Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Page 64

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Page 64
ingu við hjartavegginn lengur en þörf er á, því að hætta er á hjartsláttartruflun. Nægir venju- lega að draga hann til baka 5—10 cm, eða þar til hinar grófu sveiflur hætta, en fínni sveiflur taka við. Ástunga viðbcinsbláæSar (Subclavian Pvncture). Aðgerð þessi hefur verið talsvert umdeild og jafnvel fordæmd af mörgum. Franskur lækn- ir, Villafane að nafni, var fyrstur til að lýsa henni um 1953. Ekki náði hún þó verulegri út- breiðslu vestan hafs fyrr en Wilson innleiddi hana um 1960; henni er svo lýst: Sjúklingur er lagður út af, eða í væga Trend- elenburg stöðu, með höfuð snúið til gagnstæðr- ar hliðar. Valinn er staður einni fingurbreidd neðan við miðju viðbeins, staðdeyfing gefin und- ir húð og uppundir viðbein. Þá er 20 ml sprauta fálffyllt saltvatni og á hana fest kanylunál nr. 14. Stungið er inn, aftur og upp á við, uns nál- aroddur mætir neðri brún viðbeins. Þá er nál- inni fikrað áfram með léttum sogkrafti á sprautustimpil í stefnu rétt aftan og ofan við bringubein í miðlínu (hóst), þar til bláæðablóð streymir inn. Náist ekki árangur þegar í stað, má reyna nokkrum sinnum, ávallt þó draga nálina hægt út með léttu sogi. Þegar greiður bakflaumur er fenginn, er sprauta losuð af, leggur þræddur inn í skyndi til að forðast loft- sog og nálin dregin út. Gæta þarf vel, að sjúklingur hreyfi sig ekki, meðan á þessu stendur, annars getur lungna- toppur skaddast eða æð rifnað á nálarbroddin- um. Þá er gengið tryggilega frá samskeytum öllum og nálarbroddi. ÞHYSTINGSMÆLIR Kostir og annmarkar viöbeinsbláæSarstungu. Kostir ofangreindrar aðferðar eru augljósir, tækjaútbúnaður einfaldur, enda hentar hún vel í bráðatilfellum, þegar útlimaæðar eru tor- fundnar. Þetta hefur einnig í för með sér minni smit- hættu en tilskurður útlimaæða. Nokkrir ann- markar eru þó á, sem nú mun rakið: I. Pneumothorax. Vegna nálægðar brjóst- himnutopps er lungnasköddun yfirvofandi, sé óvarlega farið. Þetta er þó mjög sjaldgæft og hættulítið, ef uppgötvað og meðhöndlað er í tíma. Ávallt skal hlusta eftir lungnahljóðum fyrir og eftir aðgerð og taka röntgenmynd, leiki minnsti grunur á pneumothorax. Sérstakrar varúðar ber að gæta við sjúklinga með lungna- þembu. II. Blæðing frá viðbeinsæðum kemur varla fyrir nema hjá sjúklingum með blæðingasjúk- dóm eða á segavarnameðferð. Hins vegar er vætlblæðing frá nálarstungu algeng og stöðvast fljótt við áþrýsting. III. Hydrothorax kann að henda vegna inn- rennslis inn í brjósthol, sé sjálfsagðra varúð- arráðstafana ekki gætt. Því ber alltaf að gæta að greiðu bakstreymi frá kanylu, áður en inn- rennsli hefst. IV. Sköddun á plexus cervicalis með dofa og jafnvel lömun á hendi eða handlegg getur hlot- ist af, sé nálaroddi beint aftur á við um of, en á ekki að henda, sé ofangreindri aðferð fylgt. V. Segamyndun getur hent við hvers konar langtíma æðaþræðingar, en má hindra með því að blanda 5—10 mg af heparíni í hvei’ja 1000 ml af upplausn. VI. Komið hefur fyrir, að afskorinn endi af legg hefur borist til hjarta og jafnvel lungna. Útheimtir það aðgerð svo fljótt sem unnt er. I langflestum tilfellum hefur leggur skorist á nál- aroddi; góður frágangur þessa verður því aldrei fullmetinn. VII. Loftsog getur átt sér stað, sérstaklega í sitjandi stöðu, ef leiðslutengsl rofna, vegna hins neikvæða þrýstings í vena cava superior. TJm uppsetningu og gæslu. Varðandi uppsetningu vísast til skýringar- myndar. P- U. 88 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.