Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 55

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 55
sem kennara, skólasálfræðing o. fl. Nú er verið að koma á fót sálfræðiþjónustu í skólum borg- arinnar og er brýn þörf á slíku. 1 vetur byrjaði athvarf í nokkr- um skólum. Athvarf er fyrir þá nemendur sem búa við erfiða félagslega aðstöðu og eiga í erf- iðleikum í skóla. I athvarfinu eru sérstakir kennarar og annað starfsfólk, sem hugsa um. börn- in en þau dvelja þar oft allan daginn. Ég ætla nú að slá botninn í þetta rabb um skólaheilsuvernd í Reykjavík í dag og segja að- eins frá starfi mínu í fyrra vet- ur í skóla í Oslo. Mig langar til að byrja á því að segja ykkur frá skólaheilsuvernd í Noregi. Hún hefur tekið miklum stakka- skiptum síðastliðin ár og er enn- þá í mótun. Áður var skóla- heilsuvernd lík því sem hér tíðk- ast með hefðbundnum læknis- skoðunum annað hvert ár og öll börn skoðuð. Þannig fór mest allur tími læknisins í bekkjar- skoðun. Þetta fannst þeim. vera léleg nýting á starfskröftum læknis og hjúkrunarkonu. Skipuð var nefnd sem átti að semja tillögur um breytingar. Helstu breytingatillögur sem nefndin kom með voru fólgnar í því að hinar hefðbundnu bekkj- arskoðanir skyldu lagðar niður sem slíkar, en þess í stað tekin upp ítarleg skoðun á þeim börn- um sem hefja skólagöngu. Fyr- irkomulag þessarar skoðunar er þannig að umsögn kennara með hverju barni liggur fyrir þegar barnið kemur til lækriisskoðun- ar með öðru hvoru foreldri sínu. Komi eitthvað sérstakt í Ijós í umsögn kennara og/eða við læknisskoðun, sem ástæða þykir að fylgjast með nánar, þá er barnið sett á skrá og fylgst með því. Læknir og hjúkrunarkona tala við kennara að lokinni skoð- un. Börn eru aðeins skoðuð ef fyrir liggur beiðni frá foreldr- um, kennara eða þeim sjálfum. Þetta er framkvæmanlegt með góðu samstarfi við umsjónar- kennara hvers bekkjar. Þannig höfum við stöðugt upplýsingar um. börnin og getum gripið til nauðsynlegra ráðstafana, ef með þarf. Með þessu fyrirkomulagi hef- ur hjúkrunarkonan mun meiri tíma til að sinna fræðslustarfi og geðvernd. Mikil áhersla er lögð á að fræða nemendurna um helstu þætti heilsuverndar svo sem þrifnað, mataræði hvíld. skaðsemi tóbaks og áfengis. tannvernd o. fl. Sl. ár hefur ver- ið lögð geysilega mikil áhersla á að aulca kynfræðslu. bæði frá líkamlegum og siðferðilegum sjónarhóli. 1 gagnfræðaskólum eru m. a. kvnntar lielstu getn- aðarverjur. Auk þessa er geysi- mikil áhersla lögð á fíknilyfja- varnir og m. a. er ein heilsu- verndarhjúkrunarkona sem ein- göngu sér um fræðslu í skólun- um, bæði til nemenda og starfs- fólks skólanna. f öllum barna- og unglinga- skólum er samstarfshópur sem, í eru skólast.jóri, læknir, hjúkr- unarkona, sálfræðingur, félags- ráðgjafi, sérkennarar og al- mennir kennarar. Þessi hópur kemur saman mánaðarlega til þess að ræða samstarf í skólan- um, vandamál nemenda og ann- að ef ástæða þykir. Starfshópnum ber að ræða málefni út frá uppeldislegum, fé'agslæknisfræðilegum og sál- fræðilegum sjónarmiðum. Oft er foreldrum boðið á fund, þegar tekin eru fyrir vandamál barna þeirra. Hér hefur verið stiklað á stóru, en ég vona samt að þessi lýsing mín hafi gefið ykkur svo- litla hugmynd um skólaheilsu- vernd hér og í Noregi. □ BEN Frá stjórnarfundi SSN 22. apríl 1975 1 RÁÐSTEFNU um rannsóknir í hj úkrunarmálum, sem haldin var í Helsingfors 7.—9. apríl 1975, tóku þátt 8 hjúkrunarkon- ur/menn frá Danmörku, 7 frá Finnlandi, 1 frá fslandi, 8 frá Noregi og 7 frá Svíþjóð. Fjallað var í fyrirlestrum um brýn viðfangsefni, vísindaleg grundvallaratriði, hvaða aðferð- um ætti að beita við rannsóknir í heilbrigðis- og hjúkrunarmál- um og hvaða stefnu bæri að fylgja í vísindalegri útgáfu- starfsemi. Gefnar voru skýrslur um rannsóknir norrænna hjúkr- unarkvenna/manna og þær ræddar. Fulltrúafundur 1975 verður haldinn í Reykjavík 9.—12. september. Aðalviðfangsefnið verður „Vinnuskilyrði hjúkrun- arkvenna innan og utan stofn- ana“. Eftirtaldir þættir verði kannaðir: 1. Fyrirkomulag stjórnunar, 2. ábyrgðar- og verkaskipting, 3. starfsmannamál, 4. vinnuvernd, 5. ráðstöfun mannafla og fjár- magns. Fjallað verður um efnið í átta nefndum samkvæmt gögnum sem vinnuhópur SSN leggur fram. Á fundinum verður einnig gerð grein fyrir framhaldsstarfi innan „fastanefndar hjúkrunar- kvenna/manna í tengslum við Efnahagsbandalagið“. □ TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.