Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Side 43

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Side 43
Jól hjúkrunarkonunnar Jörðin er hrein og hvít, sem lín, hulin í jólasnjó. Mildur í heiði máninn skín, merlar á sléttan sjó. í kveld eru haldin heilög jól. Hjörtun bærast í þrá. Boðskapur himnanna, heims um ból hljómar „jötunni“ frá. Sú líknandi hönd, sem linar þraut, lýsir sjúkum í nótt. Köllun hennar á kærleiksbraut í kristninnar jól er sótt. Hún átti hið mikla annasvið, unnið með styrkri lund, sem orkar að veita þann innri frið, er endist á raunastund. Jólanna göfgi er gleði í sál gefin frá himins dýrð. Hún ómar sem heilagt alheimsmál englanna söngvum skýrð. 29. október 1974. Áslaug Jensdóttir. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 141

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.