Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 31

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 31
einungis vasomotorisku ein- kennin eigi rætur sínar að rekja til tíðahvarfanna. Um orsakir þessara einkenna er ekki vitað með vissu. Ekki er unnt að skýra þau með skorti á östrogenum því einkennin eru óþekkt hjá sjúklingum með litla östrogen-framleiðslu af öðrum orsökum (t. d. vanvirkni í heila- dingli og hypothalamus). Ekki er heldur unnt að skýra þau til fulls með aukinni gonadotropin- myndun, því margar konur, sem hafa hátt gonadotropinmagn í blóði, fá engin hitakóf. Senni- lega er orsakanna að leita í starfsemi hypothalamus. Óþæg- indin eru mjög mismikil, þannig að köstin eru bæði mistíð og mis- slæm. Konur, sem úr hafa verið fjarlægðir eggjastokkarnir stuttu eftir tíðahvörf, fá hvað mest óþægindi. Geitrænar (ruflaiiir. Taugaveiklun, óróleiki, þung- lyndi og örar geðsveiflur eru al- geng fyrirbæri á breytinga- skeiðinu. Vafasamt er hvort or- sakanna er að leita í hormóna- breytingum eða hvort um er að ræða byrjandi ellibreytingar. Sennilega eru orsakirnar marg- þættar og fléttast þar saman bæði innri og ytri þættir. Flest- ir eru sammála um, að skapgerð sjúklinganna skipti meginmáli. Þannig fá örgeðja, kvíðagjarn- ar og úthaldslitlar konur meiri óþægindi á breytingartímabilinu en aðrar. Sumar konur fyllast skelfingu við tilhugsunina um, að blæðingarnar séu endanlega að hætta og þær séu að verða ófrjóar. Aðrar óttast, að kynlíf þeirra breytist til hins verra. Margar ranghugmyndir eru bundnar breytingartímabilinu, bæði sem arfleifð frá fyrri tím- um, og einnig er sú tilhneiging nútímafólks að halda dauðahaldi í æsku og hreysti til þess fallin að auka kvíða. Kynorkan minnk- ar hjá báðum kynjum er á æv- ina líður. Margar konur telja, að kynlífi þeirra sé lokið um leið og blæðingar hætta; en gagnstætt því sem margir halda, þá er kynlífið ekki nema að nokkru leyti bundið kynkirtlun- um. Ýmsar hafa ekki fengið þá lífsfyllingu, sem þær dreymdi um og þeim er framtíðin líkust eyðimörk án vinja. Á þessum árum eru börnin oft orðin fullorðin og flytja að heiman og við það einangrast konurnar oft félagslega. Kiel- holz (1959) lýsti breytingar- tímabilinu sem „Zeit der Ver- luste“. Konur, sem eiga auðvelt með að blanda geði við annað fólk og hafa nóg fyrir stafni og næg áhugamál, losna yfirleitt við ofangreindan vanda. Vafalaust er þó samband milli hormóna líkamans annars vegar og geðheilsu hins vegar. Allir vita að hormónasjúkdómar geta valdið geðtruflunum t. d. veld- ur myxoedema stundum psyk- osis. Kynhormónar hafa líka áhrif á geðheilsu og er tíða- spennan gott dæmi um það. En það er erfitt að finna beint sam- band m.illi hormónajafnvægis líkamans á breytingartímabilinu annars vegar og geðrænna ein- kenna hins vegar. Oft er þó aug- ljóst óbeint samband þar á milli, t. d. getur dyspareunia eyðilagt ánægju af samförum; síðan í kjörfar þess fylgt alls konar erf- iðleikar. Oft verða konurnar þunglyndar og kvíðnar (neu- rosis anxiosa c/s depressio mentis). Paranoid-einkenni geta komið fram, en það er sjald- gæfara. Á síðari árum hafa menn horfið frá því að nota hugtakið psykosis klimakterika, eins og reyndar aðrar geðsjúkdóma- greiningar, sem tengdar eru ákveðnu aldursskeiði. Skiptar skoðanir eru um, hvort geðtruflanir eru algeng- ari á breytingatímabilinu, en á öðrum aldursskeiðum. Vinberg (1957) komst að því, að konur á aldrinum 45—50 ára lágu sjaldnar á geðdeildum en kon- ur úr yngri aldursflokkum. Það er því heppilegra að nota hug- tökin neurosis eða psykosis hjá konu í klimakterium í stað neu- rosis eða psykosis klimakterica. Kinkomii írá ofnaski |>l uiii. Tíðni sumra lyf læknissj úk- dóma eykst en annarra minnk- ar á árunum fyrir og eftir tíða- hvörfin. Af þessum sökum hafa ýmsir álitið, að beint orsaka- samband væri þarna á milli. Hvað flesta þessa sjúkdóma áhrærir hefur ekki tekist að færa sönnur á að svo sé. Svo unnt sé með vissu að skera úr um þetta, er nauðsynlegt að gera víðtækar prospektivar rann- sóknir, en engar slíkar rann- sóknir liggja fyrir. Þess vegna verður að notast við óbeinar sannanir. Þrátt fyrir ofanskráð eru lík- ur á, að tiltekin hrörnunarein- kenni geti ágerst, þegar horm- ónaframleiðsla eggjastokkanna hættir. Þetta á fyrst og fremst við um osteoporosis og hjarta- og æðasjúkdóma. Albright et al. (1941) bentu fyrstir manna á, að osteoporosis í hryggjarliðum er miklu al- gengara hjá konum en karl- mönnum og að flest tilfellin koma fram eftir tíðahvörf. Nefndu þeir sjúkdóminn „meno- pausal osteoporosis“. Með osteo- porosis er átt við ástand, þegar beinmassinn er minnkaður, en beinið heldur þrátt fyrir það eðlilegri efnasamsetningu og þar með kalkinnihaldi. Nú orðið er ljóst, að rýrnun beina er almennur fylgikvilli ellinnar (Newton-John og Morg- an, 1968). Rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkj- unum benda til þess, að unnt sé röntgenologiskt að sýna fram á osteoporosis hjá 5. hverri konu á aldrinum 50—54 ára. Sömu rannsóknir benda til þess, að 80% af öllum osteoporosu- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.