Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 56
RADDIR HJUKRUNARNEMA
Nám eða atvinna?
SÚ SKOÐUN hefur ríkt, að hjúkrunarnemum
bæri að skila fullri vinnu á verklega námstím-
anum vegna þess, hve tiltölulega vel launaðir
þeir væru. Þetta hafa hjúkrunarnemar jafnan
tekið undir, enda ekki gert kröfur um hækkun
launa fyrir önnur störf en þau, sem unnin eru
í yfirvinnu og þar með utan námstíma.
Nú hefur komið í ljós að hjúkrunarnemar eru
ekki eins vel launaðir og aðrir námshópar í hlið-
stæðu námi, svo sem sjá má á launatöflu frá 1.
janúar 1975.
Iijúkrunamemar í HSÍ.
1. ár - forskóli 35% af 18. lfl. 4. þrepi 23.375,00
2. ár 40% --- 26.214,00
3. ár 50% --- 31.893,00
Ljósmæðranemar í LMSl.
Fyrstu 9 mán. 40% af 17. lfl. 2. þrepi 23.268,00
Næstu 9 mán. 50% --- 28.210,00
Síðustu 6 mán. 75% --- 40.564,00
Röntgentæknanemar.
Fyrstu 6 mán. Kauplaust
Næstu 12 mán. 50% af 18. lfl. 2. þrepi 29.437,00
Næstu 12 mán. 75% --- 42.406,00
Sjúkraliöanemar.
1. ár 12 mán. 60% af 14. Ifl. 3. þrepi 29.998,00
Við samanburðarútreikninga kemur í ljós að
meðal mánaðarlaun á námstíbanum eru þessi:
Hjúkruruirnemar í HSÍ.
1. námsár 4 mán. 0.000,00
1. — 8 mán. 186.900,00
2. — 12 mán. 314.568,00
3. — 12 mán. 382.716,00
Samt. 36 mán. 884.184,00 24.561,00-/mán.
Lj ó s m æ 'ö ranemar.
Fyrstu 9 mán. 209.412,00
Næstu 9 mán. 253.890,00
Næstu 6 mán. 243.384,00
Samt. 24 mán. 706.686,00 29.445,00-/mán.
Röntgentæknanemar.
1. ár 6 mán. 0.000,00
2. ár 12 mán. 353.244,00
3. ár 12 mán. 508.872,00
Samt. 30 mán. 862.116,00 28.737,00-/mán.
Sjúkraliðanemar.
12 mán. 359.976,00 29.998,00-/mán.
Eins og sjá má hér að ofan hafa hjúkrunar-
nemar lakari námskjör en ljósmæðranemar,
sjúkraliðanemar og röntgentæknanemar.
Á fundi í HNFl þar sem þessi mál voru rædd
varð samkomulag um að þrátt fyrir þetta bæri
hjúkrunarnemum að beina kröftum sínum að
baráttunni fyrir bættu námi í stað þess að krefj-
ast hærri laur.a. Þó var ákveðið að fara fram á
hærra kaup fyrir yfirvinnu og byggðist sú á-
kvörðun á þeirri staðreynd að síðustu samningar
um kjör hjúkrunarnema eru viðurkenning á því
að yfirvinna geti ekki talist til námstíma og
hljóti því að vera virt til launa á öðrum forsend-
i'm en verklegt nám. Því voru eftirfarandi kröfur
gerðar:
Fyrir yfirvinnu hjúkrunarnema greiðist fullt
yfirvinnukaup þess launaflokks, sem laun þeirra
miðast við hverju sinni.
Skólanefnd HSÍ, sem er lögskipaður samn-
ingsaðili fyrir hjúkrunarnema, tók kröfur okk-
ar til meðferðar á fundi og voru nefndarmenn
á einu máli um að vísa öllum launakröfum á
bug að svo stöddu.
Þessi viðbrögð skólanefndar voru í fyllsta
samræmi við það sem. hjúkrunarnemar höfðu
vænst og var eining ríkjandi um að boða bæri
stöðvun allrar yfirvinnu hjá hjúkrunarnemum,
þar á meðal svo kallaðra „extra“ vakta. Fallið
var frá að grípa til svo róttækra ráðstafana að
svo stöddu, en þess í stað rætt um möguleika á
breyttri námstilhögun.
Það er staðreynd að fi’amboð á hjúkrunarkon-
um hefur aukist verulega á hinum stærri sjúkra-
húsum í Reykjavík, en það eru einmitt þær
stofnanir, sem annast verklega menntun hjúkr-
unarnema. Þar við bætist að til stendur að fjölga
sjúkraliðum verulega og munu stórir hópar
80 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS