Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 75
\ ámssl 'Vrkur
3M Nursing Fcllowship.
Fyrirtækið Minnesota Mining and
Mfg. Co., St. Poul Minnesota hefur lagt
fram fé til að styrkja hjúkrunarkonur
innan vébanda ICN til framhaldsnáms.
Um tvo styrki er að ræða, sem veittir
eru árlega og nemur hvor að upphæð
$6000 dölum.
Athygli skal vakin á því að annan
styrkinn má nota til náms í heimalandi
jafnt sem erlendis og er hann ekki
bundinn við nám á háskólastigi.
Umsóknir sendist stjórn HFl fyrir
15. sept. nk.
IVám í geðlijiikrim.
Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið
að stofna til náms í geðhjúkrun við
Nýja hjúkrunarskólann næsta haust.
Námstími verður 15 mánuðir sem
skiptist í bóklegt nám 5 mánuði og
verklegt 9 mánuði og hefst námið
1. október næstkomandi, ef þátttaka
verður næg.
Inntökuskilyrði eru próf frá viður-
kenndum hjúkrunarskóla og æskilegt er
að umsækjendur hafi starfsreynslu.
Umsóknir skal senda til Nýja hjúkrun-
arskólans, Suðurlandsbraut 18, fyrir
25. júní næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri og
menntamálaráðuneytið.
MenntamáktráðuneytiQ.
Námsstyrkur.
Alþjóða Rauði krossin hefur auglýst
styrk að upphæð 18.000,00 svissn.
frönkum fyrir hjúkrunarkonur, til
framhaldsnáms eða rannsókna á sviði
h j úkrunar.
Umsóknarfrestur er til 15. okt. nk.
Allar nánari upplýsingar fást á skrif-
stofu Rauða kross Islands, sími 26722.
Sta rfslieitiff Iij úkrn n arfræði n gur.
Laugardaginn 10. maí sl. voru samþykkt
á fundi efri deildar Alþingis lög er
veita hjúkrunarkonum/mönnum
rétt til að nota starfsheitið „hjúkrunar-
fræðingur“.
Jafnframt er þeim félögum HFÍ,
sem þess óska heimilt að nota starfs-
heitið hjúkrunarkona/maður.
Fulltrúafunilnr SS.V 1075.
Fulltrúafundur SSN verður haldinn í
Reykjavík 9.—12. september.
Aðalviðfangsefnið verður ,,Vinnu-
skilyrði hj úkrunarkvenna innan og utan
stofnana". Eftirtaldir þættir verða
kannaðir:
1. Fyrirkomulag stjórnunar,
2. ábyrgðar- og verkaskipting,
3. starfsmannamál,
4. vinnuvernd,
5. ráðstöfun mannafla og fjármagns.
Fjallað verður um efnið í átta nefndum
samkvæmt gögnum sem vinnuhópur
SSN leggur fram.
Á fundinum verður einnig gerð grein
fyrir framhaldsstarfi innan
„fastanefndar hjúkrunarkvenna/manna
í tengslum við Efnahagsbandalagið".
Fundurinn fer fram á Hótel Esju.
Minsstyrknr
Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar,
náms- og ferðasjóður HFl.
Hjúkrunarkonur, sem fara í framhalds-
nám, hafa rétt á að sækja um styrk
úr sjóðnum, en heimilt er að veita árlega
upphæð, er svarar til ársvaxta.
Styrkupphæð árið 1975 er kr. 43.500.00.
Nánari upplýsingar á skrifstofu HFÍ.
Umsóknir sendist skrifstofu HFl
fyrir 1. ágúst nk.
Fulllrúar IIFl á adalfunili:
Fundist hefur prjónað ullarsjal í Domus
Medica eftir aðalfundinn.
Sjalið er geymt á skrifstofu HFÍ.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 99