Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 69

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 69
samkvæmt lögum þessum fyrnast eftir sömu reglum og kaupkröfur samkvæmt lögum nr. 14 20. okt. 1905, um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. 15. gr. — Það varðar sektum, er renna í rík- issjóð, ef 1. vinnuveitandi lætur starfsmann sinn ekki fá orlof eða orlofsfé samkvæmt lögum þessum nema um ítrekað brot sé að ræða því að þá má dæma hann til varðhalds; 2. vinnuveitandi gerir samning við starfsmann sinn sem bannaður er í 2. gr. 2. mgr.; 3. starfsmaður brýtur ákvæði 12. og 13. gr. og skal þá jafnframt, ef brot er ítrekað, ákveða með dómi missi orlofsréttar næsta orlofsár eftir að dómur er kveðinn upp. Mál út af brotum þessum skulu sæta meðferð opinberra mála. Sökin fyrnist ef mál er eigi höfðað áður en næsta orlofsári lýkur eftir að brot var framið. 16. gr. — Ef eigi er öðruvísi ákveðið í lögum þessum, skulu öll mál út af réttindum og skyld- um samkvæmt þeim og til fullnægingar öllum kröfum í því sambandi heyra undir félagsdóm. 17. gr. — Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1972. Um starfskjaranefnd, útreikn- ing á starfsaldri o.fl. Á fundi borgarráðs í apríl var eftirfarandi sam- komulag við Hjúkrunarfélag Islands um starfs- kjaranefnd, útreikning á starfsaldri o. fl. stað- fest af borgarráði. 1. Aðilar staðfesta, að eldri samningur um sam- eiginlega nefnd, starfskjaranefnd, sem fjall- ar um ýms mál, er upp koma á milli samn- inga, sé enn í gildi. Um verksvið starfskjara- nefndar vísast til samnings Reykjavíkurborg- ar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar um sama efni. 2. Aðilar eru um það sammála að meðan á hjúkrunarnámi stendur, ávinni hjúkrunar- nemar sér starfsaldur fyrir þann tíma, sem þeir fá greidd laun fyrir. Sá tími er nú því sem næst 2 ár og 8 mánuðir. Túlkun þessi gildi frá upphafi núgildandi kjarasamnings, þ. e. 1. janúar 1974. Kaup hjúkrunarkvenna, sem hafa útskrifast og hafið störf frá þeim tíma, verður leiðrétt eins fljótt og kostur er. Gert er ráð fyrir að aðrar hjúkrunarkonur, sem telja sig eiga rétt á leiðréttingu launa skv. þessu hafi að því frumkvæði að fá starfs- aldur endurmetinn, enda komi önnur atriði varðandi starfsaldur jafnframt til endur- skoðunar. Fulltrúar Reykjavíkurborgar í starfskjara- nefnd eru nú Jón G. Tómasson og Magnús Óskarsson en HFÍ mun tilnefna fulltrúa af sinni hálfu og tilkynna það borgarráði. 3. 1 3. og 8. mgr. 16. gr. kjarasamnings fjár- málaráðherra og BSRB frá 15. des. 1973, sem aðilar hafa samið um að gildi hjá Reykja- víkurborg er heimild til styttingar og niður- fellingar kaffi- og matartíma. Samkomulag er um, að heimild þessi verði notuð þannig, að hjúkrunardeildarstjórar og hjúkrunarkon- ur á sjúkradeildum (legudeildum og á slysa- deild) í fullu starfi, sem ekki vinna vakta- vinnu, fái greiddar 25 mínútur á hverjum vinnudegi (skylduvinnu) vegna niðurfelling- ar á kaffi- og matartímum. Þó er þeim heim- ilt að neyta matar og kaffis við vinnu sína, ef því verður við komið starfans vegna. Um endurgjald fyrir unna helgidaga starfsmanna þessara, skal farið með sama hætti og verið hefur. 4. Gjalddagi orlofsframlags, sbr. 10. mgr. 18. gr. samnings ríkisins og BSRB frá 15. des. 1973, breytist og verði 1. ágúst til samræmis við það sem almennt gildir um starfsmenn Reykjavíkurborgar, er framlags þessa njóta. Reykjavík, 14. apríl 1975. F. h. Reykjavíkurborgar að áskildu samþykki borgarráðs Magnús Óskarsson (sign) Jón G. Tómasson (sign). F. h. Hjúkrunarfélags íslands Ingibjörg Helgadóttir (sign) Nanna Jónasdóttir (sign) Fjóla Tómasdóttir (sign). TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.