Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 17

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 17
koma. Kvenfélögin skipulögðu námskeiðin og fólkið kom gang- andi og ríðandi langan veg eftir því sem við varð komið milli mála. Ég held að þetta starf hafi haft mikil áhrif til bætts heilsufars. Við kostuðum kapps um að veita fólki nauðsynlega undirstöðuþekkingu á sviði hreinlætis og mataræðis svo eitt- hvað sé nefnt. Margir merkir forystumenn unnu RKf t. d. Sigurður Sig- urðsson síðar landlæknir, Gunn- laugur Einarsson og Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, en þeir voru allir formenn félagsins um skeið. Þá voru mjög duglegir og áhugasamir stjórnarmenn þeir Björn Ólafsson, Magnús Kjaran og Haraldur Árnason svo örfáir séu nefndir. Þegar fsland var hernumið Finnskur baðofn í Sandgerði 1 tilefni af hálfrar aldar starfs- afmæli sínu 10. desember 197U gaf RauSi kross íslands út fréttablaS þa,r sem störf sam- talcanna eru nokkuS rakin. Þar gat m. a. að líta þessa skemmtilegu mynd af frk. Sigríöi Bachmann, fyrrverandi forstöðukonu Landspítalans, vi'ö finnska baðofninn í Sand- gerði. Eftirfarandi texti birtist nie'ð myndinni. Apríl 1938. Rauði krossinn hefur látið út- búa gufubaðstofu í sjúkraskýli sínu í Sandgerði. Baðstofan var upphaflega ætluð sjómönnum í verstöðvum þar, en áformað er að skólabörn ’ Sandgerði fái einnig aðgang að henni. Finnski baðofninn er hinn vandaðasti og sannkallað undratæki, þar sem hann sameinar að vera þvotta- ofn og sótthrcinsunarofn, auk þess sem hann er kolaspar þvottaofn. 1940 hringdi Gunnlaugur Ein- arsson læknir, sem þá var for- maður, í mig strax um morgun- inn og kvaddi mig til hjálpar- starfa í sambandi við hernám- ið. Ég var ekki búin að ganga frá lokun skýlisins og átti alla reikninga ófrágengna. En ég dreif mig í bæinn og hóf störf í sambandi við hernámið, en þar var í ýmis horn að líta. — Rauði kross fslands hafði annast forskóla fyrir hjúkrun- arkonur árið 1937 og annaðist ég það á hverju ári þar til ég réðst til Landspítalans sem hjúkrunarkennari árið 1941, að undanteknu hernámsárinu 1940 þegar forskólinn varð niður að falla. Hann fluttist svo með mér frá RKl til Landspítalans. Gunnlaugur Claessen var foi'- göngumaður þessa máls eins og margra annarra. Hann var áhugamaður um aukna mennt- un hjúkrunarkvenna og heilsu- vernd. — Eitt starf var mér falið einni og sem ég hef sjaldan rætt um þar sem um mjög viðkvæmt mál var að ræða. í stríðslokin var ég útnefndur tengiliður RKÍ við ameríska Rauða krossinn til úrlausnar ýmsum mjög erfið- um og viðkvæmum barnsfaðern- ismálum við lok styrjaldarinnar. — Störfin í RKÍ voru öll skemmtileg og ánægjulegt að sinna málum sem við töldum vera til gagns fyrir almenning og einnig það að vinna með hin- um frábæru áhuga- og athafna- mönnum sem voru í forystu RKf. En öll hefðum við viljað gera betur. □ TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 45

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.