Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Page 23

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Page 23
Um meðferð á Coeliac og Phenylketonuria sjúkdómum dómurinn finnst einnig í Ind- verjum, en er óþekktur í Afríku- negrum. Sjúkdómurinn er talinn stafa af ofnæmi fyrir gluteni sem er proteinefni (gliadin) í heil- hveiti, hveiti og rúgmjöli. Glutenið hefur áhrif á þarma- totur smáþarmanna á þann hátt að þær leggjast nið- ur og fletjast út en við það minnkar yfirborð þarmanna og næringarefnin ná ekki að sog- ast upp á eðlilegan hátt. Þess vegna verður óeðlilega niikið af þeim í úrgangi t. d. er þar mik- il fita (free fatty acid), sem ekki hefur sogast upp í smá- þörmunum sökum skemmda á slímhúðinni. Þar eru einnig vítamín, sölt, kolvetni og pro- tein. Ekki er vitað með vissu á hvaða hátt glutenið hefur áhrif a slímhúðina, en rannsóknir ^ai’a nú fram víða um heim. Ei' helst hallast að því að ann- að hvort geti verið um skort á efnakljúfi að ræða, er meltir eða brýtur niður gluten (klýf- Uv það í peptið og amínó- sýrur), sem ertir þannig slímhúð meltingarvegarins eða að slímhúð smáþarmanna hafi ofnæmi fyrir gluteni, og sé það varnarráðstöfun líkamans að breyta slímhúðinni á þann hátt, sem fyrr greinir. Sjúkdómsgreining: Coeliac sjúkdómurinn kemur yfirleitt í ljós í barnæsku, en getur komið fram á hvaða aldri sem er, stundum ekki fyrr en á unglings- og fullorðinsárum. Einkenni Coeliac sjúkdóms- ins kemur oftast í ljós 3-5 mán- uðum eftir fyrstu neyslu glut- ensins, en getur þó verið nokkuð mismunandi. Til þess að sjúkdómsgreina Coeliac sjúklinga er tekið sýni. Sjúklingurinn er látinn gleypa hylki. Þegar hylkið er komið niður í skeifugörn er tekið sýni af skeifugörninni (ysta laginu) og hylkið dregið upp úr sjúkl- ingnum aftur. Sýnið er síðan skoðað undir smásjá og kemur þá greinilega í ljós hið óeðlilega útlit smáþarmanna, sem stafar af gluten-neyslu. Það þykir nauðsynlegt að sjúkdómsgreina á þennan hátt, þar sem aðrir meltingarsjúkdómar geta haft svipuð sjúkdómseinkenni. Hægt er að taka sýni af sjúklingum á hvaða aldri sem er og oft eru ungabörn sjúkdómsgreind á þennan hátt. Einkenni: Barnið lítur í fyrstu út eins og önnur heilbrigð börn og dafn- ar eðlilega, þar til áhrif glut- ensins byrjar að gæta 3—5 mán- uðum eftir fyrstu neyslu þess. Barnið missir matarlyst, neitar að borða og hættir að þyngj- ast; það verður óvært og mjög framsett og útlimagrannt. Hægðirnar verða miklar og óeðlilegar, ljósar og lyktvondar, einnig oft froðukenndar. Ef þetta ástand varir lengi án þess að nokkuð sé að gert, fer barnið að tærast upp; það verður mjög veikt og fær mikinn niðurgang, sem leiðir til þornun líkams- vefj a (dehydration). Fullorðnir Coeliac sjúklingar, sem eru sjúkdómsgreindir, þjást af einkennum, sem stafa af gluten-neyslu er hefur haft áhrif á slímhúð smáþarmanna, og má t. d. nefna niðurgang eða /og uppþembu, óþægindi, jafn- vel verki og uppköst. Þeir þjást einnig mjög oft af TÍMARIT HJÚKRUNARPÉLAGS ÍSLANDS 51

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.