Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Page 22

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Page 22
6. Um leið og sjúklingur er lagður inn, þarf að gera áætlun um meðferð hans, og sjúkl- ingurinn á að taka þátt í að semja hana og framfylgja henni. 7. Leggja ætti niður hina hefðbundnu sjúkra- stofuvitjun, þar sem hún á sér enn stað, og þá aðferð, sem að réttu lagi hefur verið gagn- rýnd, þegar læknirinn og deildarhjúkrunar- konan setjast inn í skrifstofu og ræða um sjúklinginn í stað þess að tala við hann. Að endingu skal þess getið, að eigi að halda fleiri fundi sjúklinga og starfsliðs og starfs- liðsfundi en við gerum, og það finnst mér, að við ættum að gera, þá sá ég í Noregi, að þar hafði tekist að halda fyrirfram ákveðnum funda- tíma, og það tel ég eftirbreytnivert. Til Islands kom ég til að kynna mér stjórn starfsfólks á Kleppsspítalanum. Yfirhjúkrun- arkona sjúkrahússins tók á móti mér á flug- vellinum og ók mér til Hjúkrunarskóla Islands. Skólastjórinn hafði boðið mér að búa í skóla- húsinu og ég þegið það með þökkum, því að á íslandi er allt óheyrilega dýrt. Kleppsspítalinn er í fögru umhverfi í útjaðri Reykjavíkur. Hann er ríkissj úkrahús og tók til starfa árið 1907. Fram til þess tíma voru eng- ar stofnanir til fyrir geðsjúka á Islandi. Sjúkra- húsið rúmar 220 sjúklinga, sem er skipt í 10 deildir. Auk þess eru þrjú heimili úti í borginni. 1 nær öllum deildum sjúkrahússins eru bæði karlar og konur. Er þar um að ræða 2 mót- tökudeildir, 2 taugasjúkdómadeildir, deildir fyr- ir langdvalarsjúklinga og einnig heimili úti í borginni. Einu deildirnar, þar sem ekki voru sjúklingar af báðum kynjum, voru ellideildirn- ar, en í ráði er að breyta þeim að þessu leyti. Af 10 deildum sjúkrahússins voru 3 opnar og 4 deildir opnar að nokkru, þ. e. opnar eftir ástandi sjúklinganna. 3 deildir ellisjúklinga voru lokaðar. Sjúkrahúsinu er stjórnað með mikilli röggsemi. Forstöðukonan, sem ég hafði mest skipti við, var nýkomin frá námi í stjórnun í Englandi og hafði áður verið í sérnámi í geð- hjúkrun í Noregi. Starfsliðið er 1 forstöðukona, 3 yfirhjúkrun- arkonur, 16 deildarhjúkrunarkonur (2 þeirra á kvöld- og næturvöktum), 30 aðstoðarhjúkr- unarkonur, 27 sjúkraliðar og 35 starfsmenn án sérnáms. Auk þess er breytilegur fjöldi nema (bæði í hjúkrunar- og sjúkraliðanámi). Fastir starfsmenn eru því samtals 112 til að sinna 220 sjúklingum, og má teljast gott. Að vísu er sá hængur á, að hlutfallslega mikill hluti starfsliðsins er ekki sérlærður, en reynt er að bæta úr því með því að veita þessum hópi dá- litla tilsögn. Sjúkrahúsið rekur barnaheimili og skóladag- heimili fyrir börn starfsliðsins, og telst það að sjálfsögðu mikill kostur. Vinnuvika starfsliðs er 40 stundir, og yfir- leitt er frí aðra hverja helgi og 24 daga sum- arfrí. Til að annast kennslu allra nema er einn hjúkrunarkennari. Hjúkrunarnemar voru skyld- aðir til að vera 3 mánuði í geðsjúkrahúsi, en hefur verið stytt í 10 vikur, sem þykir of stutt- ur tími, og er ég sammála um. það. Nám sjúkra- liða er að öllu leyti á vegum sjúkrahússins. Nokkrar hjúkrunarkvennanna höfðu verið í sér- námi í geðhjúkrun í Noregi, þar eð ekki hafði verið stofnað til framhaldsnáms geðhjúkrunar- kvenna innanlands. Er nú mikill áhugi ríkjandi á því að stofna til slíks sérnáms, og er talin mikil þörf á því. Ýmsir aðilar hafa hvatt til þess, að farið yrði af stað með sérnám, og gerðu menn sér góðar vonir um að fá því framgengt. í nokkrum deildiun Kleppsspítalans var starf- að eftir meginreglum samfélagslækninga, en þó farið hægar í sakirnar en í Noregi. Sjúkling- unum í þessum deildum er skipt í tvo hópa. Annar hópurinn tekur til í híbýlum deildar- innar, framreiðir mat o. s. frv. Hinn hópur- inn vinnur meira að verkefnum eftir frjálsu vali. Starfsliðið semur í samráði við sjúkling- ana dagskrá til einnar viku í senn, og hóparnir skipta um störf, í sumum deildum vikulega. Um 10 sjúklingar eru í hvorum hópi undir forustu læknis eða hjúkrunarkonu. Hvor hóp- ur heldur fund tvisvar í viku, og þrisvar í viku er sameiginlegur fundur beggja hópanna. Eftir hópfundina er haldinn starfsliðsfundur. Sjúkra- skýrslur sáust varla á deildunum, heldur spjald- skrárkort, sem farið var yfir á „skýrslufund- unum“, sem haldnir voru við hver vaktaskipti. Þar eð sjúkraskýrslurnar sáust ekki á deildun- um, fór starfsliðið yfir sjúkraskýrslur 1—2 sjúklinga einu sinni til tvisvar í viku. 1 lang- dvalar- og ellideildum héldu læknar og deildar- starfslið fund einu sinni í viku. Hefðbundnar sjúkrastofuvitjanir hafa verið lagðar niður. I öllum deildum., utan einnar ellideildar, þar sem sjúklingarnir voru mjög ósjálfbjarga, var starfsliðið óeinkennisklætt. Enginn fatastyrkur var þar frekar en á ríkissjúkrahúsunum hér í Danmörku, en fólk var bjartsýnt um, að því yrði kippt í lag innan tíðar. Mikil áhersla var lögð á, að sjúklingarnir væru vel til fara, og þess skal ennfremur getið, að sjálfvirkar þvottavélar voru á hverri deild, 124 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.