Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Page 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Page 16
Sótthremsun - Desinfection Friðrilc Einarsson, dr. med. ÉG mun í þessu greinarkorni nota orðið sótt- hreinsun um það, sem er sterilization á erlend- um málum, en nota orðið desinfection óþýtt, enda mun verða um fleiri erlend orð að ræða. Inngangur: Áður en „aseptic“ — en það þýð- ir að gera skurðaðgerðir þannig, að sem minnst hætta sé á mengun af sóttkveikjum, og „anti- septic“ — sem þýðir að berjast á móti sótt- kveikjum, sem þegar eru fyrir hendi — voru innleidd í skurðlæknisfræðina, þótti sjálfsagt, að gröftur kæmi í öll eða svo til öll skurðsár. Á þriðja ársfjórðungi síðustu atdar heimsótti Sir Clifford Allbutt spítala, þar sem honum var sýndur hópur sjúklinga, sem limir höfðu verið teknir af. Stúfarnir voru baðaðir í grefti. Sá, sem sýndi honum þessa sjúklinga, hrópaði upp yfir sig: „Þetta, herra minn, þykir mér vænt um að sjá. Ekkert er svo heilsusamlegt í sári eins og að sjá það baðað í góðum grefti“. Menn töluðu þá um „pus bonum et laudabile" — sem þýðir góður gröftur og lofsverður. Þetta hefur víst verið til þess að greina þess konar gröft, sem myndast af venjulegum bólgubakt- eríum, frá „pus malum“ — sem þýðir slæmur gröftur, og hefur þá sennilega verið miðað við berklaígerðir, sem gefa frá sér þunnan gröft, og læknar og hjúkrunarfólk hefur tekið eftir því, að þessir fistlar og ígerðir greru seint eða ekki. Ungverski fæðingarlæknirinn Ignaz Semmel- weis hafði sýnt fram á það á fimmta tug síð- ustu aldar, að barnsfararsótt kom af því, að læknarnir menguðu fæðingarvegina með hönd- um sínum. Hann sýndi líka fram á, að með því að þvo hendurnar úr klórblöndu var hægt í mörgum tilfellum að koma í veg fyrir barns- fararsótt. Semmelweis reyndi að gera læknum skiljanlega þessa staðreynd, sem hann var bú- inn að sanna á deild sinni. En hann talaði fyrir daufum eyrum og fáir eða engir tóku neitt til- lit til þessa. Það var fyrst eftir að Joseph List- er sýndi fram á það 1867, eftir nokkurra ára reynslu, að koma mátti í veg fyrir mikið af sýk- ingum í skurðsárum með því að nota sem mest hreinlæti, og einnig baðaði hann sárin og bjó um þau með karbolsýrublöndu. Einnig úðaði hann loftið í skurðstofunum með þessu efni, Samkvæmt reynslu hans var ekki um að vill- ast, að þetta hjálpaði mjög til við að halda sár- um hreinum, þannig að þau gætu gróið eðlilega. Það kostaði Lister mörg ár að berja þessa stað- reynd inn í starfsbræður sína, en hann gafst ekki upp eins og Semmelweis, hann barðist hörkulegri baráttu, þangað til þetta var orðið viðurkennt. Þess vegna er Lister líka talinn fað- ir antiseptiskra og aseptiskra aðferða í læknis- fræðinni. Á árunum fyrir 1865 hafði Louis Pasteur fært að því gild rök, að óhreinindi í sárum, gröftur, drep og þess háttar mundi orsakast af efni, sem lifði þar og tímgaðist. Síðan hefur sýklafræði og veirufræði, svo sem kunnugt er, fleygt ört fram, en ég læt þennan stutta inn- gang nægja. Sótthreinsun: Með sótthreinsun er átt við að- ferð, sem drepur allar sóttkveikjur og hvíldar- stig þeirra (spora) og einnig veirur. Það er tal- in fullkomin sótthreinsun, þótt ein baktería af milljón lifi af aðgerðina og sé fær um að tímg- ast á eftir (danskur staðall). Nær fullkomnun er ekki álitið, að hægt sé að komast. 1. Gufusótthreinsun í þar til gerðum ofnum (autoclava) er besta og öruggasta aðferðin, sem hægt er að nota í reynd. Hún er líka ódýr. Aðrar flóknari aðferðir, sem síðar verð- ur vikið að, eru ekki framkvæmanlegar í reynd nema í iðnaði og þar sem mjög mikið er framleitt. Sótthreinsun í þessum ofnum byggist á þrennu: a) Hitastigi. b) Yfirþiýstingi inni í sótthreinsunarhólf- inu. c) Tímalengd. 118 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.