Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 5

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 5
8. gr. Stjóm HFÍ: Stjóm félagsins skipa formaður, 1. vara- formaður, 2. varaformaður, ritari, gjald- keri og 2 meðstjórnendur. Auk þeirra skal vera 6 manna varastjórn. Kjörtímabil er 3 ár. Formaður skal kosinn sérstaklega þriðja hvert ár, sbr. 9. gr. Aðrir stjórnar- fulltrúar skulu kosnir af fulltrúafundi þannig að skipt verði um 2 stjórnarfull- trúa og 2 varamenn ár hvert. Frá gildistöku laga þessara skal á fyrsta fulltrúafundi kjósa 2. varaformann, með- stjórnanda og 2 menn í varastjórn. Á næsta fundi gjaldkera, meðstjórnanda og 2 menn í varastjórn. Á þriðja fundi skal kjósa 1. varaformann, ritara og 2 menn í varastjórn. Endurkosning er heimil, þó ekki lengur en til 9 ára samfeldrar setu í stjórn og/eða varastjórn. Kjörgengir í stjóm em allir fullgildir félagar HFÍ. Hjúkrunarnemar tilnefna einn áheyrnar- fulltrúa í stjórnina og varamann hans. Hann hefur málfrelsi og tillögurétt á stjórnarfundum en ekki atkvæðisrétt. Sama rétt liafa fulltrúi trúnaðarráðs og ritstjóri Tímarits HFÍ, sbr. 11. gr. Verði autt sæti stjórnarmanns á milli fulltrúafunda, kemur varamaður í hans stað. Stjórnin tilnefnir þá fulltrúa í vara- stjórn og gildir kjör hans til næsta full- trúafundar. Á stjórnarfundum ræður fjöldi atkvæða. Falli atkvæði jöfn, ræður atkvæði formanns úrslitum. Stjórnin fer með málefni félagsins skv. lögum þess og ber hún ábyrgð á gjörðum sínum gagnvart fulltrúafundi. Stjóminni ber að sjá um að þeir pen- ingar félagsins, sem ekki em nauðsynlegir til daglegs reksturs, séu ávaxtaðir á arð- bæran hátt. Stjórnin ræður ritstjóra, skrifstofustjóra og aðra starfsmenn og ákveður þeim laun. Heimilt er félagsstjórn að skipa nefndir, er hafi með höndum ákveðin verkefni. — Hver nefnd skal kjósa sér formann og ber honum að leggja niðurstöður nefndarinnar fyrir félagsstjórn áður en þær eru kynnt- ar á öðrum vettvangi. Stjórn HFÍ sendir stjómum svæðis- deilda tilkynningu um það hve marga full- trúa hver deild skal kjósa á fulltrúafund. Skal sú tilkynning einnig birt í tímariti félagsins. Kærur á hendur félögum skal stjórnin taka til rækilegrar athugunar. Sé stjómin sammála um úrlausn máls, getur hún ráð- ið því ein til lykta, en verði ágreiningur um úrlausn kæruatriðis er henni skylt að kveðja trúnaðarráð til fundar. Hefur sá fundur endanlegt úrskurðarvald. Leiti fé- lagi aðstoðar félagsins vegna óréttar, er hann telur sig hafa verið beittan í starfi, skal fara með málið á sama hátt og að of- an greinir. í ágreiningsmálum getur stjórn HFÍ kvatt trúnaðarráð til starfa með sér, ef aðilar óska þess eða stjórnin telur rétt. Við atkvæðagreiðslu um slík ágreinings- mál, skulu trúnaðarráðsmenn hafa jafnan atkvæðisrétt og stjómarmenn. Séu at- kvæði jöfn, ræður atkvæði formanns HFÍ úrslitum. Varðandi kærur og ágreiningsmál eru stjórn og trúnaðarráð bundin þagnar- skyldu. Stjóm HFÍ boðar til funda í félaginu þegar ástæða þykir til. Henni er heimilt að fá utanfélagsmenn til þess að annast fundarefni. Rita skal ágrip af öllu, sem fram fer á fundum í gerðabók félagsins, einkum allar fundarsamþykktir og aðrar ákvarðanir. Fundarstjóri og fundarritari skulu skrifa nöfn sín undir fundargerðir. Formaður er fulltrúi félagsins út á við. Honum ber að sjá um að stjórnin leysi hlutverk sín fullnægjandi af hendi. Hann kveður til stjórnarfunda, ákveður dagskrá og stjómar fundum. í forföllum formanns gegnir 1. varafor- maður störfum hans, eða 2 varaformaður. Á félagsfundum er formanni heimilt að tilnefna fundarstjóra. 3

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.