Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 39

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 39
1 þessum tilvikum halda menn að um sé að gera einstaklinga með gallað ónæmiskerfi, sem sé óhæft til að halda sýkingunni í skefjum eins og allur fjöldinn virðist geta. Menn hafa því litl- ar áhyggjur af þessari sjald- gæfu heilabólgu, þegar verið er að meta gildi mislingabólusetn- ingarinnar. Kúabólusetning er einnig framkvæmd með lifandi veiru, og hafa aðferðir við framleiðslu bóluefnisins litlum breytingum tekið. Lymfan, sem notuð er, er enn sem fyrr framleidd á kálfs- húð, sem hefur verið hreinsuð eftir því sem hægt er og bólu- sett víðs vegar. Þegar bólur fara að koma út á kálfunum er hirtur úr þeim vessinn og reynt að hreinsa hann með fenoli og glyserini. Þessi aðferð er gróf og gamaldags, en menn hafa hikað við að breyta henni mik- ið vegna þess hve vel hún hef- ur gefist í baráttunni við þann mikla vágest bólusóttina allar götur síðan 1798. Kúabólusetn- ing hefur nú útrýmt bólusótt af stórum svæðum í veröldinni, þeim svæðum, sem eru svo efn- um búin að þau geti veitt sér þessa ódýru ónæmisaðgerð. Því miður er þó ekki enn búið að út- rýma bólusóttinni alveg, og ár- lega deyja þúsundir fátækra í snauðu löndunum úr bólu. 1 Ind- landi er hún landlæg og svo mun verða enn um sinn, og hún er skæð með að fylgja í kjölfar styrjalda og hungursneyðar. Bættar samgöngur hafa vakið athygli ríku þjóðanna á þessum mikla vágesti og nú í nokkur ár hefur verið farin herferð til út- rýmingar bólu, aðallega á veg- um WHO, Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Arangur hefur orðið nokkur, en betur má ef duga skal og hætt er við að fljótt sæki í sama horfið, ef félagslegt ófremdarástand í þéttbýlasta hluta heims er látið viðgangast rniklu lengur. Eða hvernig eiga lönd, sem hafa ekki einu sinni komið sér upp manntali og hafa ekki á að skipa nema kannske einum lækni á hverja 200 þús- und íbúa, að ráða við öll sín heilsufarslegu vandamál ? Kúabólusetning er mjög víða lögboðin. m. a. hér á landi. Þess- um lögum er þó ekki framfylgt, ef vissar heilsufarslegar ástæð- ur hindra. Sá sem bólusetja á má ekki hafa þekkta blóðsjúk- dóma, sem skekkja hvíta blóð- mynd, og ekki gallað ónæmis- kerfi. Ef slíkir einstaklingar eru kúabólusettir, má búast við því að bólan stækki og stækki og af öllu saman geti hlotist drep á því svæði, sem bólusett var, og verulegt hættuástand skap- ast eins og við önnur lifandi bóluefni. Við kúabólusetningu er þess gætt, að sá sem bólu- setja á hafi heila húð og ekki excem eða sár, sem bólan geti breiðst í. Sá sem. bólusetja á skal vera heilbrigður og helst ekki nýstaðinn upp úr þyngri farsóttum eða öðrum sjúkra- legum. Sú hætta, sem menn reyna sérstaklega að forðast við kúabólusetningu, er hættan á heilabólgum. Þær eru sem bet- ur fer mjög sjaldgæfar eða á að giska 1 í 10—50 þúsund bólu- setningum. Þær koma aðeins eftir frumbólusetningar og eft- ir að farið er að setjast að ból- unni og sá lasleiki, sem. vart verður við á 9.—11. degi eftir bólusetninguna, er að batna. Or- sökin virðist liggja í einhverju afbrigðilegu viðbragði ónæmis- kerfsisins og eykst tíðni þess- arar heilabólgu með aldri hins frumbólusetta. Því er æskilegt, að frumbólusetning sé gerð inn- an 4 ára aldurs, og minnst virð- ist börnum á öðru aldursári verða um kúabólusetninguna. I mörgum löndum er talið óráð- legt að bólusetja börn á skóla- aldri, en oft er heilsu barna þannig háttað, að erfitt er að bólusetja innan 4 ára aldurs. Þetta er því oft gert snemma á skólaaldri og erfitt að sjá, hvernig einstaklingur í nútíma þjóðfélagi kemst allra sinna ferða án þessarar bólusetning- ar, sem víða er ki’afist vottorða um við ferðalög. Þessi vottorð eru þó ekki alltaf mikils virði sem sóttvarnir. Þau eru gild, ef frum- eða endurbólusetning hefur verið gerð innan þriggja ára. Um frumbólusetningu má ekki gefa vottorð, nema læknir hafi skoðað og metið árangur hennar. Vottorð um endurbólu- setningu má skv. alþjóðareglum gefa út um leið og endurbólu- sett er og án þess að læknir hafi litið á árangurinn. Vottorð um gilda endurbólusetningu hafa því mjög margir, sem árangurs- laust hafa látið endurbólusetja sig vegna ferðalaga og hafa kannske misst mótefnin frá frumbólusetningunni að miklu eða öllu leyti. Þessir einstakl- ingar eru í beinni smithættu, ef þeir fara inn á sýkt svæði, enda kemur of oft fyrir, að þeir flytji bólusótt milli landa á góð- um og gildum pappírum. Þeir sjálfir hafa kannsks óveruleg útbrot á afmörkuðu svæði lík- amans, en í útbrotunum, hversu ómerkileg sem þau kunna að vera, lifir þessi harðgerða veira og getur orðið hættuleg næsta óbólusettum manni, sem við- komandi rekst á eða umgengst eitthvað að ráði. Hingað til lands hefur bólu- sótt ekki borist á seinni árum, og við skulum vona að hún komi hér aldrei. Hún berst þó nær árlega frá Asíu til Bretlands og of oft til annarra Evrópu- landa. Mjög oft eru fyrstu sjúkl- ingarnir lagðir inn á opnar sjúkradeildir undir rangri sjúk- dómsgreiningu og h j úkrunar- fólk lendir óviðbúið í að hjúkra þessum sjúklingum ásamt öðr- um á deildinni. Lélega bólusett starfslið á sjúkrahúsum getur því orðið sjálfu sér og öðrum TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.