Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 15

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 15
Á fyrstu árunum var aldrei unnt að fá auglýsingar, því að höft og kreppuráðstafanir orsökuðu það að kaupmenn sögðust ekkert hafa að selja og þar af leiðandi ekkert að auglýsa. Það er ekki fyrr en eftir 1935 að auglýsingar fara að birtast að einhverju ráði í blaðinu. Hvernig unnið þið blaðið fyrstu árin? Blaðið var sett upp og vélrit- að heima hjá mér fyrstu árin. Var þá borðstofuborðið „kont- orinn“ þar sem allt flaut af blöðum og bókum þar til bunkað var upp á kvöldin, en þetta þótti heldur ósjarmer- andi og óvenjulegt á þessum tíma. Fjölritun á blaðinu fengum við hjá Pétri Guð- mundssyni, útgáfumanni, sem tók okkur sérlega vel. Ég vil geta þess að bæjarbú- ar voru okkur hjúkrunarkon- um afar góðviljaðir, enda ófá sporin okkar í bæjarhjúkrun þar sem þörfin var mikil á að- stoð og aðhlynningu. Blaðið var fjölritað fram til ársins 1936, eða 42 tölublöð, en þá var ákveðið að ráðast í að láta prenta það og sýndi sig að blaðið stóð undir sín- um kostnaði að ári liðnu, enda þá orðið tiltölulega auðvelt að fá auglýsingar. Hva'ð var helst skrifað um fyrstu árin? Um launakjör var mikið rætt og ritað, enda laun okkar mjög léleg auk þess sem ætlast var til að hjúkrunarkonan væri alltaf reiðubúin til vinnu, hve- nær og hvar sem var. Ef við sáumst á götu „privatklædd- ar“ mátti oft heyra : „Nei sko, hjúkrunarkonan á frí í dag.“ Um lífeyrissjóð var talsvert mikið ritað, en honum hafði þá þegar verið komið á fyrir danskar hjúkrunarkonur. Einnig þýddum við erindi úr erlendum tímaritum auk frétta af merkisatburðum á sviði hjúkrunar. Nokkrar greinar birtust frá hjúkrunarkonum erlendis þar sem þær lýsa starfi sínu á hinum ýmsu stofnunum. Allar skýrslur Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norður- löndum er að finna í blaðinu. Auglýsingar um lausar stöð- ur og stöðuveitingar birtum. við, en einnig var getið um utanferðir og heimkomur ís- lenskra hjúkrunarkvenna, en á þessum árum var ekki hægt að læra hjúkrun til fulls hér á landi. Með tilkomu Landspítalans og síðan Hjúkrunarskóla Islands færist námið hingað heim og tekur þá að fjölga hraðar í stéttinni. Ég get þess til gam- ans að þegar Hjúkrunarskóli Islands tók inn nemendur, 10 stúlkur, annað eða þriðja ár- ið sem hann starfaði, kallaði einn af þrem.ur þáverandi prófessorum á Landspítalan- um á mig og innti mig eftir því hvort við ætluðum strax að fara að skapa atvinnuleysi í stéttinni. AS lokum, Sigríður. Hvernig finnst þér Tímarit Hjúkrunar- félags Islands vera í dag? Ég hef verið mjög ánægð með blaðið síðustu árin. Mér finnst það bæði fróðlegt og vel úr garði gert í alla staði. Ritstjórn vill þakka frú Sig- ríði fyrir góðar móttökur og ánægjulegt og fróðlegt viðtal, sem því m.iður aðeins lítill hluti getur birst af að sinni, en af nógu er að taka í sjóði minning- anna hjá Sigríði, enda er hún sú kona sem stóð í eldlínunni og fararbroddi hjúkrunar- kvenna lengur en nokkur önnur hingað til. Til gamans lét ritstjórn fjöl- rita fyrsta tölublaðið frá árinu 1925 og fylgir það þessu riti í tilefni afmælisins en örfá ein- tök af því blaði eru nú til. Þess má að lokum geta að aðeins eru til 3 heildarsöfn af tímaritinu. Við leituðum heimilda um út- gáfu elstu tímarita er fjallað hafa um heilbrigðismál á Is- landi og komumst að eftirfar- andi niðurstöðu: Eir. Tímarit handa alþýðu um heilbrigðismál 1.—2. árgang- ur. Reykjavík 1899—1900. Læknablaðið. Utg. Læknafélag Islands og Læknafél. Reykja- víkur. Reykjavík 1915—1975. Ljósmæðrablaðið. Utg. Ljós- mæðrafélag Islands. Reykja- vík 1922—1975. Tímarit H j úkrunarfélags Is- iands. Utg. Hjúkrunarfélag Islands. Reykjavík 1925— 1975. 1—10. árg. 1925—1934 komu út undir nafninu Tímarit Fél- ags íslenskra hj úkrunar- kvenna, 11.—35. árg. 1935— 1959 undir nafninu Hjúkrun- arkvennablaðið og 36.-50. árg. undir núverandi nafni. 1,— 11. árg. 1925—1935 voru fjöl- ritaðir. G. í. 1. — I. A. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.