Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Qupperneq 19
að láta smyrslin verka í þvagrás í 5-—10 mín.,
áður en tækið er fært upp. Það hefur sýnt
sig, að auk þess að deyfa þvagrás vel, svo
að aðgerðin verði sársaukaminni, þá desin-
ficerar það mjög mikið og hindrar infection.
Þetta er rétt að nota við þvagtöku, bæði hjá
konum og körlum.
Hibitane obstetrical cerarn inniheldur 1%
chlorhexidin gluconat. Það er fljótandi og
blandast vel vatni. Ég álít, að þetta krem
geti alveg komið í staðinn fyrir hexachlora-
phen við þvott á ungbörnum. Það verkar að
vísu ekki eins vel gagnvart staphilococcum
og hexachloraphen, en chlorhexidin verkar
á gram. neg. sýkla, sem hexachloraphen gerir
ekki. Krem þetta er mjög notað við vaginal-
skoðanir og skurðaðgerðir og penslað bæði
á slímhúð í vagina og húðina í kring, þar
sem það er ekki ertandi á húð og slímhúð.
Það er mjög gott að nota krem þetta til að
hreinsa með brunasár. Kremið er einnig not-
að til að undirbúa húð daginn fyrir skurð-
aðgerðir og látið liggja 5—6 min., en þá
þerrað af lauslega.
Hibitane 1:1000 í vatnsupplausn. Notað til
að desmficera t.. d. trachealtúbur, andlits-
maska, þvagflösk.ur og önnur glerílát. Hlutir
þessir skulu að jafnaði liggja klst. í upp-
lausninni, en 1 lilst., ef þeir eru taldir mik-
ið sóttmengaðir.
Hibitane 1:5000 í i atnsupplausn.
Notkun:
a) Til sótthreinsunl r á cystoscopum, resecto-
scopum o. s. frv. /erkfærin eiga að hanga
upp á endann í vókva þessum í 20 mín.
b) Til blöðruskolunar við cystoscopiu, ure-
throscopiu o. s. frv.
c) Til þess að væta í servettu, tuffur o. s.
frv. við skurðaðgerðir í kviðarholi og
víðar.
d) Til skolunar á kviðarholi og brjóstholi,
ef ástæða þykir til að skola þarma.
En ekki notað við aðgerðir á heila og
mænu —
e) Til skolunar á skurðsárum við og við, með-
an verið er að loka skurðinum.
f) Eftir að tekið hefur verið þvag frá sjúkl-
ingi með þvaglegg eða við endoscopiskar
aðgerðir á þvagfærum, er gott að skilja
eftir í blöðrunni um 50 ml. af þessum
vökva. Sannað þykir, að það fækki til
muna þvagfærasýkingum eftir þessar að-
gerðir.
g) Til bakstra á óhrein sár, brunasár o. s.
frv.
Hibitane 0,5% í 70% alkoholblöndu.
Þar hefur verið sett í litarefni, til þess að
ekki sé villst á þessari spíritusblöndu og
vatnsupplausnunum, sem nefndar hafa verið.
Þetta notum við til penslunar á húð fyrir
skurðaðgerðir. Verkfæri, sem dottið hafa t.
d. á gólf eða óhreinkast á annan hátt, með-
an verið er að nota þau, má leggja í blöndu
þessa í 3 mínútur, og teljast þau þá vel desin-
ficeruð til áframhaldandi notkunar við að-
gerðir. Áður en þau eru notuð, t. d. við skurð-
aðgerðir eða saumaskap og þess háttar, er
þó rétt að skola sprittblönduna af í Hibitane
vatnsupplausn 1:5000.
Plastslöngur, gúmmíkatheter o. s. frv. má
leggja í sprittblöndu þessa í 3 mínútur og
nota síðan, eftir að skolað hefur verið með
vatnsupplausninni.
„Savlon“ hospital concentrat er samansett
úr Hibitane og „Cetavlon", en Cetavlon er
sérlega virkt gegn gram, pos. sýklum, en
Hibitane aftur á m.óti sérlega virkt gegn
gram. neg. sýklum. Þetta má nota í vatns-
upplausn, 0,5%, til þess að þvo með og skola
alls konar tæki og húsbúnað, svo sem borð,
stóla, skálar, skjólur og margt fleira. Savlon
skal ekki nota útþynnt í meira en viku,
fleygja þá blöndunni og fá ferska upplausn.
Savlon og Hibitane á ekki að geyma í flösku
með korktappa.
Hibitane „lozenges“ innihalda 5 mg. Hibi-
tane og 2 mg. Benzocain í bragðgóðu efni.
Þessu er ætlað að koma í veg fyrir eða lækna
sýkingar í munni og kverkum, t. d. við ton-
sillitis eða sár í munni. Einnig er mælt með
þessu eftir tonsillectomiur og tanndrætti í
því skyni að koma í veg fyrir bakteríusýk-
ingu. Ef komin er sýking, er mælt með að
láta eitt „lozenges“ bráðna hægt í munni á
2 klst. fresti, en sem varnarlyf má nota 4—5
„lozenges“ á dag.
„Naseptin nasal-carrier-cream“ inniheldur
0,1% Hibitane og 0,5% Neomycin. Nefkrem
þetta er talið geta komið í veg fyrir sýkingu
milli fólks, t. d. sjúklinga og starfsfólks,
sem telur sig kvefað. Sett er í hvora nös krem
á stærð við hálfa kaffibaun, síðan skal þrýsta
nefinu saman, til þess að kremið komist bet-
ur upp í nefið.
Tvennt hið síðastnefnda hefur ekki fengist skráð
hér á landi. Margt fleira mætti segja um þessa
hluti, en ég læt þessu nú lokið hér með.
□
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 121