Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 13

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 13
Ritstjórnarspjall Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu hjúkr- unarkonunnar í dag. Þykir okkur þó ekki óvið- eigandi að fjalla örlítið frekar um það mál í 50 ára afmælisriti Tímarits Hjúkrunarfélags ís- lands. Hver er svo hin raunverulega staða okkar? Jú — við sinnum ábyrgðarmiklum hjúkrun- arstörfum sem veita flestum okkar þá ótvíræðu ánægju að verða að liði í þjóðfélaginu. Það er mikils virði að velja sér lífsstarf sem gefur eitthvað í aðra hönd hvað það snertir. En svo við víkjum að skuggahlið málsins og spyrjum — hvað fáum við á móti? Staðreyndin er að hjúkrunarkonur/menn eru í 18. launafl. 3ja þrepi, sem þýðir kr. 55.082,00 í mánaðarlaun og hafa jafnframt vaktavinnu- kvaðir sem óneitanlega skerða fjölskyldu- og félagslíf. Auk þess fylgir því kostnaður og fyr- irhöfn að verða sér úti um barnagæslu á hin- um ýmsu tímum sólarhrings. Þeir sem hafa hug á hjúkrunarnámi þurfa að hafa lokið prófi úr 6. bekk framhaldsdeilda gagnfræðaskóla, hjúkrunarkjörsviði, og frekari undirbúningsmenntun er talin mjög æskileg. Námstími við hjúkrunarskóla er síðan 3 al- manaksár. Okkur verður á að spyrja eru störf okkar metin að verðleikum? Launanefnd HFl lagði á sig ærna fyrirhöfn við undirbúning og gerð síðustu kjarasamninga. Var hér um að ræða mikið en því miður fremur vanþakklátt starf. Launanefnd HFl kom mörgu jákvæðu til leiðar s. s. að fá viðurkenndan rétt hjúkrunarkvenna til símenntunar fimmta hvert ár í 3 mán. án skerðinga launa svo nokk- uð sé nefnt. Ef ekki hefði komið til löggjöf um afnám kaupgjaldsvísitölu hefðu laun hækkað um 65% frá 1. febrúar 1974—1. maí 1975, en þar af hafa aðeins fengist 3% frá 1. desember 1974. Nefndin hafði því ekki erindi sem erfiði og mun ekki vera auðvelt að fá fólk til slíkra sjálfboðastarfa að loknum ströngum vinnudegi. Því ber ekki að neita að miklar framfarir hafa orðið í menntamálum stéttarinnar á skömmum tíma. Tveir hjúkrunarskólar eru nú starfandi auk námsbrautar í hjúkrunarfræð- um við Háskóla íslands. Nýafstaðið er 5 vikna námskeið á vegum HFl fyrir starfandi hjúkr- unarkonur og fór það fram í Hjúkrunarskóla Islands. Færri komust að en vildu. Höfðu þátttakendur mikið gagn af og þótti kærkomið tækifæri til að endurnýja þekkingu sína. Fleiri námskeið hafa verið haldin. T. d. fór eitt slíkt fram í maí 1974 fyrir hjúkrunarkon- ur í sérnámi og 2. apríl í ár hófst í Nýja hjúkr- unarskólanum 5 vikna námskeið fyrir hjúkr- unarkonur og ljósmæður við heilsugæslustöðv- ar og var það á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Áríðandi er að halda fleiri námskeið og það reglubundið og heyrst hafa raddir um að fram- haldsnám fylgi í kjölfarið. Hin velheppnuðu námskeið og mikli áhugi hjúkrunarkvenna fyrir símenntun og framhaldsnámi sýnir og sannar þörfina. Að síðustu viljum við eindregið vekja athygli hjúkrunarkvenna/manna á þættinum Raddir nema er að þessu sinni fjallar um „Nám eða atvinnu ?“ Ritstjórn Tímarits HFl lýsir stuðningi sínum við tillögur hjúkrunarnemfi um breytta náms- tilhögun og óskar þess að námstími þeirra megi nýtast á sem bestan og uppbyggilegastan hátt. Við fögnum einnig þeim árangri að gott sam- starf hefur náðst milli Hjúkrunarnemafélags Islands og Félags hjúkrunarfræðinema við Há- skóla Islands. Sýnir þetta glögglega þroska þessa unga fólks og samstarfsvilja til að ná sam- eiginlegu marki sem er: bætt hjúkrunarmennt- un í landinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.