Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 49

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 49
„Þú hefur lengst“ sagði Kolbrún, eftir að hafa mælt litlu stúllcuna. er 3—4 ára gamalt. Þá fer fram læknisskoðun og 5. ónæmisað- gerð sem er endurtekin mænu- sóttarbólusetning. Sjónin er at- huguð og tekið þvagsýni (uri- kult) hjá barninu. Eins er sett- ur berklaplástur. Þetta er í stórum dráttum yf- irlit yfir hvernig ungbarnaeft- irlit er framkvæmt hér í Reykja- vík. Ég hef stiklað á stóru og því má vel vera að margt sé enn óljóst fyrir ykkur. Ég vil því eindregið hvetja ykkur til að spyrja ef svo er. Ef svo er ekki þá langar mig til að halda svo- lítið áfram og gera í fáum orð- um grein fyrir heilsuverndar- starfi í Noregi sem er í ýmsu frábrugðið því sem hér gerist. Þegar við ætlum að gera sam- anburð á heilsuverndarstarfi hér og í Noregi þá þurfum við að gera okkur grein fyrir að all- mikill munur er á því hversu lengra uppbygging er komin þar en hér. Ég starfaði um eins árs skeið í Oslo og mun því fyrst og fremst miða við uppbygging- una þar. Einmitt á þeim tíma sem ég starfaði þar voru mikl- ar breytingar á döfinni. Ég náði ekki að starfa eftir nýju lög- gjöfinni en mun þó reyna að gera grein fyrir henni eftir því sem ég get. Starfseminni í Oslo er þann- ig háttað að borginni er skipt í hverfi og í hverju hverfi er heilsuverndarstöð. Þessar hverf- isstöðvar hafa sína stjórnunar- miðstöð í heilsuverndarstöð sem er miðsvæðis og samsvarar í ýmsu heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg í Reykjavík. Það eru heilsuverndarh j úkrunarkonur sem sjá um rekstur heilsuvernd- arstöðvanna í hverfunum. Auk þeirra starfa læknar, aðstoðar- fólk og þar sem best lætur sál- fræðingur og félagsráðgjafi. Tekið hefur verið mið af svip- uðum aðstæðum og ég hef lýst hér við skipan vinnu á heilsu- verndarstöðinni, sem ég mun reyna að greina frá. Fyrsta samband sem næst við fjölskylduna er yfirleitt þegar konan kemur í mæðraskoðun. Síðan, þegar móðir og barn koma heim af fæðingardeild, er reynt að fara í heimsókn í fyrstu vikunni. Síðan koma móðir og barn á heilsuverndarstöðina þegar barnið er 6 vikna gam- alt. Þá fer fram læknisskoðun, tekið þvagsýni (Folling) og móðirin ræðir við heilsuvernd- arhjúkrunarkonuna. Næst kem- ur barnið þegar það er 3 mán. Þá skoðar læknir það og það er bólusett í fyrsta sinn. Síðan kemur barnið mánaðarlega og er sprautað í hvert skipti og er það heilsuverndarhj úkrunar- konan sem skoðar það og spraut- ar. Þá kemur barnið 6—7 mán. gamalt og er þá kúabólusett og læknir skoðar barnið. Næsta skoðun fer fram þegar barnið er um 12 mán. Þá skoða bæði læknir og heilsuverndarhj úkr- unarkona barnið. Einnig þá er oft bólusett gegn mislingum. Heilsuverndarh j úkrunarkona tekur Hgb. þvagsýni og setur berklaplástur á barnið. Þetta er hin venjulega læknisskoðun. Heyrnin er líka athuguð. Barn- ið kemur svo þegar það er 2 ára og 4 ára og er þá skoðað af lækni. Við 4 ára eftirlit er sjón- in athuguð. Einnig er lögð mik- il áhersla á að kanna andlegt jafnvægi barnsins. Ég hef rakið í stórum drátt- um hvernig ungbarnaeftirlit fer TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 77

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.