Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 63

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 63
blóð- eða vökvamissis og annarra orsaka. Verð- ur þetta einkum áþreifanlegt, þegar hjartasjúk- dómar og blóðmissir fara saman. Þannig getur dulin skyndiblæðing frá maga eða skeifugörn komið fyrir — og hendir oft — hjá sjúkling- um með langvarandi hjartasjúkdóma og hjarta- bilun; er í slíkum tilfellum vandratað meðal- hófið, annars vegar að halda uppi nægilegu blóðmagni og hins vegar að gæta þess, að ekki sé ofhlaðið vökva. 1 þessu skyni er MBÞ ákvörðun mikilvæg, en kemur þá og því aðeins að notum, að metin sé með hliðsjón af almennu ástandi, púls, blóð- þrýstingi, þvagútskilnaði, svo og sýrustigi blóðs, elektrólýta- og blóðloftefnamælingum., þar sem því verður við komið. Einstök MBÞ mæling er þó lítils virði, hitt er meira um vert, að fylgjast með breytingum á MBÞ og viðbrögðum við vökva- og lyfjagjöf. Við lágt normalgildi í upphafi má gefa 250—500 ml í hraðri inngjöf. Verði lítil eða engin hækkun, má halda áfram vökva- eða blóð- gjöf, uns MBÞ hefur stigið um 5—10 cm. Hafi jafníramt orðið breyting til batnaðar, má bú- ast við, að um einfalda hypovolemia hafi verið að ræða. Nú sýnir fyrsta mæling MBÞ 12 cm, verð- ur þá að fara varlega í vökvagjöf. Þó er áhættu- lítið að gefa 200—400 ml á næstu tveimur klst., þó með tíðum álestri. Verði MBÞ hækkun meiri en 4—6 cm án sýnilegra batamerkja (hækkun á blóðþrýstingi, auknum þvagútskilnaði o. s. frv.), bendir það frekar til hjartabilunar, og er ráðleg-t að hefja lyfjameðferð í samræmi við það. Ábendingar (Indicationir). I. Við skyndilegt blóðþrýstingsfall af óljós- um orsökum, með ljósum einkennum um lélegt streymi til vefja (Acute circulatory failure), sem ekki hefur svarað hefðbundinni byrjunar- meðferð, er áríðandi að fá úr því skorið án tafar, hvort um dulinn blóðmissi eða hjartabil- un sé að ræða. II. Skyndiblæðing eða vökvatap, sem krefst innrennslis í stórum stíl. III. Yfirvofandi sveiflur á starfsemi blóð- rásarkerfis, svo sem við slys, meiri háttar bruna, blóðfrekar aðgerðir og stóraðgerðir á öldruðu fólki og lasburða. IV. Minnkaður þvagútskilnaður eða anuria, sem krefst skjótra aðgerða til að koma í veg fyrir varanlegar nýrnaskemmdir. Eðlilegur bióðþrýstingur getur dulið alvar- legan vökvaskort (dehydration), sem auðvelt er að leiðrétta. Þess ber þó að gæta að ofhlaða ekki vökva þá sjúklinga, sem hafa skerta nýrna- starfsemi. Auk þess er að ofan greinir hentar MBÞ leiðsla vel til annarra þarfa. I. Til inngjafa á sterkum kalíum og hyperós- mólar upplausnum, en þær valda jafnan ert- ingu og bólgum í veggjum útlimaæða, en eru skaðlausar veggjum stórra æða með miklu blóð- streymi. II. I vena cava gætir lítt breytinga á hemó- glóbíni, elektrólýtum eða öðrum blóðvatnsefn- um, þrátt fyrir stöðuga vökvagjöf vegna hins mikla blóðstreymis. MBÞ leiðsla hentar því vel til töku blóðsýnis til rannsókna. III. Gangráður (pacemaker) og hægri hjarta- þræðing. Helstu aðferðir. Þræðing um útlimabláæð. Notast má við ýms- ar æðar í þessum tilgangi. Fáanlegir eru nú á markaðnum langir æðaþræðileggir (intravenous catheters), sem leggja má inn um nál með beinni ástungu útlimaæða, venjulega í olnboga- bót. Ráðlegra er að nota v. basilica til þessara nota, því að stundum er efðileikum bundið að þræða legg gegnum mót v. cephalica við v. brachialis upp við öxl. Á hinn bóginn er v. brachialis í beinu áfram- haldi af v. basilica, enda renna þær saman miklu neðar eða á upphandleggssvæðinu. Þurfi að skera til þessara æða, má finna v. cephalica hvar sem er í raufinni milli m. biceps og m. brachioradialis, hins vegar er ráðlegt að skera til v. basilica u. þ. b. tveimur cm ofan við epi- condylus medialis, þar eða hún stingur sér í dýpri lög, er ofar dregur; gæta verður nálægð- ar n. ulnaris við þá síðar nefndu. Hjartasérfræðingar hafa um langan tíma not- að v. brachialis í olnbogabót, er hún auðfundin vegna nálægðar við a. brachialis. Þess gerist þó sjaldan þörf að nota æð þessa, enda nokkur áhætta að valda tjóni á þeim mikilvægu líffær- um, er leggja leið sína um þetta svæði. Ástunga eða tilskurður á vena jugularis ex- terna, þar sem hún gengur yfir m. sternocleido- mastoideus, er frekar auðveld. Hér er þó sá hængur á, að erfitt getur reynst að þræða gegn- um mót hennar við viðbeinsbláæð. Við þræðingu á útbláæð er legg otað inn svo langt sem þörf gerist, eða þar til endi hans nær vena cava sup. Oft kemur það fyrir, að endinn gengur alla leið niður í hægra forhólf eða jafnvel afturhólf. Fær maður þegar í stað vísbendingu um það, þegar grófar sveiflur sjást á vökvasúlunni í mæligreininni við hvert hjarta- slag. Ekki er ráðlegt að láta legg liggja í snert- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.