Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 33

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 33
Þegar um östrogen-lyfjagjöf er að ræða, er alltaf gefinn sá skammtur, sem minnstur nægir til að halda einkennunum niðri, því of mikið magn getur valdið blæðingum. Ef vart verður slíkra blæðinga, er nauðsynlegt að rannsaka sjúkling m. t. t. ill- kynja æxlis og venjulega verð- ur að skafa legið. Helstu auka- verkanir af östrogen-lyf j um eru þroti og eymsli í brjóstum og ógleði. Áður fyrr voru margir treg- ir til að nota östrogen við ein- kennum frá ósjálfráða tauga- kerfinu (neurovegetativa symp- tom), enda þótt löngu séu ljós orðin hin æskilegu áhrif lyfsins. Ástæðan fyrir því, að menn hafa verið ragir að nota lyfin, er ótt- inn við að þau geti aukið hætt- una á illkynja æxlum í brjósti og kynfærum. Ef ákveðnum músastofnum sem hætt er við cancer mammae, er gefið östrgen, fá þær oftar en áður brjóstkrabba, en þó því aðeins að þær drekki móður- mjólk (Tvombly 1940). Mýs af stofnum, sem sjaldan fá cancer mammae, fá aftur á móti ekk- ert oftar brjóstakrabba, þótt þær fái östrogen (Bouser 1936). Mýs, sem fá östrogen, fá oftar en önnur dýr krabbamein í leg- háls og leggöng (Gardner 1959). Þetta á þó ekki við um apa og marsvín, en þeim er óhætt að gefa östrogen í langan tíma, án þess að hættan á cancer í kyn- færum aukist (Lippschutz 1950). Konum með truflaða eggjastokkastarfsemi, sem leið- ir til aukinnar östrogen-fram- leiðslu, er hættara við krabba- meini í legbol, en öðrum konum. Sama á við um konur, sem hafa östrogen-myndandi æxli í eggja- stokkum (t. d. kornalagsfrumu- æxli). Við nákvæma athugun á skýrslum frá heilbrigðisi’áðu- neyti Bandaríkjanna var þó ekki unnt að sýna fram á að tíðni krabbameins í brjóstum eða kynfærum á árunum 1930-1950 ykist, enda þótt notkun östro- gen-lyfja færðist mjög í vöxt á þessu tímabili (Shelton 1954). Greenblatt (1959) komst að svipaðri niðurstöðu, en hann at- hugaði skýrslur frá árunum 1944—1959. Menn hafa því skipt um skoðun á þessu máli og flestir gefa nú orðið hiklaust östrogen við óþægindum, sem rekja má til breytingaskeiðsins. Varast ber að nota östrogen- meðferð, ef um er að ræða: 1) krabbamein í brjósti eða kynfærum, jafnvel þótt tal- ið sé, að sjúklingurinn hafi læknast af krabbameininu, 2) leiomyomiata uteri, þar sem vöxtur þeirra er háður östro- geni og meðferðin getur valdið því, að þau stækki, 3) hjartabilun með bjúg, þ. e. lyfið getur minnkað saltút- skilnað og þar með aukið bjúginn. Ég vil vara við ofnotkun lyf ja, sem innihalda bæði östrogen og androgen, t. d. Primodian (met- hyltestosteron + ethinyl-östra- diol). Það hefur verið álit manna, að karlkynshormón auki æskileg áhrif östrogens, en dragi jafnframt úr aukaverkunum. Séu karlkynshormón notuð of lengi, geta þau valdið breyting- um í barkakýli, sem fyrst koma fram sem hæsi og síðan sem dimm rödd. Þeir geta einnig valdið auknum hárvexti og stækkun á clitoris. Þessar breyt- ingar geta komið á nokkrum mánuðum og ganga aldrei til baka. Sjálfur nota ég aldrei þessi lyf af framangreindum ástæðum. Unnt er að meðhöndla stað- bundnar breytingar í leggöng- um með östrogen-smyrslum, t. d. Dynöstrol-smyrsli. Smyrslið ber að nota daglega í 2 mánuði, en síðan 2svar í viku og auk þess við samfarir. ZJrethritis senilis má oft með- höndla með mjög góðum árangri með peroral eða parenteral östrogen-meðferð, t. d. með östradiolvalerianati. Hormónið östriol hefur veruleg östrogen- áhrif á leggöng og legháls, en hins vegar mjög lítil áhrif á slímhúð legsins (Borglin 1959). Langverkandi stungulyf Trio- durin (poliöstriol-phosphat) er á skrá í Svíþjóð en ekki hér, og er notað við urethritis senilis (Jönsson ’73). Notaði ég þetta lyf (80 mg. i.m. 3svar—4 sinn- um á mánaðar fresti) í mörg ár með góðum árangri. Pre-menopausal-blæðingar- truflanir stafa fyrst og fremst af progesteron-skorti og er því skynsamlegast að nota gestagen- meðferð við þeim. Heppilegt lyf er tabl. Primolut-Nor (mg. 5 norethisteronacetat). Eru þá gefnar 2 töflur á dag, frá 19.— 26. tíðahringsdags. Sumir gefa „pilluna“ við þessum blæðinga- truflunum, en rétt er að benda á, að Lebech (1973) hefur sýnt fram á, að ethinyl-östradiol og nestranol (ethinyl-östradiol 3- methyl-ether), þ. e. a. s. östro- gen-efnin í ,,pillunni“, hækka serum-cholesterol, betalipopro- tein og triglycerida, en minnka serum-antithrombin III. Þessar breytingar eru taldar auka hætt- una á thromboembolismus. Ýmsir læknar, einkum banda- rískir, hafa haldið því fram, að konur, sem hættar eru að hafa blæðingar, eigi að fara á lang- tíma-östrogen-meðferð — jafn- vel ævilangt (Wilson 1972). Með því móti eigi að vera unnt að tefja fyrir ellihrörnun og draga úr osteoporosis og æðakölkun. Gagnsemi slíkrar meðferðar er þó enn ósannað mál að flestra dómi. RIT: Albright, F., Smith, P. H. & Richard- son, A. M.: J. Amer. Med. Ass. 116: 2465 (1941). Borglin, N. E.: Sv. Lákartidn. 55: 1067 (1958). Bouser, G. M.: J. path. Bact. 42:1969 (1936). Framh. á bls. 97. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.