Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 48

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 48
taldar vera: mæðravernd, ung'- barna- og smábarnavernd, heilsugæsla í skólum, tannvernd og berklavarnir, kynfræðsla, kyns j úkdómavarnir, geðvernd, áfengis- og fíknilyfjavarnir, sjónvernd, heyrnarvernd, hóp- skoðanir og skipulögð sjúk- dómaleit, félagsráðgjöf, at- vinnusjúkdómavarnir, heilsu- vernd aldraðra, heimahjúkrun — t. d. skipulagning og yfirum- sjón með heimahjúkrun. Heilsu- verndarhj úkrunarkonan getur annast heimahjúkrun ef þörf krefur. Hér er ekki tækifæri til að kynna allar greinar heilsuvernd- ar og viljum við því takmarka kynningu okkar fyrst og fremst við ungbarnaeftirlit og skóla- heilsuvernd. Un|>b:irn.-ii‘flirlit í Kr.vkjnvik. Ég ætla að byrja á því að gera nokkra grein fyrir hvernig ung- barnaeftirliti í Reykjavík er hagað. Fæðingardeildirnar senda okkur fæðingartilkynn- ingu um barn sem við þurfum að sinna. Þessa tilkynningu fá- um við um það leyti sem konan og barnið fara heim. 1 henni er þess getið ef eitthvað sérstakt hefur verið að barninu. Það sem við gerum fyrst er að hringja í konurnar og bjóða aðstoð okkar. Rétt er að vekja athygli á því að ungbarnaeftir- lit er ekki skylda og hverri konu er heimilt að þiggja okkar að- stoð eða hafna. Flestar konur þiggja að við komum og ákveð- um við því tíma fyrir fyrstu heimsókn. Fyrstu 3 mán. förum við svo í heimsókn á 14 daga fresti. I þessum heimsóknum vigtum við barnið og gefum. al- mennar leiðbeiningar um mat- aræði, brjóstagjöf og fleira. Jafnframt ræðum við um eftir- skoðun og getnaðarvarnir við mæðurnar. Astríður með einn af litlu þjóðfélagsþegnunum. Stóra systir fylgist með af ákafa. Tilhögnn ungbarnaeftirlits í Reykjavík. Aldur barns Aðgerðir I I 0—3 mánaða — Heilsuverndar- hjúkrunarkona fer á 14 daga fresti á heimili barns. Vitjun og almennar leiðbeiningar. 3 mánaða — Á heilsuverndar- stöð. — Læknisskoðun — 1. ónæmisaðgerð. 4 mánaða — Læknisskoðun — 2. ónæmisaðgerð. 5 mánaða — Læknisskoðun. 3. ónæmisaðgerð. 7—9 mánaða — Læknisskoðun — kúabólusetning. 1 árs — Læknisskoðun — 4. ónæmisaðgerð. 3—4 ára — Læknisskoðun — 5. ónæmisaðgerð — sjónpróf — tekið þvagsýni. Þegar barnið er 3 mán. kem- ur það í fyrsta skipti á heilsu- verndarstöðina. Þá er það vegið og mælt, læknir skoðar það og það er sprautað í fyrsta sinn gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta. Að auki eru gefnar leiðbeiningar um mataræði og fleira. Barnið kemur næst þeg- ar það er 4 mán. og síðan þegar það er 5 mán. Þá er það á sama hátt og áður skoðað af lækni og sprautað. Til viðbótar þeim ónæmisaðgerðum sem ég nefndi áðan er barnið í fyrsta sinn bólusett gegn mænusótt. Leið- beiningar eru gefnar um mat- aræði. Þessar tölur sem ég hef nefnt hér um aldur standast að sjálfsögðu ekki alltaf. Oft eru börnin kvefuð eða veik og þá dregst þetta. Alltaf eru látnar líða að minnsta kosti 3—4 vik- ur á milli bólusetninga. 7—9 mán. er barnið kúabólusett og þá þarf það að vera vel frískt og með heila húð. Einnig er þá læknisskoðun. Næsta heimsókn er svo þegar barnið er um 1 árs. Þá er gerð 4. ónæmisaðgerðin sem er eins og hinar 3. Einnig fer fram læknisskoðun. Við gef- um líka leiðbeiningar um mat- aræði og eðlilegan andlegan þroska barns. Þá er mikilvægt að athuga hvort barnið sé ekki farið að borða allan algengan mat og hvort það sé ekki hætt að nota pela. Berklaplástur er settur á börnin þegar þau koma í skoðun 1 árs. Síðasta skipti sem barnið kemur á heilsu- verndarstöðina er svo þegar það 76 TÍMARIT HJÚICRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.