Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 41

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 41
í vímuástandi af völdum alkó- lióls. Er það vegna þess, að hömlurnar minnka. Menn verða þó fyrr eða síðar, ef áfengi er drukkið í umtalsverðu magni, viðbragðsseinir og óstyrkir í hreyfingum. Þeir geta ennfrem- ur lognast út af og „dáið“, eins og það er kallað, ef mjög mikið er drukkið. Efni, sem slæva heil- ann, geta jafnvel stöðvað önd- unina og þannig leitt til dauða. Þetta er þó ekki algengt um áfengi. Er það vegna þess, að menn kasta oftast upp, ef þeir drekka mjög mikið. Hins vegar getur ælan lokað öndunarvegin- um og menn þannig kafnað. Langflest dauðsföll af völdum áfengis verða þó vegna slysa. Auk þess hefur áfengi ýmis önn- ur áhrif. Það víkkar þannig æð- ar, eykur útskilnað þvags og myndun sýru í maga. Þolmyndun er ekki áberandi eftir áfengi. Fráhvarfseinkenni eru vel þekkt eftir langvarandi áfengisneyslu. Er það hin svo- kallaða titurvilla eða „delerium tremens“, þegar menn geta séð rottur eða mýs og annað, sem ekki á sér stað í veruleikanum. Svokallaðir „timburmenn" og önnur óþægindi, sem menn geta fundið til „daginn eftir“ drykkju, eru venjulega talin stafa af beinum eiturverkunum alkóhóls fremur en þar sé um eiginleg fráhvarfseinkenni að ræða. llvers vi‘|ina er úfeiijfi hnUulegií Áfengi og öðrum vímugjöfum yfirleitt fylgir þrenns konar hætta: Hætta á slysuvi, hætta á ávana og fíkn og hætta á sjúk- dómum. Slysahælla. Við beitum skynfærunum til þess að varast þær hættur, sem verða kunna á vegi okkar og dómgreindinni til þess að meta, hve hættan er mikil, hvers eðlis hún er og hvernig bregðast megi við henni. Það er því skiljanlegt, að fólk í áfengisvímu geti oftar orðið fyrir slysum og valdi oftar slysum en aðrir. Hér kemur einnig til ónákvæmni í hreyf- ingum, minni viðbragðsflýtir og hömlulejrsi, sbr. það, sem áður segir. ÁvanahnsUa. Vegna vímunnar sækjast margir eftir að nota áfengi sem lið í vissum félagslegum athöfn- um (skemmtanir o. fl.). Flestir neyta áfengis í nokkru hófi við þessar aðstæður. Fyrir sumum kann þó síðar að fara svo, að þeir auka drykkjuna úr hófi og hafa tilhneigingu til þess að drekka oftar og meira en félags- legur venjur segja til um. Um suma þessa menn gildir, að þeir „detta í það“ eða „fara á túr“ sem kallað er. Þeir hafa þá feng- ið ávana í áfengi. Með tíman- um getur drykkjan þannig orð- ið meiri og meiri. Þeir hætta ef til vill að sinna starfi sínu og öðrum skyldum og hætta að geta séð sómasamlega fyrir fjöl- skyldu sinni og sjálfum sér. Þeir eru þá orðnir fíknir í áfengi. Þetta eru þeir menn, sem venju- lega eru nefndir drykkjusjúkl- ingar og meðal þeirra eru hinir svokölluðu „rónar“ eða „úti- gangsmenn“. 1 samfélagi manna þurfa þeir, sem geta unnið, að sjá fyrir þeim, sem eru of ung- ir, of gamlir eða of lasburða til þess að sjá um sig sjálfir. Mað- ur, sem hefur fengið ávana í áfengi hverfur hægt og hægt úr hópi hinna vinnandi í hóp þeirra lasburða. Hann á þannig á hættu að týnast fyrir aldur fram. Með læknishjálp er oft hægt að stöðva eða draga úr ávanamyndun og einkum, ef það er gert snemma. Sjúkdómar. Ávani í áfengi er einkenni sjúkleika, er getur leitt til ým- issa sjúkdóma. Menn, sem hafa ávana í áfengi, hirða einatt ekki um að borða og eiga á hættu að fá skortsjúkdóma. Einnig eru þeir illa við því búnir að fá aðra sjúkdóma, sem skaða flesta aðra lítið. Þetta er sameiginlegt öllum vímugjöfum. Áfengis- neyslu fylgja auk þess sérstak- ir sjúkdómar, svo sem lifrar- og heilasjúkdómar, er geta leitt til dauða. Eiginleg geðveiki af völdum áfengis er frekar sjald- gæf, enda þótt skammvinnt drykkjuæði sé mjög vel þekkt fyrirbæri. AIMIIII VÍMUGJAFAIl Við skulum nú virða lítillega fyrir okkur fáein efni önnur, sem einnig eru vímugjafar. Kannabis er mjög útbreidd- ur vímugjafi. Það fæst úr plöntu, sem vex í Austurlönd- um, Norður-Afríku, Mexíkó og víðar. Þekktustu kannabisaf- brigði eru maríjúana og hassis, sem er sterkara. Efnið er lang- oftast reykt. Neytendurnir eru oftast rólegri en áfengisneyt- endur. Þeir eru afskiptalausari og öðrum síður til vandræða af þeim sökum. Skyntruflanir eru meiri en af áfengi. Ef stórra skammta er neytt, koma fyrir ofskynjanir þannig, að neytand- inn sér hluti, sem ekki eru til. Hins vegar gæta flestir neyt- endur þess að nota ekki of mik- ið af efninu í senn, og senni- lega missa þeir þess vegna minna af dómgreind og hömlum en áfengisneytendur. Slysahætta í sambandi við akstur er þó tal- in svipuð og eftir neyslu áfeng- is. Ávanahætta er einnig talin svipuð og eftir áfengi. Sjúk- dómar, sem fylgja kannabis- neyslu sérstaklega, eru bólgur í öndunarfærum og augnslím- húð og geðveiki. Þetta lagast þó oftast, ef neyslunni er hætt. I þessu sambandi má minna á, að neysla kannabis hefur verið sett í samband við varanlegar skemmdir á miðtaugakerfi. Eitt hið helsta, sem einkennir menn undir áhrifum kannabis yfir- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.