Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 40

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 40
Þorkell Jóhannesson, prófessor: Ávana- og fíknilyf og efni Nokkur atriði um notkun og misnotkun vímugjafa Menntamálaráðuneytið paf út bækling í samráði við dóms- og kirkjumálaráðuneytið og heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið í því skyni að veita í stuttu máli nokkrar upplýsingar um ávana- og fiknilyf. Höf- undur ritsins er dr. Þorkell Jóhannesson, prófessor í lyfja- fræði við læknadeild Háskóla íslands. Hvers KONAR efni, sem verka þannig á miðtaugakerfið, að menn geta við áframhaldandi töku þeirra um hríð eða til lengdar vanist á að nota þau svo óhæfilega, að heilsu þeirra eða heill annarra er stefnt í hættu, nefnast ávanaefni. Ef um lyf er að ræða, kallast slík efni ávanalyf. Sum ávanaefni og ávanalyf geta við langvarandi töku haft slík áhrif á menn, að sjúkleg fíkn myndast í efnin, þ. e. a. s. að allt líf og starf þeirra snýst að heita má um það eitt að afla sér þeirra efna eða lyfja, sem um er að ræða. Þannig má segja, að fíkn sé eins konar hástig ávanans og því er talað um ávana- og fílcnilyf og efni. Enginn veit með vissu hvers vegna sum efni og lyf, sem verka á miðtaugakerfið, valda ávana og fíkn og önnur ekki. Athyglisvert er, að öll slík efni breyta starfsemi miðtaugakerf- isins á þann veg, að skynjun umhverfisins og viðbrögð við því breytast oft til muna. Þessu er oft, en þó ekki ætíð, sam- fara sérstakt vellíðunarástand, líkt og sést hjá mönnum, sem drukkið hafa áfengi að vissu marki. 1 heild hefur þetta ástand verið kallað víma eða „?nís“ og efni, sem valda vímu má þannig nefna vímugjafa. Ávana- og fíknilyf og efni eru því stund- um einu heiti nefnd vímugjafar. Langalgengasti og þekktasti vímugjafi (og hinn eini auk lyfja, sem er löglegur) hér á landi og víðar er alkóhól eða áfengi. Skoða má áfengi sem dæmigerðan vímugjafa, enda á það, sem um áfengi segir hér á eftir, einnig í stórum dráttum við um aðra. vímugjafa. Við munum því byrja á því að fjalla um áfengi, en drepa síðan lítil- lega á aðra vímugjafa og nokk- ur atriði í sambandi við notkun vímugjafa yfirleitt. Fyrst skul- um við þó aðeins nefna tvö sér- stök atriði, sem eru einkennandi fyrir mörg ávana- og fíknilyf og aðra vímugjafa. Þol eða þolmyndun nefnist það, þegar áhrif einhvers vímu- gjafa þverra með áframhald- andi töku. Til þess að fá áfram svipaða verkun og áður, þarf því sífellt að auka skammta. Fráhvarfseinkenni nefnast þau einkenni eða ástand, sem fram kemur, þegar töku (oft- ast langvarandi töku) vímu- gjafa er hætt. Þetta ástand er oftast mjög hvimleitt og óþægi- legt þeim, sem í hlut á, og getur á stundum orðið lífshættulegt. ÁFENGI Áfengi er vökvi, sem fram- leiða má við gerjun á sykri og ýmsum sykurtegundum. Það er alltaf blandað vatni og fleiri efn- um. Þannig eru framleiddar ýmsar áfengistegundir, misjafn- lega sterkar. Ef áfengi er drukk- ið að vissu marki, komast neyt- endurnir í vímu, er hverfur, þegar áfengið er að mestu horf- ið úr líkamanum. IIolzlu piiikriini vímunnsir eru þessi: a) Áfengisneytandinn finnur að jafnaði til þæginda- og vel- líðunartilfinningar, enda þótt síðar og ekki síst, ef drykkju er haldið áfram, geta orðið vart ýmis konar vanlíðunar. b) Hann missir að einhverju leyti skynjun og sér t. d. ekki sjaldan minni hluta af umhverf- inu en ella og sér yfirleitt ekki eins skýrt og áður. Hann tekur líka síður eftir því, sem fyrir augu og eyru ber, og lætur sig minna skipta en ella, ef hann verður fyrir sársauka. c) Hann missir dómgreind þannig, að hann verður óhæfari um að draga ályktanir af því, sem hann sér, heyrir eða finn- ur. Af þessum sökum er hætt við, að hvers konar andleg vinna veitist erfið manni, sem er i vímuástandi. Sjálfur gerir hann sér venjulega litla grein fyrir þessu og finnst jafnvel, að allt gangi betur. d) Hann missir hömlur þann- ig, að hann skiptir minna máli, hvernig hann hegðar sér og eins, hvort hann veldur sjálfum sér eða öðrum tjóni. Hann verður, ef að líkum lætur, ófeiminn við að umgangast og tala við hvern sem er og segir sennilega ýmis- legt, sem hann sér eftir, þegar víman rennur af honum. Af þessum sökum kann hann að valda hneykslun („skandalisér- ar“) og jafnvel afbrotum í áfengisvímunni. Áfengi hefur slævandi áhrif á heilann. Menn geta að vísu orð- ið fjörugir og fyrirferðarmiklir 68 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.