Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 8

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 8
Viðtal við fajúkmuarframkvæmdastjóra á Borgarspítala — Elinborg, hvað finnstþér einkenna rekstur skurðdeildar og svœfingar- deildar frá sjúkradeildum? Á skurðdeild og svæfingardeild eru stöðuheimildir skipulag og vinnan öll aðallega miðuð við dagvinnu. Bakvakt fylgir með. Borgarspítalinn er mikill „acut“ spítali, þar sem slysadeildin er stað- sett hér. Sérgreinum fjölgar, lækn- um fjölgar, en húsnæði skurðdeildar stækkar lítið. Þetta ásamt fleiru veldur því, að aðgerðarlisti dagsins er langur, þannig að dagvinnutímar duga ekki til. Við þetta bætist að: 1. Oftast vantar hjúkrunarfræð- inga. 2. Engir til afleysinga vegna samn- ingsbundinna leyfa. 3. Dagleg veikindaforföll aukast mjög í hlutfalli við aukið vinnu- álag. 4. „Vaktin“ vinnur heilu og hálfu næturnar. En samkvæmt kjara- samningi á að vera 10 klst. hvíld áður en næsta vakt hefst. 5. Ör mannaskipti, þess vegna oft óvant fólk. 6. Ýmsir þættir í starfseminni utan skurðstofanna, sem verið er að vinna að, eru ekki komnir í höfn, en eiga eftir að bæta starfsaðstöðuna. Allir þessir þættir geta haft þau áhrif að ekki er hægt að halda öllum skurðstofum gangandi. Sem leiðir til þess, að vinnudagurinn lengist. — Hvernig hefur gengið að manna skurðdeild og svæfingardeild? Svæfingardeildin hefur verið vel mönnuð undanfarið, af sérmennt- uðum svæfingahjúkrunarfræðing- um. Á skurðdeildinni hafa verið miklir erfiðleikar síðastliðið ár. Sumarið var afar slæmt, þar sem vantaði í margar stöður og lítið var um af- leysingar vegna sumarleyfa. Ekkert nám var í gangi í skurðhjúkrun. Elínborg Ingólfsdóttir hefur nokkur undanfarin ár starfað sem hjúkrunarframkvœmda- stjóri við Borgarspítalann. Hennar starfssvið er: Skurðlœkningadeildir A-3, A-4, A-5, hver deild hefur 32 rúm. Gjörgæsludeild og vöknun með 12 rúmum. Sótthreinsunardeild, Svœfing- ardeild. Skurðdeild, en þar eru 6 skurðstofur. Við lögðum fyrir hana nokkrar spurningar. Þannig að sérmenntaðir hjúkrunar- fræðingar voru ekki í sjónmáli. Réðum við hjúkrunarfræðinga án sérmenntunar. Þá fórum við út fyrir landsteinana og auglýstum í Dan- mörku og Noregi eftir hjúkrunar- fræðingum á Borgarspítalánn. Meðal þeirra sem réðu sig þaðan komu 3 hjúkr.fr. á skurðdeildina, með mismikla reynslu og nám í skurðhjúkrun. Einnig var ákveðið eftir umræður við hjúkrunarfræð- inga á deildinni og í „skurðstofu- nefnd“ að ráða sjúkraliða á fastar dagvaktir til reynslu, til þess að sinna ákveðnum og nokkuð af- mörkuðum verkum. í sambandi við ráðningu þessara hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða þá hefur það bjargað starfsemi skurðdeildarinn- ar, en það hefur líka verið gífurlegt álag á þá fáu hjúkrunarfræðinga sem fyrir voru, að leiðbeina og koma nýju fólki inn í störfin. Allir hafa lagst á eitt um að gera sitt besta, bæði nýir starfsmenn og hjúkrunarlið og læknar sem fyrir voru. - Hvernig er háttað fræðslustarf- seminni á skurðdeildinni? 6 HJÚKRUN '-Jyfa - 61. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.