Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Page 21

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Page 21
löng og ströng. Á veturna þeg- ar farið var hús úr húsi með barnavigtina í bakpokanum var oft erfitt að komast um vegna snjóa og hálku. Þá gat komið sér vel að hafa skíði. En hestar postulanna voru ekki ósjaldan öruggustu farartækin. Á vet- urna urðu þetta oft yndislcgar skíðaferðir yfir fögur fjalla- skörð og meðfram fjörðunum. Ungbarnaeftirlitið fór fram á heimilunum. Flest önnur eftir- litsstörf fóru einnig fram á heimilunum. Eftirlit skólabarna fór þó fram í skólunum, sem bjuggu þá við mjög ófullnægj- andi húsnæði. Á góðviðrisdögum gleymdist óveður og sjóveiki og heilsu- verndarhjúkrunarkonunni þótti vænt um starf sitt. Ég starfaði í fyrstu að heilsuvernd í Loppa í 41/, ár. Þá hætti ég starfi og í nokkur ár var engin heilsu- verndarhjúkrunarkona í Loppa- héraði. Svo leið tíminn. Heilsuvernd- arstarfið var endurskipulagt og allt var í framför. Ég starfaði ekkert í 10 ár en þá tók ég til á nýjan leik. Æpandi skortur á héraðshjúkrunarkonum var höfuðorsök þess. Reyndar var ég þá gift kona en drengirnir mínir voru orðnir stórir. Það var líka létt verk að koma til starfa eftir þær sem höfðu starfað á undan mér. Auðvitað tók það mig tíma að átta mig á starfinu en það var skemmti- legt og ég sá altaf eitthvað nýtt sem ég gat unnið að. Hjúkrunarkonurnar þrjár sem á undan mér voru, höfðu unnið gott starf og umbætur orðið verulegar. Nú var heilsuverndarhúsnæði til reiðu á hverjum stað. Nú þurfti ekki að vera að heiman langtímum saman. Farkostur læknisins var góður vélbátur. Venjulega fró ég til hinna ýmsu staða um leið og læknirinn fór sínar föstu ferðir. Vélbáturinn var vel mannaður og á leiðinni fengum við ágætan hádegismat. Héraðshjúkrunarkonan ferðað- ist einnig töluvert á eigin veg- um. En þrátt fyrir bætt ytri skil- yrði var veðurfarið það sama. Því þurfti stundum að hætta við ferðir eða við urðum að snúa frá. En reyndar skeði það ekki oft. Að mestu var skipulagið gott og hver staður hafði fasta vitjunardaga og allt gekk átaka- laust fyrir sig. Núna er engin héraðshjúkr- unarkona í Loppa. í fimm ár hefur engin sótt um stöðuna, en einstöku hjúkrunarkonur hafa starfað þar stuttan tíma í einu. Héraðshjúkrunarkonan frá Alta kemur til öksefjord. sem er fjölmennasta héraðið í Loppa, á ákveðnum dögum. Ég er núna fastráðin í Alta en starfa þar að auki í Loppa á ákveðnum dögum þar eð ég þekki best til í héraðinu. Milli Alta og Öksefjord eru 125 km. leið á landi. Vegna skriðuhættu er hluti vegarins lokaður frá nýári og fram í maí og þá þarf að nota ferju á þeirri leið. Það lengir fei'ðina um heilan klukku- tíma. Auðvitað er bót fyrir Loppa- hérað að fá þessa hjálp, en þó er full þörf á að fólkið fái þang- að sína eigin héraðshjúkrunar- konu. Þarna búa 2300 manns. 1 Alta eru 12000 manns og því nóg að gera fyrir þær þrjár héraðshjúkrunarkonur sem þar starfa. Mér finnst alltaf ósköp gam- an að koma til Loppa. Það er ekki auðvelt að skilja hvers vegna engin sækir um stöðu hér- aðshjúkrunarkonu, sem hefur svo oft verið auglýst, nú þegar allt er í svo miklu betra ástandi en áður. Héraðið hefur yfir tveimur vélbátum að ráða og er annar meira að segja hrað- bátur. — Eg veit að fleiri sjáv- arhéruð hér norðanlands eru jafn illa sett. En hvað þarf til þess að héraðshj úkrunarkonur sæki í slíkar stöður? Hugsið ykkur hve héraðshjúkrunarkon- an er frjáls í starfi hér. Og það er mjög gott að starfa með fólk- inu hér á norðurlandi. Hugsið urn hve gaman verð- ur að starfa þegar nýju heilsu- gæslustöðvarnar eru teknar til starfa. Að lokum vil ég segja þetta. Það er miklu betra að vinna í Loppa heldur en þeir ímynda sér sem ekki þekkja til. Við það bætist líka að nátt- úrufegurð er mikil. Þegar sólin stafar geislum út á hafið eða miðnætursólin gyllir jöklana þá vill maður hvergi annars staðar fremur vera. □ TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 49

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.