Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 3

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 3
LÖG HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 1. gr. Nafn og heimili: Nafn félagsins er Hjúkrunarfélag fs- lands. Heimili þess og vamarþing er í Reykja- Tilgangur: Að gæta hagsmuna og virðingar hjúkr- unarstéttarinnar. Að vinna að menntunarmálum stéttar- innar. Að vinna að launa- og kjaramálum fé- laga sinna. Að efla heilbrigðisþjónustu í landinu. Að glæða félagslegan áhuga og sam- vinnu við aðrar starfsstéttir. 3. gr. Bygging: Félagið skiptist í svæðisdeildir eins og hér segir: Reykj avíkurdeild. Vesturlandsdeild Vestfjarðadeild Norðurlandsdeild Akureyrardeild Austurlandsdeild Suðurlandsdeild Vestmannaeyj adeild Suðumesj adeild. Heimilt er að stofna sérgreinadeildir innan félagsins. Stjóm HFÍ skal viður- kenna stofnun þeirra og starfssvið. Fulltrúafundur fer með æðsta ákvörð- unarvald félagsins. Stjóm HFÍ framkvæmir ákvarðanir fulltrúafundar og ber ábyrgð á málefnum félagsins, skv. félagslögum, á milli full- trúafunda. 4. gr. Félagar: Félagar geta þeir orðið, er fengið hafa réttindi hér á landi skv. 1. gr. hjúkrunar- laga. Aukafélagar geta hjúkrunarnemar orðið, hafa þeir tillögurétt og málfrelsi á félagsfundum, en ekki atkvæðisrétt. Heið- ursfélaga getur stjómin gert hvern þann, er félagið vill sýna sérstaka viðurkenningu. Merki félagsins er afhent við inngöngu í félagið. Það er eign félagsins, en ákveðin upphæð greiðist í eitt skipti fyrir öll, fyrir heimild til þess að nota það. Félögum er skylt að bera félagsmerkið, er þeir gegna hjúkrunarstörfum, þó eru hjúkrunarkonur/ menn á geðsjúkrahúsum undanþegin þessari skyldu. Við fráfall, úrsögn eða brottvikningu félaga ber að endursenda merkið stjórn félagsins. Árgjöld skulu ákveðin á fulltrúafundi og greidd fyrirfram ár hvert, fyrir lok mars- mánaðar. Heimilt er að greiða árgjöld í tvennu lagi, og skulu þau þá vera greidd að fullu fyrir 1. október ár hvert. Hafi fé- lagi eigi greitt gjöld sín til félagsins í 2 ár, ber stjórninni að taka ákvörðun um inn- heimtu. Sinni félagi því ekki, missir hann rétt til Tímarits HFÍ og kosningarétt og kjörgengi í félaginu, þar til skuldin er greidd. Stjórn HFÍ ákvarðar hvort fella megi niður árgjöld um tíma, vegna erf- iðra fjárhagsástæðna félaga. Félögum HFÍ ber að tilkynna skrifstofu félagsins breytingar á heimilisfangi og vinnustað. Öll þau störf, sem félagi tekur að sér vegna aðildar að HFÍ, ber honum eða inna af hendi með trúmennsku og skyldurækni. Verði alvarlegir misbrestir á þessu og/eða félagi misnotar nafn félagsins til eigin 1

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.