Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Side 31

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Side 31
Fjallað um vandamál varðandi menntun heilbrigðisstétta og skipan heilbrigðisþjónustunnar á Norðurlöndúm Haldið var í Reykjavík, dagana 3.—6. okt. 1974, þing norrænna samtaka um menntun lækna. Markmið þessara samtaka er að efla og sam- ræma menntun lækna á Norðurlöndum. Á undanförnum árum hafa samtökin einnig látið sig skipta menntun annarra heilbrigðis- stétta. Að þessu sinni var annað meginmál ráðstefn- unnar háskólamenntun heilbrigðisstéttanna al- mennt, og þá einkum menntun hjúkrunarkvenna á háskólastigi. Hafa Islendingar þar sérstöðu, þar sem þeir eru brautryðjendur á þessu sviði. Þátttakendur voru aðallega læknar, frá öllum Norðurlöndunum. En einnig sátu þingið full- trúar norrænu hjúkrunai’félaganna ásamt full- trúum allra heilbrigðisstétta hér á landi. Var þetta nýbreytni af hálfu læknasambandsins að fjalla um menntun heilbrigðisstétta á svo breið- um grundvelli. Meðal framsögumanna á þinginu voru Doro- thy C. Hall, fulltrúi WHO, Elín Eggerz-Stefáns- son, hjúkrunarkona, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deildarstjóri og Ragnheiður Haraldsdóttir, nem- andi við hjúkrunarnámsbraut Háskóla Islands, og fjölluðu erindin um menntun og starfsvett- vang hjúkrunarkvenna. Námskeið fyrir hjúkrunarkonur Fræðslumálanefnd HFl vinnur nú að undir- búningi að námskeiði fyrir starfandi hjúkrun- arkonur. Aðaláherslan mun verða lögð á hjúkrun, kennslu og stjórnun en auk þess verður kennt líffæra- og lífeðlisfræði ásamt fleiri greinum. Áætlað er að kennslustundir verði alls um 170, að lengd námskeiðsins verði 5—6 vikur í fullu námi og að það hefjist 17. febrúar 1975. Sótt hefur verið um fjárstyrk til mennta- málaráðuneytisins, en svar hefur ekki borist nú er tímaritið fer í prentun. Frekari upplýsingar munu verða sendar svæð- isdeildum félagsins og upplýsingar munu einnig verða gefnar á skrifstofu HFÍ. Mun tímaritið væntanlega birta eitthvað af framsöguerindunum síðar. Fulltrúi Tímarits HFÍ á fundinum var Alda Halldórsdóttir. Hjúkrunarfélagi Islands höfðu borist óskir frá danska og norska hjúkrunarfélaginu, um að veita fulltrúum þeirra er sátu fundinn, upp- lýsingar um námsbraut í hjúkrunarfræðum inn- an Háskóla Islands. HFl sneri sér til Ingibjarg- ar R. Magnúsdóttur, deildarstjóra, sem er í námsbrautarstjórn, er tók að sér að veita um- beðnar upplýsingar í samráði við Dorothy C. Hall, fulltrúa Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og önnu Howard, próf. í hjúkrunarfræðum við háskólann í Boston, U.S.A. Fór fundurinn fram í Norræna húsinu mánudaginn 7. október sl. Fundinn sátu auk formanns HFl Ingibjarg- ar Helgadóttur, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, Dorothy C. Hall, og Anna T. Howard, Marga Thome, Signe Kateraas, Hanne Hansson, Margit Skriver, Elín Eggerz Stefánsson og Ingibjörg Árnadóttir. Hinar norrænu hjúkrunarkonur lýstu ánægju sinni yfir fundinum og þeim upplýsingum er þeim höfðu verið veittar, því mikill áhugi ríkir í þeirra heimalöndum á að koma hjúkrunar- menntuninni á háskólastig. / Nefndanefnd HFI Á STJÓRNARFUNDI HFl 11. nóv. 1974 voru eftir- taldar hjúkrunarkonur kosnar í nefndanefnd (uppstillingarnefnd) en samkv. félagslögum ber stjórn HFl að tilnefna þessa nefndaraðila fjór- um mánuðum fyrir aðalfund. Með tillögur um hjúkrunarkonur í stjórn, varastjórn og nefndir ber að snúa sér til nefndanefndar. Samkv. aðalfundarsamþykkt 1974 skulu tillög- ur hafa borist nefndanefnd fyrir 20. janúar ár hvert og lýkur því störfum nefndarinnar 20. jan. 1975. Áslaug Sigurðardóttir, endurhæfingad. Borgar- spítalanum, sími 85177, Glaðheimum 8, sími: 30389. Kristín Þorsteinsdóttir, deild 8, Kleppspítalan- um, sími: 38160, Hjallabrekku 15, Kópavogi, sími 42047. María Ragnarsdóttir, göngudeild Landspítal- ans, sími 24160, Vesturbergi 78, sími 72976. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 129

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.