Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 63

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 63
blóð- eða vökvamissis og annarra orsaka. Verð- ur þetta einkum áþreifanlegt, þegar hjartasjúk- dómar og blóðmissir fara saman. Þannig getur dulin skyndiblæðing frá maga eða skeifugörn komið fyrir — og hendir oft — hjá sjúkling- um með langvarandi hjartasjúkdóma og hjarta- bilun; er í slíkum tilfellum vandratað meðal- hófið, annars vegar að halda uppi nægilegu blóðmagni og hins vegar að gæta þess, að ekki sé ofhlaðið vökva. 1 þessu skyni er MBÞ ákvörðun mikilvæg, en kemur þá og því aðeins að notum, að metin sé með hliðsjón af almennu ástandi, púls, blóð- þrýstingi, þvagútskilnaði, svo og sýrustigi blóðs, elektrólýta- og blóðloftefnamælingum., þar sem því verður við komið. Einstök MBÞ mæling er þó lítils virði, hitt er meira um vert, að fylgjast með breytingum á MBÞ og viðbrögðum við vökva- og lyfjagjöf. Við lágt normalgildi í upphafi má gefa 250—500 ml í hraðri inngjöf. Verði lítil eða engin hækkun, má halda áfram vökva- eða blóð- gjöf, uns MBÞ hefur stigið um 5—10 cm. Hafi jafníramt orðið breyting til batnaðar, má bú- ast við, að um einfalda hypovolemia hafi verið að ræða. Nú sýnir fyrsta mæling MBÞ 12 cm, verð- ur þá að fara varlega í vökvagjöf. Þó er áhættu- lítið að gefa 200—400 ml á næstu tveimur klst., þó með tíðum álestri. Verði MBÞ hækkun meiri en 4—6 cm án sýnilegra batamerkja (hækkun á blóðþrýstingi, auknum þvagútskilnaði o. s. frv.), bendir það frekar til hjartabilunar, og er ráðleg-t að hefja lyfjameðferð í samræmi við það. Ábendingar (Indicationir). I. Við skyndilegt blóðþrýstingsfall af óljós- um orsökum, með ljósum einkennum um lélegt streymi til vefja (Acute circulatory failure), sem ekki hefur svarað hefðbundinni byrjunar- meðferð, er áríðandi að fá úr því skorið án tafar, hvort um dulinn blóðmissi eða hjartabil- un sé að ræða. II. Skyndiblæðing eða vökvatap, sem krefst innrennslis í stórum stíl. III. Yfirvofandi sveiflur á starfsemi blóð- rásarkerfis, svo sem við slys, meiri háttar bruna, blóðfrekar aðgerðir og stóraðgerðir á öldruðu fólki og lasburða. IV. Minnkaður þvagútskilnaður eða anuria, sem krefst skjótra aðgerða til að koma í veg fyrir varanlegar nýrnaskemmdir. Eðlilegur bióðþrýstingur getur dulið alvar- legan vökvaskort (dehydration), sem auðvelt er að leiðrétta. Þess ber þó að gæta að ofhlaða ekki vökva þá sjúklinga, sem hafa skerta nýrna- starfsemi. Auk þess er að ofan greinir hentar MBÞ leiðsla vel til annarra þarfa. I. Til inngjafa á sterkum kalíum og hyperós- mólar upplausnum, en þær valda jafnan ert- ingu og bólgum í veggjum útlimaæða, en eru skaðlausar veggjum stórra æða með miklu blóð- streymi. II. I vena cava gætir lítt breytinga á hemó- glóbíni, elektrólýtum eða öðrum blóðvatnsefn- um, þrátt fyrir stöðuga vökvagjöf vegna hins mikla blóðstreymis. MBÞ leiðsla hentar því vel til töku blóðsýnis til rannsókna. III. Gangráður (pacemaker) og hægri hjarta- þræðing. Helstu aðferðir. Þræðing um útlimabláæð. Notast má við ýms- ar æðar í þessum tilgangi. Fáanlegir eru nú á markaðnum langir æðaþræðileggir (intravenous catheters), sem leggja má inn um nál með beinni ástungu útlimaæða, venjulega í olnboga- bót. Ráðlegra er að nota v. basilica til þessara nota, því að stundum er efðileikum bundið að þræða legg gegnum mót v. cephalica við v. brachialis upp við öxl. Á hinn bóginn er v. brachialis í beinu áfram- haldi af v. basilica, enda renna þær saman miklu neðar eða á upphandleggssvæðinu. Þurfi að skera til þessara æða, má finna v. cephalica hvar sem er í raufinni milli m. biceps og m. brachioradialis, hins vegar er ráðlegt að skera til v. basilica u. þ. b. tveimur cm ofan við epi- condylus medialis, þar eða hún stingur sér í dýpri lög, er ofar dregur; gæta verður nálægð- ar n. ulnaris við þá síðar nefndu. Hjartasérfræðingar hafa um langan tíma not- að v. brachialis í olnbogabót, er hún auðfundin vegna nálægðar við a. brachialis. Þess gerist þó sjaldan þörf að nota æð þessa, enda nokkur áhætta að valda tjóni á þeim mikilvægu líffær- um, er leggja leið sína um þetta svæði. Ástunga eða tilskurður á vena jugularis ex- terna, þar sem hún gengur yfir m. sternocleido- mastoideus, er frekar auðveld. Hér er þó sá hængur á, að erfitt getur reynst að þræða gegn- um mót hennar við viðbeinsbláæð. Við þræðingu á útbláæð er legg otað inn svo langt sem þörf gerist, eða þar til endi hans nær vena cava sup. Oft kemur það fyrir, að endinn gengur alla leið niður í hægra forhólf eða jafnvel afturhólf. Fær maður þegar í stað vísbendingu um það, þegar grófar sveiflur sjást á vökvasúlunni í mæligreininni við hvert hjarta- slag. Ekki er ráðlegt að láta legg liggja í snert- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 87

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.