Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 42

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 42
leitt er sennilega framtaksleysi og athafnaleysi. Annars geta áhrif kannabis á menn mjög mótast af umhverfinu líkt og þekkist eftir neyslu áfengis. Sala á kannabis er nær alls stað- ar bönnuð. Lýsergíð (LSD) fannst fyrir tilviljun við rannsóknir í lyfja- verksmiðju. Það er þó nær þýð- ingarlaust sem lyf, og sala þess er hvarvetna bönnuð. Það er tekið í formi dufts eða í töflum eða á annan hátt og áhrifin eru mjög miklar skyntruflanir, bæði ofsjónir of ofheyrnir. Neytand- inn getur venjulega hreyft sig að vild samtímis því, að hann hefur jafnvel litla eða enga hug- mynd um, hvað gerist í kring- um hann. Þess vegna er slysa- hætta af völdum lýsergíðs geysi- mikil, mörgum sinnum meiri en eftir áfengisneyslu. Þannig eru mörg dæmi um morð og sjálfs- morð, jafnvel fjöldamorð, af völdum neytenda lýsergíðs, sem ekkert vissu, hvað þeir gerðu. Ávani í lýsergíð myndast, ef menn taka það til lengdar, og neysla þess getur leitt til geð- veiki, sem oft er alvarlegs eðlis. Þá er hugsanlegt, að lýsergíð geti valdið fósturskemmdum. Mörg efni hafa lík áhrif og lýsergíð. Þekktust eru meslcalín og 'psílócýbín. Er hið fyrra unn- ið úr kaktus, en hið síðarnefnda úr sveppum. Lífræn leysiefni, svo sem blettavatn, þynnir, bensín og etri hafa stundum verið notuð sem vímugjafar. Ávani í þessi efni er þó sjaldgæfur. Þessi efni eru flest talsvert eitruð og valda skemmdum á blóðmerg, lifur, nýrum og lungum og fleiri líf- færum. Neytendur anda þeim oftast að sér, en lífshættulegt getur verið að drekka þau. Hér á landi hefur stundum komið fyrir, að menn (einkum ungl- ingar) hafa notað slíka vímu- gjafa, eða jafnvel andað að sér gufum frá límtegundum er inni- halda þessi eða skyld leysiefni. I.vf. s<‘in eru vímugjafar. Efni, sem fyrst og fremst eru notuð til lækninga eru kölluð lyf. Meðal þeirra eru nokkrir vímugjafar, sem valdið geta hlið- stæðum vanda og þekkist eftir neyslu áfengis. Þetta eru sterk verlcjadeyfandi lyf, svefnlyf, ró- andi lyf og örvandi lyf. Sterk verkjadeyfandi lyf eru t. d. ópíum, morfín, heróín og petídín. Þau eru flest mjög ró- andi, og neytandinn getur af þeim sökum legið í draumleiðslu. Slysahætta er þess vegna oft- ast minni en eftir áfengi. Hætta á ávana og fíkn er hins vegar miklu meiri og þolmyndun og fráhvarfseinkenni eru mikil. Þessi lyf eru oft tekin með sprautum. Ef hreinlætis er ekki gætt við innspýtingu í hold eða æð, geta menn fengið slænui smitsjúkdóma, t. d. lifrarbólgu. öndun getur stöðvast, ef stórir skammtiir eru teknir. Þekktustu svefnlyf eru bar- bítúrsýrusambönd (mebúmal o. fl.) glútetimíð (Doriden) o. fl. Þau eru oftast tekin í töflum og geta valdið vímu, sem tals- vert minnir á áfengisvímu. Stórir skammtar valda síður uppköstum en sést eftir áfeng- isneyslu. Þessi lyf slæva mjög öndunarstöðvar í heilastofni og geta því valdið dauða og ekki síst, þar eð þolmyndun gegn þessari verkun er lítil sem eng- in. Fráhvarfseinkenni geta ver- ið mjög alvarlegs eðlis og menn jafnvel dáið í krömpum. Róandi lyf eru t. d. díazepam (Valium, Stesolid), klórdíaze- poxíð (Librium), mepróbamat og nítrazepam (Mogadon). Hætta á ávana og fíkn í þessi lyf er talin svipuð og í áfengi og barbítúrsýrusambönd. Þessi lyf eru hins vegar litt eitruð og banvænir skammtar eru stórir. Fráhvarfseinkenni eru svipuð og eftir barbítúrsýru- sambönd og þolmyndun er nokkur. Örvandi lyf eru t. d. kókaín og amfetamín. Þau hafa nú orðið lítið lækningalegt gildi. Áhrif þeirra eru að nokkru leyti and- stæð áfengisáhrifum, þar sem þessi lyf eru vekjandi og di’aga úr þreytu. Ávanahætta er mun meiri en eftir áfengisneyslu. Erfitt er að segja um slysahættu af völdum þessara lyfja. Þessi lyf geta valdið geðveiki, ef þau eru notuð til lengdar. X«TKU.\ OO MIS.\«TKU\ VÍMUG.IAFA Sumir vímugjafar eru lyf og geta þannig komið að gagni við sjúkdóma. Aðrir vímugjafar hafa sáralítið eða ekkert lækn- ingalegt gildi og eru eingöngu notaðir vegna vímunnar. Þaö er misnotkun, ef lyf eru notuð umfram lækningalega nauðsyn. Lækni ber að ávísa lyfjum vegna lækningalegra þarfa sjúklinga sinna. Ef um ávana- og fíknilyf er að ræða, má hann að jafnaði ekki ávísa þeim, ef hann ætlar, að lyfin verði notuð sem vímugjafar ein- göngu. Þá ber læknum skylda til þess að ávísa slíkum lyfjum með fyllstu varúð og gát og þannig, að sem minnst hætta verði á myndun ávana og fíkn- ar í lyfin. Ef læknir hlítir ekki þessum reglum, er hann að stuðla að misnotkun lyfjanna. Þá mega sjúklingar ekki taka meira af lyfjunum en læknar segja fyrir um á lyfseðli. Ef meira er tekið, er venjulega um misnotkun að ræða. Þegar aðrir vímugjafar eru notaðir, er það oftast neytand- inn sjálfur, sem ákveður, hve mikils hann neytir. Ætlun hans er þá yfirleitt að komast í vimu. Er þá undir hælinn lagt, hve stórir skammtar eiga að vera eða hve oft efnisins er neytt. 70 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.