Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 24

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 24
þreytu og finnst þeir oft vera andstuttir, miðað við það sem áður var. Það er oft erfitt að sj úkdóms- greina þessa sjúklinga, því að margir langvinnir sjúkdómar geta byrjað á þennan hátt, og þreyta sem sækir að sjúkling- um, getur átt rætur að rekja til annarra orsaka en líkam- legra. Flestir Coeliac sjúklingar eru blóðlitlir fyrir meðferð. I meira en 90% tilfellum barna er or- sökin járnskortur. Einnig er oft um að ræða skort á folicsýru. Aftur á móti í fullorðnum er megaloblastic anaemia ekki óal- geng. Þetta lagast fljótlega ef gluten er tekið úr fæðunni, en oft er einnig nauðsynlegt að gefa Fe (járn) og folicsýru meðan á meðferð stendur. Einn- ig er nauðsynlegt að gefa A og D vítamín, ef fituuppsog líkam- ans er lélegt. I.n‘kiiÍHgarm<MVfer<í: Undirstaða lækningarmeðferð- ar er að fjarlægja allt gluten úr fæðunni. Oft reynist einnig nauðsynlegt að takmarka fitu- magn fæðunnar fyrst í stað. Einnig geta kolvetnin valdið ertingu og aukið niðurgang. Það er því sérstaklega nauðsynlegt þegar börn eiga í hlut að nota glukosu (einsykur) fyrstu vik- urnar. Batinn kemur oftast í ljós á annarri viku meðferðar. Barnið verður hýrara og ekki eins óvært. Smám saman eykst mat- arlystin og hægðirnar verða eðlilegri og ekki eins lykt- sterkar. Tveim mánuðum eftir með- ferð fer barnið að þyngjast eðli- lega. Þetta er samt ekki einhlýtt. Starfsemi þarmanna er yfirleitt komin í eðlilegt horf ári eftir að meðferð hefst, og flestir sjúklingar fengið matarlystina HEILBRIGÐ. Þegar þarma- slímhúðin er heilbrigð er hún þakin þarmatot- um (villi) sem eykur yfirborð þarmanna þannig að stærri flötur er til þess að soga upp vær- ingarefnin. ÓHEILBRIGÐ. Hér sést hvemig þarmato tumar hafa flast út og yfirborðið hefur minnkað mikið. Á endum þarma- totanna eru enzym sem eiga þátt í að kljúfa næringarefnin (t. d. sykrur), en þau geta orðið óvirlc ef sjúkdóm- urinn er á háu stigi. á ný og geta þolað allt gluten- snautt fæði. Til eru sjúklingar með þenn- an sjúkdóm sem geta neytt viss magns af gluteni án þess að veruleg sjúkdómseinkenni komi í ljós, en þeir ættu að hafa það hugfast I) að mjög líklegt er að stúlk- ur með coeliac þjást af mjög alvarlegu blóðleysi þegar þær verða barnshafandi, en rétt mat- aræði alla tíð er besta aðferðin til að koma í veg fyrir slíkt; II) að enginn veit í raun og veru hversu alvarlegar afleið- ingar það getur haft í för með sér fyrir þessa sjúklinga að neyta glutens. Það getur t. d. haft alvarleg áhrif á blóðið og beinin, þó að sjúkdómseinkenni komi ekki í ljós fyrr en löngu seinna. Það er oft hætta á því þegar sjúklingnum fer að líða betur að hann fari að neyta gluten- fæðu öðru hverju og haldi að smá gluten geti varla skaðað. En jafnvel þó að sjúklingurinn sé búinn að neyta glutensnauðr- ar fæðu í marga mánuði þá er slímhúð þarmanna venjulega mjög næm fyrir öllu gluteni þó um lítið magn sé að ræða. Eftir nokkur ár virðast þarm- arnir geta tekið á móti svolitlu magni af gluteni, en samt á stranglega að banna alla neyslu þess. Þó að sjúklingurinn geti neytt smá magns af gluteni eina vikuna er ekki víst að hann þoli sama magn þá næstu, (gluten- næmið getur verið meira eina vikuna en aðra). Þeir sem hafa vanist gluten- snauðrar fæðu frá barnæsku eiga oft betra með að standast freistingar en þeir sem hafa getað neytt allrar fæðu þar til sjúkdómurinn uppgötvast seint á ævinni. Slímhúð smáþarm- anna hjá þessum sjúklingum verður alltaf viðkvæm vegna þeirra skemmda sem verða af neyslu glutens. Þeir þurfa því að fara varlega. Þeir geta þjáðst 52 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.