Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 45

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 45
María Maack hjúkrunarkona MINNING Fœdd 21. október 1889. Dáin 9. mars 1975. María Bóthildur Jakobína Maack var fædd á Stað í Grunnavík. Foreldrar hennar voru Pétur Andrés Maack, prestur að Stað í Grunnavík, og kona hans, Vígdís Einarsdóttir. Þau séra Pétur og Vígdís eign- uðust 5 börn. María var aðeins fjögurra ára er faðir hennar drukknaði. Eftir fráfall séra Péturs fluttist frú Vígdís að Faxastöðum í Grunnavík. Þar ólst María upp. Ung að árum réðist María til náms í hjúkrun við Laugarnesspítala eða árið 1909. Þar réði hún sitt lífsstarf. Starfsárin urðu 55. Lengst af var hún yfirhjúkrunarkona við Farsóttarhúsið í Þingholtsstræti eða 1918—1964. Það er vandi að lýsa mannkostum og starfi Maríu í fáum orðum. Enginn hefur lýst því betur er fyrrver- andi borgarstjóri Reykjavíkur, Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra, með minningarorðum í Morgunblaðinu, 16. mars: „Gagnvart sjúklingum og þeim, er halloka höfðu farið í lífsbar- áttunni, var þel hennar næmt og hugur hennar og hendur lækn- ingarmáttur. Ný von vaknaði með þeim sem nutu vináttu hennar og umhyggju, og allt víl og vol hlaut að víkja.“ Orð mín hér eru fátækleg til- raun til að gefa mynd af per- sónulegum kynnum af merkri hjúkrunarkonu. Okkar fyrstu kynni urðu, er ég sem nemi kom á Farsóttarhúsið. Þá hagaði þannig til að á efri gangi sjúkra- hússins voru berklasjúklingar en á neðri gangi voru stofur fyrir farsóttir, kíghósta, skar- latssótt, taugaveiki og stundum barnaveiki og mænuveiki. Á miðjum gangi hinum megin voru herbergi yfirhjúkrunar- konunnar, svo að hún gat fylgst með öllu. Það þurfti sannarlega strangrar aðgæslu við að ekki bærust sóttkveikjur á milli. Sú ábyrgð hvíldi á forstöðukon- unni. Þetta tókst með árvekni hennar og hlýðni þeirra sem með henni unnu. María var mjög barngóð og reyndi eftir mætti að bæta þessum veiku börnum aðskilnað frá foreldrum. Þarna voru bæði börn og fullorðnir. María hafði sérstakt lag á að dreifa hug sjúklinga frá örlög- um sem mörgum þeirra voru búin og létta áhyggjum. Hún var svo úrræðagóð með hjálp, átti vini og ættingja um allt land. Það kom sér vel, þegar þurfti að útvega atvinnu og greiða úr fjárhagsörðugleikum þeirra sem urðu að dvelja lang- dvölum á sjúkrahúsi. Þá voru engin sjúkrasamlög eða trygg- ingar. Aldrei fékk ég fullþakk- að Maríu þær unaðsstundir er við upplifðum á ferðalögum okkar um óbyggðir landsins. Það var allt hennar dugnaði og út- sjónarsemi að þakka að þessi ferðalög voru farin. Hún var sjálfkjörinn fararstjóri og sá um allt. Einstök var tryggð Maríu við æskustöðvarnar. Þangað fór hún sumar eftir sumar með vini og vandamenn og dvaldi þar um tíma. Ég þakka allt það góða sem hún kenndi mér og sýndi með starfi sínu. Blessuð sé minning hennar. Þuríður Þorvaldsdóttir. ,,«>ó<)iir maóur ber f>olt fram úr Kóóum sjóói lijarla síns." Haustið 1919 lágu leiðir okk- ar Maríu Maack saman og ent- ust góð kynni okkar vel og lengi. Ég stundaði þá nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík og var svo óheppin að veikjast af skar- latssótt. Aldrei gleymi ég hlýju viðmóti hennar þegar hún tók á móti okkur klædd hvíta kjóln- um sínum, létt í spori og virðu- leg. María Maack var þá for- stöðukona Sóttvarnarhússins við Seljaveg, en hún fluttist í febr- úar 1920 með sjúklinga sína í gamla spítalann að Þingholts- stræti 25 sem eftir það var kall- aður Farsóttarhúsið. Við vorum 5 námsmeyjar úr Kvennaskól- anum sem voru fluttar til henn- Fravih. á bls. 89.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.