Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Page 51

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Page 51
„Rjúfum einangrun fatlaðra Fatlaðir eiga sama rétt til athafna og aðrir“ Ávarp Sjálfsbjar^ar. landssamliands fatladra. i lilrfni aljijódadags fatlaðra Þetta eru einkunnarorð alþjóðadags fatlaðra sem árlega er haldinn hátíðlegur þriðja sunnu- dag í mars. 1 hverju er einangrun fatlaðra fólgin munu margir spyrja. Eina veigamestu orsökina til einangrunar fatlaðra er að finna í skipulagi bygginga og umhverfissköpun í heild. Samfélag okkar er skipulagt af ófötluðu fólki fyrir ófatlað fólk. Þar hefur skammsýni jafnan ráðið ríkjum og sjóndeildarhringurinn verið þröngur, því að engum er ætlað að komast leiðar sinnar sem ekki er fleygur og fær. Hinar miklu vísinda- og tækniframfarir síð- ustu áratuga hafa valdið gjörbyltingu á ýmsum sviðum meðal annars hvað viðvíkur hjálpar- tækjum fatlaðra. Tökum til dæmis bifreiðina, þetta undratæki, sem jafnvel stórfatlaður mað- ur getur stjórnað af fullkomnu öryggi. En það er ekki nóg að geta ekið að dyrum íbúðarhúss- ins, skólans, vinnustaðarins eða samkomuhúss- ins, það þarf líka að komast inn. Þá er enn kom- ið að því sem áður greinir, fatlaðir eiga ekki jafnan rétt til athafna og aðrir. Þeir komast ekki inn í skólann, sem þeir lögum samkvæmt eiga rétt á að stunda nám í. Utan dyra eru háar, jafnvel handriðalausar tröppur og þröskuldar. Inni eru stigar, engar lyftur, þi'öngar dyr og salerni svo lítil, að hjólastóll kemst þar ekki að. Þetta eru því námsréttindi í orði en ekki á borði. Það eru sérréttindi hinna heilbrigðu. Sömu sögu er að segja um meginþorra allra bygginga þótt vaknandi viðleitni sé farið að gæta varðandi sumar nýbyggingar og er það vissulega gleðiefni. Við skorum á samfélagið að forðast þær tálm- anir og ryðja þeim hindrunum úr vegi sem eru meginorsök einangrunar fatlaðra. Fatlað fólk VILL taka á sig skyldur og hafa réttindi til jafns við aðra. Það VILL eiga sama rétt til at- hafna og aðrir. Hvernig er að vera hreyfiliindraður á Norðurlöndum? Danskir sjúkraþjálfar undirbúa í samvinnu við: Norske Fysioterapeuters Forbund, Legimiterade Sjukgymnasters Riksforbund, Félags íslenskra sjúkraþjálfa og Finlands Fysioterapeutförbund ,,þverfaglega“ ráðstefnu um hreyfifatlaða á Norðurlöndum dagana 11., 12. og 13. ágúst 1975. Mikið þykir skorta á að hinir mismunandi starfshópar á Norðurlöndum vinni meira saman og skiptist á reynslu. Gera þarf átak til þess að fatlaðir komist leiðar sinnar í samfélaginu eins og aðrir. Fjallað verður um þarfir hins hreyfihindraða með tilliti til meðferðar, menntunar, frístunda og húsnæðis og möguleika hvers lands fyrir sig til þess að mæta þessum þörf. Atvinnuleikflokkur mun m. a. „færa upp“ sálfræðileg atriði til umræðu. Á hverjum degi er gert ráð fyrir lþó klst. fyr- ir FRÉTTIR/HUGMYNDIR og við" hvetjum alla, sem hafa eitthvað nýtt fram að færa um smábörn, skóla, frístundir, húsnæði, hjálpar- tæki eða meðhöndlun, að senda nú þegar stutta lýsingu af því til: Kursusleder Boletta Johansen Danske Fysioterapeuter Nannasgade 28 2200 Köbenhavn N. Allir sem hafa afskipti af fötluðum eru vel- komnir að taka þátt í ráðstefnunni. Þátttökugjald er ekki endanlega ákveðið en mun í hæsta lagi verða 200,00 d. kr. Væntanleg dagskrá og umsóknareyðublöð liggja fyrir. Nánari upplýsingar gefur form. Fél. ísl. sjúkraþjálfa, Sigríður Gísladóttir, sími 41525 eða 36421.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.