Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 8

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 8
Viðtal við fajúkmuarframkvæmdastjóra á Borgarspítala — Elinborg, hvað finnstþér einkenna rekstur skurðdeildar og svœfingar- deildar frá sjúkradeildum? Á skurðdeild og svæfingardeild eru stöðuheimildir skipulag og vinnan öll aðallega miðuð við dagvinnu. Bakvakt fylgir með. Borgarspítalinn er mikill „acut“ spítali, þar sem slysadeildin er stað- sett hér. Sérgreinum fjölgar, lækn- um fjölgar, en húsnæði skurðdeildar stækkar lítið. Þetta ásamt fleiru veldur því, að aðgerðarlisti dagsins er langur, þannig að dagvinnutímar duga ekki til. Við þetta bætist að: 1. Oftast vantar hjúkrunarfræð- inga. 2. Engir til afleysinga vegna samn- ingsbundinna leyfa. 3. Dagleg veikindaforföll aukast mjög í hlutfalli við aukið vinnu- álag. 4. „Vaktin“ vinnur heilu og hálfu næturnar. En samkvæmt kjara- samningi á að vera 10 klst. hvíld áður en næsta vakt hefst. 5. Ör mannaskipti, þess vegna oft óvant fólk. 6. Ýmsir þættir í starfseminni utan skurðstofanna, sem verið er að vinna að, eru ekki komnir í höfn, en eiga eftir að bæta starfsaðstöðuna. Allir þessir þættir geta haft þau áhrif að ekki er hægt að halda öllum skurðstofum gangandi. Sem leiðir til þess, að vinnudagurinn lengist. — Hvernig hefur gengið að manna skurðdeild og svæfingardeild? Svæfingardeildin hefur verið vel mönnuð undanfarið, af sérmennt- uðum svæfingahjúkrunarfræðing- um. Á skurðdeildinni hafa verið miklir erfiðleikar síðastliðið ár. Sumarið var afar slæmt, þar sem vantaði í margar stöður og lítið var um af- leysingar vegna sumarleyfa. Ekkert nám var í gangi í skurðhjúkrun. Elínborg Ingólfsdóttir hefur nokkur undanfarin ár starfað sem hjúkrunarframkvœmda- stjóri við Borgarspítalann. Hennar starfssvið er: Skurðlœkningadeildir A-3, A-4, A-5, hver deild hefur 32 rúm. Gjörgæsludeild og vöknun með 12 rúmum. Sótthreinsunardeild, Svœfing- ardeild. Skurðdeild, en þar eru 6 skurðstofur. Við lögðum fyrir hana nokkrar spurningar. Þannig að sérmenntaðir hjúkrunar- fræðingar voru ekki í sjónmáli. Réðum við hjúkrunarfræðinga án sérmenntunar. Þá fórum við út fyrir landsteinana og auglýstum í Dan- mörku og Noregi eftir hjúkrunar- fræðingum á Borgarspítalánn. Meðal þeirra sem réðu sig þaðan komu 3 hjúkr.fr. á skurðdeildina, með mismikla reynslu og nám í skurðhjúkrun. Einnig var ákveðið eftir umræður við hjúkrunarfræð- inga á deildinni og í „skurðstofu- nefnd“ að ráða sjúkraliða á fastar dagvaktir til reynslu, til þess að sinna ákveðnum og nokkuð af- mörkuðum verkum. í sambandi við ráðningu þessara hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða þá hefur það bjargað starfsemi skurðdeildarinn- ar, en það hefur líka verið gífurlegt álag á þá fáu hjúkrunarfræðinga sem fyrir voru, að leiðbeina og koma nýju fólki inn í störfin. Allir hafa lagst á eitt um að gera sitt besta, bæði nýir starfsmenn og hjúkrunarlið og læknar sem fyrir voru. - Hvernig er háttað fræðslustarf- seminni á skurðdeildinni? 6 HJÚKRUN '-Jyfa - 61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.