Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 30

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 30
Döderleinsbakteríum fækkar, en það veldur aftur því, að pH í leggöngum hækkar. Einnig verður slímhúðin ljósari vegna minnkaðs blóðflæðis til hennar. Þessar breytingar á leggöng- um verða yfirleitt seint, þ. e. a. s. nokkrum árum eftir tíða- hvörf. Þó eru til undantekning- ar frá því. Breytingarnar koma yfirleitt síðast fram á ytri kyn- færum (vulva) og á leggangna- opinu (introitussvæðinu) ; þar verður rýrnun á skapafellingum og þrengsli í leggangnaopi. Einnig rýrnar slímhúð þvagrás- ar og blöðruþríhyrnu (trigon- um vesicae). Rýrnun vöðva- fruma og veiklun stoðvefs veld- ur þá oft legsigi. Einkcmii. Menn greinir mjög á um hve stór hluti kvenna fær óþægindi á þessu tímabili og nefndar eru tölur frá 10 og upp í 75%. Lík- lega stafar ágreiningurinn af því, að menn eru ekki sammála um hver einkennanna séu í beinu sambandi við hormónabreyting- ar á tímabilinu kringum tíða- hvörfin. Á þessu tímabili fá u. þ. b. 20% allra kvenna það mik- il einkenni, að þær leita læknis. Einkennin eru margvísleg og hættir mönnum til að setja öll óljós einkenni hjá konum um fimmtugt í samband við breyt- ingatímabilið. Sum einkennanna, þ. e. a. s. einkennin frá kynfærum, er unnt að setja í beint samband við breytinguna á hormóna- starfsemi líkamans. Öðrum ein- kennum er venjulega skipt í þrennt: Einkenni frá ósjálf- ráða taugakerfinu, geðræn ein- kenni og einkenni frá efnaskipt- um. Einkvnui frú kynfœrum. Eins og að ofan greinir er minnkuð progesteronmyndun höfuðeinkenni premenopausis. Myndun östrogena er oftast minnkuð, en getur verið eðlileg og jafnvel aukin. Ef östrogen- myndunin er minnkuð, þá getur anovulatio valdið blæðingahléi í 2—6 mánuði. Ef saman fer eðli- leg eða aukin östrogenmyndun annars vegar og ekkert egglos hins vegar, getur það leitt til ofvaxtar í legslímhúð. Sé slík slímhúð skoðuð í smásjá sjást útþandir blöðrulaga kirtlar, sem eru einkennandi. Er þetta nefnt hyperplasia cystica glandularis endometrii og klíniska myndin hefur verið kölluð metropathia hæmorrhagica cystica. Þótt egglos verði, geta orðið blæðingatruflanir ef starfsemi gulbúsins (corpus luteum) er ófullnægjandi og progesteron skortir þar af leiðandi. Einkum er þá um að ræða tíðari blæð- ingar (polymenorrhae) og smá- blæðingar stuttu fyrir tíðir. Einnig getur tíðamagn aukist (menorrhagia). Ofangreindar blæðingatruflanir eru starfræn- ar en einnig koma fyrir org- aniskar blæðingatruflanir. Myo- mauteri vaxa oft á þessum aldri og valda blæðingum. Ef kona á pre-menopausis- aldri fær milliblæðingar, þá er nauðsynlegt að rannsaka hana vel. Þarf þá að gera gyneclog- iska skoðun, taka sýni til frumu- fræðilegrar rannsóknar og oft- ast þarf að skafa legið til þess að reyna að útiloka illkynja sjúkdóm. Krabbamein í leghálsi er algengast á þessu aldursskeiði og tíðni krabbameins í legbol eykst mjög úr því að konur eru komnar yfir fertugt. Tíðaspenna (pre-menstrual tension) er mun algengari á þessu aldursskeiði en hjá ung- um konum og er skýringarinn- ar sennilega að leita í minnk- andi progesteronmyndun. Eftir tíðahvörf verður slímhúðin í leggöngunum þynnri og þurrari en áður, og þá um leið viðkvæm- ari fyrir bakteríusýkingum. Konur fá þá oft svonefndan kol- pitis senilis, en honum fylgir út- ferð og sviði. Einnig er algengt, að konur fari að finna til sárs- auka við samfarir (dyspare- unia). Kraurosis vulvae getur gert samfarir ómögulegar og stundum koma fram hvítfölgu- breytingar (leucoplakia) á vulva, sem fylgir kláði. Eiiiki-imi frá úsjálfráiVa taugnkerfinu. Einkenni frá ósjálfráða tauga- kerfinu eru mjög algeng á þess- um árum og eru þau mest áber- andi á stuttu tímabili í kring- um tíðahvörfin. Er þá um að ræða vasomotorisk einkenni, þ. e. a. s. einkenni frá því vöðva- kerfi, sem dregur saman og víkkar út æðar. Einkennin lýsa sér í því, að blóðið eins og þýt- ur upp í höfuðið og veldur því, að sjúklingarnir roðna snögglega. Af svipuðum orsök- um svitna þessir sjúklingar oft snögglega og er þá fyrst og fremst um að ræða nætursvita. Þessir sjúklingar geta fengið kuldatilfinningu og stundum fá þeir subjectiv hjartaeinkenni, svo sem hraðan hjartslátt, sem oft fylgir hitakófunum. Tíðni þessara einkenna hefur ekki ver- ið nægilega könnuð. Á árunum 1930—1940 voru ýmsar rannsóknir gerðar, en niðurstöðurnar voru mj ög breytilegar. Sumir héldu því fram, að aðeins 2% kvenna fyndu fyrir þessum einkennum, en aðrir töldu að 80% þeirra fyndu fyrir þeim. Neugarten og Kraines (’65) rannsökuðu kon- ur á ýmsum aldri, frá gelgju- skeiði og fram að sextugu. Þeir komust að raun um, að hitakóf og sviti væru mun algengari á árunum eftir tíðahvörf, en á öðrum aldursskeiðum. Aftur á móti væru önnur einkenni, sem áður voru oft sett í samband við tíðahvörf, svo sem þreyta, höfuðverkur, gleymni og svefn- truflanir, jafn algeng á öðrum aldursskeiðum. Davis (1964— 1965) rannsakaði einnig þessi atriði og heldur því fram, að 58 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.