Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 20

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 20
I'rtí uomha hjiíhriiniirliinii- ritinii „Nyhcpleien" liarnl ohhur eíliríaraiiili yreiit uiii sliirí hjúhriiiinrhonii í Venlur- b'innmörh. Er lielln S. yreinin scin riiH hirluin í ijroinailohhnnin: Slört lijiíhriiimrhonii í slrjiílliýli. íslensha jiýiiinyu annaiUsl Inyilijöry liaiiiniinilsilóllir hjúhrunarhonn. árið 1948 kom undirrituð til Loppahéraðs í Vestur-Finn- mörk. Ég hafði þá nýlega lokið námi í héraðshjúkrun og átti að hefja heilsuverndarstarf þarna í samræmi við nýja reglu- gerð. Því miður höfðu öll gögn, spjaldskrárkort og allskyns skrár tapast þegar Finnmörk var hernumin 1944. Eitthvað var eftir af gömlum berkla- og heilbrigðisskýrslum. Þær höfðu greinilega rennblotnað og skrift- in var ólæsileg og sumstaðar ólesandi. 1 Loppahéraði er veðrátta óstöðug og erfið. Sveitin ligg- ur að sjó og skiptist í tíu skóla- svæði. Árið 1948 voru engir veg- ir komnir milli þessara staða. Núna eru fjögur skólasvæði komin í vegasamband. Við urð- um að fara á milli á fiskibátum eða stærri skipum sem voru í farþegaflutningum. Áætlunar- Asbj0rg Lyngmo, héraðshjúkrunarkona: Sólin getur einnig skinið í Norður- Noregi bátur gat orðið allt að tveim dögum á eftir áætlun. Hann sigldi milli Hammerfest og Skjervoy með áætlun á u. þ. b. tuttugu staði. Símasambandið var lélegt svo oft þurfti að vaka og bíða eftir póstbátnum, og þegar hann loksins kom gat það verið svo óvænt, að maður átti á hættu að verða strandaglópur. Starf héraðsh j úkrunarkon- unnar var á þeim tíma aðallega fólgið í berklavörnum. Þó voru verkefnin margvísleg þá eins og nú. Ymsan útbúnað og tæki skorti en þó var bætt úr því smám saman. Eftir eins árs starf fékk hér- aðshjúkrunarkonan sína eigin skrifstofu í sjúkraskýlinu í 0ksfjord. Á þessari skrifstofu var smátt og smátt hægt að sinna ýmsum verkefnum. Þar var hægt að taka röntgenmynd- ir, meðhöndla með stuttbylgjum o. fl. Fólk fékk jafnvel að gista og í neyðartilfellum voru lagðir þar inn sjúklingar. Það er reyndar ótrúlegt hvernig allt bjargaðist þrátt fyrir frumstæð starfsskilyrði. Aðalatriðið var auðvitað, að allir sýndu sam- starfsvilja og löguðu sig að að- stæðum. Allt starfslið sjúkra- skýlisins átti langan og erfiðan vinnudag en þó ríkti góður starfsandi. I sjúkraskýlinu þurftu hjúkr- unarkonurnar að vinna allan sólarhringinn ef svo má segja. Þær urðu að skiptast á um að sinna næturvaktinni til viðbótar við sínar vinnuvaktir. Héraðslæknirinn þjónaði mjög stóru héraði, Loppa og Hasvik. Allar ferðir varð að fara með bátum. Konur ólu börn sín í heimahúsum og því þurftu ljós- mæðurnar einnig að ferðast langar leiðir. Þær urðu að fara strax og beiðni barst svo fram- arlega sem ferðafært var. Samt gekk þetta ótrúlega vel. En auð- vitað óskar enginn eftir slíkum starfsskilyrðum aftur. Héraðshjúkrunarkonan þurfti stundum að vera að heiman í allt að hálfan mánuð í einu. Ég bjó þá oftast á heimilum. Þetta gat skapað vandamál til að byrja með, en eftir því sem ég kynntist fólkinu betur varð allt auðveldara. Það er ekki létt verk að skipu- leggja slíka heilsuverndarstarf- semi frá grunni. Lög um starf héraðshj úkrunarkvenna voru ekki sett fyrr en níu árum síð- ar. Samstarfið við héraðslækn- inn varð því að vera gott. Hvað því viðvék var ég mjög heppin. Héraðslæknirinn hafði mjög mikinn áhuga á heilsuvernd. Ferðaveðrið var mismunandi. Oft var glaða sólskin og logn en oft var stormur og slæmt í sjóinn og þá fannst þeim sem þjáðust af sjóveiki ferðin bæði 48 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.