Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Qupperneq 35

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Qupperneq 35
HJÚKRUNARNEMA Helgina 9. og 10. nóvember verður lialdin sýning á hjúkr- unargögnum á vegum HNFÍ. Verður sýningin haldin í kennslustofum HSl. Það eru 4 fyrirtæki, sem versla með hjúkr- unarvörur, sem munu kynna vörur sínar. Um leið verður haldinn kökubasar. Fimmtudaginn 24. október verða teknir 101 nýir nemar inn í nemafélagið. 22. október verður haldinn fundur með stjórn HNFl og stjórn nema í hjúkrunarnáms- braut Háskóla Islands. Fyrir- hugað er að ræða hugsanlegt samstarfs þessara tveggja nemafélaga. Sig?'íðu?' Guðmimdsdóttir. Aðalfundur danskra hjúhrunarnema Hinn 16. sept. lögðu tveir hjúkr- unarnemar, Erna Einarsdóttir og Ingigerður Ólafsdóttir, upp í heilmikla reisu til Danaríkis. Þó að ríkið sé ekki stórt og hrað- inn mikill nú á dögum, tók okk- ur langan tíma að komast á ákvörðunarstað. Eftir að hafa ferðast í 15 tíma með flestum tegundum farartækja, sem sjást þar um. slóðir, svo sem þotu, lestum, ferju, leigubíl og svo auðvitað fótgangandi, tókst það loks. Endastöð var Báring hojskole á Fjóni, lýðháskóli langt frá borgarlífi og spillingu, í fallegu umhverfi með hin sérstöku dönsku bændabýli allt í kring. Sem dæmi um menninguna má nefna banka staðarins, sem var opinn 3 daga vikunnar, 2 tíma í senn. Erindi ckkar á þennan stað var að sækja aðalfund danskra hj úkrunarnema og N E K- (Nordisk Elevkongres) -mót. Þarna var samankominn fjöldi nema, tilbúnir að leggja hart að sér næstu daga. Þar var unnið frá kl. 9 á morgnana og langt fram á kvöld, aðallega í hóp- vinnu og einnig var fyrirlestur um námsbækurnar og fleira. Danskir hjúkrunarnemar eru óánægðir með námsbækurnar og þá aðallega uppsetningu og verð. Hvað segðu þeir, ef þeir læsu námsbækur á erlendu tungu- máli? Þeir voru ófeimnir að spyrja um hlutina og mun frek- ari í tali við sína yfirmenn en við eigum að venjast hér heima. Annan daginn var haldinn NEK-fundur með þátttöku Dana, Norðmanna og Islend- inga. Aðrir mættu ekki til leiks, líklega önnum kafnir heima fyrir. Þetta var mjög góður fundur og mikið rætt um norræna sam- vinnu og hvað mætti gera til bóta. Við skýrðum frá okkar vandamálum varðandi áhuga- leysi nemenda á félagsstörfum og komumst að því, að við erum ekki ein um það. Við sögðumst hafa áhuga á að hafa NEK-mót hér heima og boðuðum til þess á síðasta hausti, en ónóg þátt- taka var. Vonandi stendur það til bóta og stendur til að gera aðra tilraun á vori komanda. Til að geta haldið uppi góðri norrænni samvinnu með reglu- legum fundum er kostnaðarhlið- in vandamál, jafnvel á milli hinna nálægu Norðurlanda. Því var ákveðið, að NEK-fundir væru haldnir 4 sinnum á ári í stað a. m. k. 6 áður. Fundirnir skulu haldnir í tengslum við að- alfundi í hverju landi til að geta fylgst með gangi mála í hverju landi. Þar að auki er tengiliður (koordinator) skipaður til að halda skýrslugerð og koma mál- um á framfæri á milli funda. Þannig er hægt að fylgjast með gangi mála, ef af einhverjum ástæðum er ekki hægt að senda fulltrúa á fund. Síðar um kvöldið var haldinn fundur með öllum þátttakend- um mótsins og útlendingarnir kynntu gang mála heima fyrir og svöruðu fyrirspurnum. Þriðja og síðasta daginn var vinnu haldið áfram, reynt að komast að niðurstöðum eftir hópvinnu, kosningar fóru fram og fleira. Þetta voru mjög ánægjulegir dagar með góðu fólki og áhuga- sömu. Ekki má gleyma hinum ósvikna danska mat, sem við röðuðum í okkur eftir bestu getu. Ætti þetta allt saman að vera góður orkugjafi til starfs af fullum krafti með HNFl. Ema Einarsdóttir og Ingige?-<5ur ólafsdóttir. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 133

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.