Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 47

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 47
Lög Itoykjavíkimleildar II11. 1. gr. Nafn deildarinnar er Reykja- víkurdeild HPl. 2. gr. Umdæmi deildarinnar er: Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Heimili og varnarþing hennar er í Reykjavík. 3. gr. Félagsdeildin er deild úr HFÍ og starfar samkvæmt lögum þess. 4. gr. Félagar geta þeir orðið. sem eru í HFÍ og búsettir í umdæmi deild- arinnar. Aukafélagar geta orðið hjúkrunarnemar löggiltra skóla í um- dæmi deildarinnar, sem lokið hafa reynslutíma sínum. Þeir hafa tillögu- rétt og málfrelsi á fundum, en ekki atkvæðisrétt. 5. gr. Hlutverk deildarinnar er: 1. Að auka félagslegan áhuga og kynni innan hjúkrunarstéttarinn- ar og fá félaga til að vinna að sameiginlegum áhugamálum. 2. Að vinna að bættum heilbrigðis- háttum í umdæmi deildarinnar. 3. Að stuðla að bættri aðstöðu hjúkr- unarstéttarinnar til náms og starfa. 6. gr. Aðalfund skal halda ár hvert á tímabilinu okt.—nóv., og hefur hann æðsta vald í málefnum deild- arinnar. Hann skal boðaður með tveggja vikna fyrirvara. Hann er löglega boðaður með auglýsingu í a. m. k. tveim dagblöðum í Reykjavík, enda sé fundarefnis getið. Aukafundi getur stjórnin haldið, ef hún telur efni til eða ef 1/10 félagsmanna krefjast þess. 7. gr. Á aðalfundi skulu tekin fyr- ir þessi mál: 1. Skýrsla deildarstjórnar. 2. Reikningsskil. 3. Skýrslur og tillögur nefnda, ef kosnar hafa verið. 4. Tillögur deildarstjórnar. 5. Kjör deildarstjórnar. 6. Kjör endurskoðenda. 7. Önnur mál. 8. gr. Deildarfundum stýrir kjörinn fundarstjóri. Fundai'gei'ð skal lesin eigi síðar en á næsta fundi og stað- fest af fundarstjóra og ritara. Ef fundui' samþykkir, má fresta frá- gangi fundargerðar til þar næsta fundar. Ef um skriflega atkvæða- greiðslu er að ræða, er atkvæðaseðill því aðeins gildur, að kosnir séu jafn- margir og kjósa ber. Gildir sú regla einnig á stjórnarfundum. 9. gr. Stjórn deildarinnar skal skip- uð 5 mönnum, og skal kosning vera skrifleg, nema annað sé samþykkt. Formaður skal kosinn sérstaklega til tveggja ára. Meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára. Hlutkesti ræð- ur, hverjir tveir meðstjórnendur ganga úr stjórn í fyrsta sinn. Þrjá varamenn skal kjósa sérstak- lega og taka þeir þátt í stjórnar- störfum, ef aðalmaður forfallast um lengri eða skemmri tíma, eða þar til kjörtímabili aðalmanns lýkur. Þeir taka sæti í stjórninni þannig, að sá, sem flest atkvæði fær, er fyrsti varamaður, sá. sem næstflest atkvæði fær, er annar varamaður, síðan kem- ur sá þriðji. Fyrsta varamann eða annan, ef ekki næst til hins, skal jafnan boða á stjórnarfundi, en at- kvæðisrétt hefur hann því aðeins, að aðalmaður sé forfallaður. Hann hef- ur hins vegar málfrelsi og tillögurétt. 10. gr. Stjórnarfundum stýrir for- maður, og gengst hann fyrir verka- skiptingu milli stjórnarinnar. At- kvæðagreiðsla skal vera skrifleg, ef einhver stjórnarmanna óskar þess. Kjósa skal varaformann, ritara og féhirði. 11. gr. Endurkjör stjórnarmanna er heimilt, en enginn er skyldur til stjórnarstarfa lengur en tvö kjör- tímabil í senn. Endurskoðendur skulu vera tveir og einn til vara. Endur- skoðendur skulu kosnir til tveggja ára í senn, þannig, að einn er kos- inn á hverjum aðalfundi, svo og vara- endurskoðandi. 12. gr. Reikningsár deildarinnar er almanaksár, en stjórnarár milli að- alfunda. 13. gr. Félagsgjöld eru samkvæmt samþykkt aðalfundar HFÍ. 14. gr. Formaður sér um stjórnun deildarinnar og skal vera fulltrúi hennar út á við. í forföllum formanns gegnir vara- formaður störfum hans. Ritari held- ur gerðabók yfir störf funda stjórn- ar og deildar, skráir þar samþykktir og aðalefni umræðna. Féhirðir sér um bókhald og fjármál deildarinnar. 15. gr. Lögum þessum verður ekki breytt nema á aðalfundi deildarinn- ar, og skulu breytingartillögur hafa borist deildarstjórn. skriflega, viku fyrir aðalfund. Ilj úskapart ilkyimi Mg:u-. Herdís Ásgeirsdóttir, hjúkrunar- kona, og Geoffrey Lionel Matthew- man, stálsmiður. Anna María Jónsdóttir, hjúkrunar- kona, og Benedikt Geir Eggertsson, húsasmiður. Stefanía V. Sigurjónsdóttir, hjúkr- unarkona, og Axel Eiriksson, úr- smiður. FOTOTEKAPIA LjósamcAferA gegn gulu lijá nyliuróuui. Framh. af bls. HO. Aukið magn bilirubins í blóði nýburða getur valdið heilaskaða (kernicterus). Blóðskiptum hefur verið beitt sl. aldarfjórðung til að hafa hemil á blóðgulunni, oftast með góðum árangri. Fototerapia hefur hins vegar notið vaxandi vin- sælda undanfarin þrjú ár, m. a. vegna þess, að um er að ræða einfaldari meðferð en blóðskiptin. Börnin liggja nakin í ljósum 12—72 klst. Hvít eða blá ljós af bylgj utíðninni 400—500 mu eru talin áhrifamest. Ljósin brjóta niður bilirubinið í húðinni. Lifrin skilar ofangreindum úrgangs- efnum út með gallinu. Jafnóðum og húð-bilirub- inið brotnar niður, síast blóð-bilirubinið út í húðina, þar sem það brotnar niður fyrir áhrif frá ljósunum. Verkun Ijósanna á bilirubin er ókunn og jafn- framt nákvæm efnasamsetning niðurbrotsefn- anna. Ljósin eru ekki jafnáhrifarík gegn gulu og blóðskiptin og geta ekki komið algerlega í stað þeirra. Hins vegar er talið, að þau geti fækkað blóðskiptum um allt að 75%. Nauðsynlegt er að hylja augu þeirra barna, sem fá ljósameðferð, því að sterk Ijós geta skað- að retina. Annars telja flestir þessa meðferð hættulitla. Reynslutími er hins vegar of stutt- ur enn þá til að gefa skýlaus svör um þetta atriði. Ljósameðferð gegn nýburðagulu hefur verið beitt í vaxandi mæli við Fæðingardeild Land- spítalans sl. ár og hefur reynst mjög vel. Eink- um hefur meðferðin reynst vel hjá fyrirburð- um með „fysiologiska“ gulu, en slík börn þola blóðskipti verr en fullburða börn. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.