.
Framliulilsiiám ■ lyílœkiiiniíum,
hjarlaKjúkflómum íyrir lijúkr-
uuarkonur, mriiialækna, sjúkru-
jijálfura, sjúkraliöa og
lœknarifara.
Fyrirlestrar verða haldnir í
kennslustofu Landspítalans þriðju-
daga kl. 14.15. Efni fyrirlestranna
verður á þessa leið:
16/1 Anatomia hjartans. Árni Krist-
insson.
23/1 Physiologia hjartans. Árni
Kristinsson.
30/1 Almenn einkenni, skoðun og
rannsóknir á hjartasjúklingum.
Magnús Karl Pétursson.
6/2 Hjartaþræðingar og gangráðir.
Árni Kristinsson.
13/2 Undirstöðuatriði rafleiðni í
hjarta, hjartalínurit. Snorri P.
Snorrason.
20/2 Helztu hjartsláttartruflanir og
meðferð þeirra I. Kjartan Páls-
son.
27/2 Helztu hjartsláttartruflanir og
meðferð þeirra II. Kjartan
Pálsson.
6/3 Bráð kransæðastífla. Magnús
Karl Pétursson.
13/3 Hjartabilun og blóðþrýstings-
fall (shock). Magnús Karl Pét-
ursson.
20/3 Endurlífgun (resuscitation).
Munnblástur og hjartahnoð.
Raflost og lyf við hjartastöðv-
un. Kjartan Pálsson.
27/3 Hjartaverkur (angina pectoris)
og langvinnur kransæðasjúk-
dómur. Snorri P. Snorrason.
3/4 Háþrýstingur (hypertensio
arterialis). Snorri P. Snorrason.
10/4 Meðfæddir hjartagallar. Árni
Kristinsson.
Páskahlé.
1/5 Gigtskur (rheumatiskur)
hjartasjúkdómur og aðrir
hjartalokugallar. Kjartan Páls-
son.
8/5 Hjartavöðvasjúkdómar og
gollurshússjúkdómar. Árni
Kristinsson.
15/5 Hjartaþelsbólga (endoearditis).
Ástand hjarta við lungnasjúk-
dóma. Lungnarek (pulmonal
embolus). Magnús Karl Péturs-
son.
22/5 Hjartaeinkenni af sálrænum
toga (neurosis cordis). Snorri
P. Snorrason.
Verkleg kennsla í endurlífgun
(hjartahnoð og munnblástur) fer
fram á deild III C, Landspítala,
fimmtudaga kl. 13 eftir nánara um-
tali. Réttur áskilinn til breytinga á
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 41