Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 55
sem kennara, skólasálfræðing o.
fl. Nú er verið að koma á fót
sálfræðiþjónustu í skólum borg-
arinnar og er brýn þörf á slíku.
1 vetur byrjaði athvarf í nokkr-
um skólum. Athvarf er fyrir þá
nemendur sem búa við erfiða
félagslega aðstöðu og eiga í erf-
iðleikum í skóla. I athvarfinu eru
sérstakir kennarar og annað
starfsfólk, sem hugsa um. börn-
in en þau dvelja þar oft allan
daginn.
Ég ætla nú að slá botninn í
þetta rabb um skólaheilsuvernd
í Reykjavík í dag og segja að-
eins frá starfi mínu í fyrra vet-
ur í skóla í Oslo. Mig langar
til að byrja á því að segja ykkur
frá skólaheilsuvernd í Noregi.
Hún hefur tekið miklum stakka-
skiptum síðastliðin ár og er enn-
þá í mótun. Áður var skóla-
heilsuvernd lík því sem hér tíðk-
ast með hefðbundnum læknis-
skoðunum annað hvert ár og öll
börn skoðuð. Þannig fór mest
allur tími læknisins í bekkjar-
skoðun. Þetta fannst þeim. vera
léleg nýting á starfskröftum
læknis og hjúkrunarkonu.
Skipuð var nefnd sem átti að
semja tillögur um breytingar.
Helstu breytingatillögur sem
nefndin kom með voru fólgnar
í því að hinar hefðbundnu bekkj-
arskoðanir skyldu lagðar niður
sem slíkar, en þess í stað tekin
upp ítarleg skoðun á þeim börn-
um sem hefja skólagöngu. Fyr-
irkomulag þessarar skoðunar er
þannig að umsögn kennara með
hverju barni liggur fyrir þegar
barnið kemur til lækriisskoðun-
ar með öðru hvoru foreldri sínu.
Komi eitthvað sérstakt í Ijós í
umsögn kennara og/eða við
læknisskoðun, sem ástæða þykir
að fylgjast með nánar, þá er
barnið sett á skrá og fylgst með
því. Læknir og hjúkrunarkona
tala við kennara að lokinni skoð-
un. Börn eru aðeins skoðuð ef
fyrir liggur beiðni frá foreldr-
um, kennara eða þeim sjálfum.
Þetta er framkvæmanlegt með
góðu samstarfi við umsjónar-
kennara hvers bekkjar. Þannig
höfum við stöðugt upplýsingar
um. börnin og getum gripið til
nauðsynlegra ráðstafana, ef
með þarf.
Með þessu fyrirkomulagi hef-
ur hjúkrunarkonan mun meiri
tíma til að sinna fræðslustarfi
og geðvernd. Mikil áhersla er
lögð á að fræða nemendurna um
helstu þætti heilsuverndar svo
sem þrifnað, mataræði hvíld.
skaðsemi tóbaks og áfengis.
tannvernd o. fl. Sl. ár hefur ver-
ið lögð geysilega mikil áhersla
á að aulca kynfræðslu. bæði frá
líkamlegum og siðferðilegum
sjónarhóli. 1 gagnfræðaskólum
eru m. a. kvnntar lielstu getn-
aðarverjur. Auk þessa er geysi-
mikil áhersla lögð á fíknilyfja-
varnir og m. a. er ein heilsu-
verndarhjúkrunarkona sem ein-
göngu sér um fræðslu í skólun-
um, bæði til nemenda og starfs-
fólks skólanna.
f öllum barna- og unglinga-
skólum er samstarfshópur sem,
í eru skólast.jóri, læknir, hjúkr-
unarkona, sálfræðingur, félags-
ráðgjafi, sérkennarar og al-
mennir kennarar. Þessi hópur
kemur saman mánaðarlega til
þess að ræða samstarf í skólan-
um, vandamál nemenda og ann-
að ef ástæða þykir.
Starfshópnum ber að ræða
málefni út frá uppeldislegum,
fé'agslæknisfræðilegum og sál-
fræðilegum sjónarmiðum. Oft er
foreldrum boðið á fund, þegar
tekin eru fyrir vandamál barna
þeirra.
Hér hefur verið stiklað á
stóru, en ég vona samt að þessi
lýsing mín hafi gefið ykkur svo-
litla hugmynd um skólaheilsu-
vernd hér og í Noregi.
□
BEN
Frá stjórnarfundi
SSN 22. apríl 1975
1 RÁÐSTEFNU um rannsóknir í
hj úkrunarmálum, sem haldin
var í Helsingfors 7.—9. apríl
1975, tóku þátt 8 hjúkrunarkon-
ur/menn frá Danmörku, 7 frá
Finnlandi, 1 frá fslandi, 8 frá
Noregi og 7 frá Svíþjóð.
Fjallað var í fyrirlestrum um
brýn viðfangsefni, vísindaleg
grundvallaratriði, hvaða aðferð-
um ætti að beita við rannsóknir
í heilbrigðis- og hjúkrunarmál-
um og hvaða stefnu bæri að
fylgja í vísindalegri útgáfu-
starfsemi. Gefnar voru skýrslur
um rannsóknir norrænna hjúkr-
unarkvenna/manna og þær
ræddar.
Fulltrúafundur 1975 verður
haldinn í Reykjavík 9.—12.
september. Aðalviðfangsefnið
verður „Vinnuskilyrði hjúkrun-
arkvenna innan og utan stofn-
ana“. Eftirtaldir þættir verði
kannaðir:
1. Fyrirkomulag stjórnunar,
2. ábyrgðar- og verkaskipting,
3. starfsmannamál,
4. vinnuvernd,
5. ráðstöfun mannafla og fjár-
magns.
Fjallað verður um efnið í átta
nefndum samkvæmt gögnum
sem vinnuhópur SSN leggur
fram.
Á fundinum verður einnig
gerð grein fyrir framhaldsstarfi
innan „fastanefndar hjúkrunar-
kvenna/manna í tengslum við
Efnahagsbandalagið“.
□
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 79