Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 14

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 14
lífið. Af lengingu meðalævinnar leiðir og það, að hlutfallstala garmilla fer sívaxandi. Og þar eð við höfum ekki enn komist yfir epli Iðunn- ar, gerumst við stöðugt „hárir og gamlir“. Tal- að er nú um „uppbyggjandi heilsuvernd“ (con- structive medicin eða health promotion). Leit- ast er við að búa almenningi hin ákjósanleg- ustu skilyrði til að öðlast fullkomna heilsu og vellíðan, og ekki bara að vera laus við greini- leg veikindi. Maður getur verið vonsæll, mátt- og mót- stöðulítill, honum getur verið gjarnt til að taka hverja sótt, sem gengur, eða fá gigt, eða hann getur haft ofnæmi gegn einu og öðru, eða verið andlega viðkvæmur og þolað illa mótlæti, án þess að hægt sé að rekja þetta ástand til nokk- urs sjúkdóms. Það kann að vera af líkamleg- um eða geðrænum uppruna, en utanaðkomandi áhrif geta verið hér að verki og enn fremur beinlínis leitt til veikinda. Það veltur á miklu, að orsaka vansældar og veikinda sé leitað bæði hjá einstaklingum, stór- um hópum og á félagslega sviðinu, svo að hægt verði að taka fyrir hin óheillavænlegu áhrif með heilbrigðisráðstöfunum, sem koma þjóðfélag- inu í heild til góða. I heilsuverndarstarfi þarf að gera sér ljóst, að vansæld og veikindi eiga sér oft margvísleg- ar samtvinnaðar orsakir. Ef sóttnæmur sjúk- dómur er tekinn sem dæmi, þarf sjúklingurinn að hafa fengið í sig sýkil, eða sóttkveikju. Þetta eitt út af fyrir sig gerir þó ekki út um það, hvort maðurinn veikist eða ekki. Hér kemur margt til, sem einnig hefur áhrif á gang veik- innar, ef úr verður, svo sem ónæmi, meðfætt eða vegna ónæmisaðgerðar, heilbrigðisástand mannsins að öðru leyti, en það er aftur komið undir erfðaeiginleikum hans, nuxtaræði, húsa- kynnum, — og í þessu sambandi ekki síst hús- rými þar, — atvinnu, aðbúnaði á vinnustað og á heimili, fjölskyldulífi, aðstöðu til hvíldar og aðhlynningar og nauðsynlegri læknishjálp. Sumt af þessu er háð efnahag, þekkingu og þrifn- aðarkennd einstaklingsins, jafnvel þjóðfélags- legu ástandi, t. d. í húsnæðismálum og tilhög- un sjúkratrygginga, svo að eitthvað sé nefnt. 1 dag nær heilsuverndarstarfið til þjóðfélags- þegnsins þegar í móðurkviði. Starfsmenn þess hafa í vissum tilvikum jafnvel verið með í ráðum um, hvort til hins nýja borgara hefði átt að stofna eða ekki. Löngu áður en væntanlegur þjóðfélagsþegn sér dagsins ljós, segja læknar og í stöku tilvikum félagsmálastofnanir álit sitt á því, hvort rétt sé, að svo verði eða ekki, og ræður þá að sjálfsögðu þar um umhyggja fyrir hinu ófædda barni eða fyrir heilsu móðurinnar. Venjulega hefst samstarf móður og heilsu- verndarstöðvar þegar eftir að móðirin telur sig þungaða, og báðir aðilar gera sitt besta til, að hinn væntanlegi borgari megi hafa sem best skilyrði til að verða bæði hamingjusamur og nýtur þjóðfélagsþegn. Athugað er, hvort eitthvað þurfi að óttast eða varast, móðurinni eru lagðar reglur um matar- æði og aðrar lífsvenjur, og fylgst er með heilsu hennar og barnsins, einkum síðari hluta með- göngutímans, og ráðstafanir gerðar til þess að tryggja báðum sem mest öryggi, þegar að fæð- ingu kemur. Nýverið hafa læknar, sem vinna við mæðra- eftirlit, læknar á fæðingarstofnunum, barna- læknar, eyrnalæknar og aðrir sérfróðir læknar tekið höndum saman um að reyna að bjarga börnum, sem við nákvæmar sameiginlegar at- huganir lækna fyrir eða eftir fæðingu eru talin eiga á hættu að verða blind, heyrnarlaus, van- gefin eða vansköpuð, frá þessari ógæfu. Þetta samstarf lækna er hafið hér, þótt ekki sé enn fullmótað. Til eru vissir erfðaeiginleikar í blóði, sem geta haft í för með sér dauða nýfædds barns, ef blóðflokkar foreldra þess hafa átt illa sam- an. Mæðradeildir heilsuverndarstöðva og lækn- ar á fæðingarstofnunum fylgjast því nú náið með blóðflokkum foreldra barnanna, og ef nauð- syn krefur, er skipt um blóð í barni skömmu eftir fæðinguna og lífi þess þannig bjargað, og þó er á einstaka stað farið að grípa til þessara aðgerða á fóstri í móðurkviði. Leitað er nú að hjá öllum börnum, sem færð eru til ungbarnastöðva í Reykjavík, sérstöku efni í þvagi (fenolketon), sem gefur til kynna, að barnið eigi í vændum að verða vangefið, nema strax séu gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir það, og er það auðvelt. Þetta er afar sjald- gæft fyrirbæri, en afdrifaríkt fyrir barnið og aðstandendur þess. Á ungbarnadeildum er fylgst með þroska barnanna og mæðrum gefnar leiðbeiningar um mataræði barnsins og jafnvel móðurinnar líka. Börnin eru varin gegn alvarlegum sjúkdómum með reglubundnum ónæmisaðgerðum (barna- veiki, kíghósta, stjarfa, kúabólu og mænusótt). Tekin hefur verið upp reglubundin augnskoðun á 3ja—4ra ára börnum með hliðsjón af duldri sjónskekkju og sjóndeyfu. I barnageðdeild Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur eru börn með hegðunarvandamál (og í vissum tilvikum einnig foreldrar þeirra) tekin í meðferð í þeim tilgangi að stemma á að ósi. — Þegar ungbarnaeftirliti lýkur, tekur heilsu- gæsla í skólum við og fylgir barninu og ungl- 116 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.