Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 3

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 3
EFNISYFIRLIT MENNTUNARMÁL............. BLS. 4 María Finnsdóttir fræöslustjóri Hjúkrunar- félags Islands ritar inngangsgrein um stöðu menntunarmála hjúkrunarfræöinga. STEFNUMÓTUN............... BLS. 6 Ragnheiður Haraldsdóttir lektor skrifar grein um stefnumótun í viöbótar- og endur- menntun hjúkrunarfræöinga. B.S. NÁM ......................... BLS. 10 Sigríður Halldórsdóttir lektor skrifar grein um sérskipulagt B.S. nám fyrir hjúkrunar- fræðinga. FRAMHALDSNÁM ............ BLS. 19 Hrafn Óli Sigurðsson sem dvelst við fram- haldsnám erlendis skrifar hugleiðingu um framhaldsnám hjúkrunarfræðinga á ís- landi. FRAMMISTÖÐUMAT............BLS. 22 Anna Stefánsdóttir hjúkrunarframkvæmd- astjóri skrifar um frammistöðumat og mikil- vægi þess í starfsmannastjórnun. NÁM í BRETLANDI ..........BLS. 30 Marga Thome dósent svarar spurningum blaðsins um framhaldsnám í hjúkrunar- fræðum í Bretlandi. SÁLGREINING ................BLS. 33 Grein eftir Sæunni Kjartansdóttur sem stundar nám í Arbours Association í Norð- ur-London í Bretlandi. NEYÐARHNAPPURINN ........BLS. 36 Hannes Guðmundsson framkvæmdastjóri Securtias fjallar um þá þjónustu sem veitt er með hinum svokallaða neyðarhnappi. SMITGÁT......................BLS. 37 í hinum fasta þætti um smitgát og sýkinga- varnir svarar Sigrún Stefánsdóttir hjúkrun- arforstjóri spurningunni: Hvers vegna af- skorin blóm séu ekki leyfð á gjörgæslu- deildum? FRÉTTIR ...................... BLS. 40 í fréttasyrpu blaðsins er víða komið víð, Sagt er frá formannskjöri í félaginu, 10 ára afmæli Hlífar, starfi Vestfjarðadeildar, stjórnarskiptum í Reykjavíkurdeild, afmæli Landspítalans, útkomu sögu Hjúkrunar- skólans og fl. Ritstjórnar- spjall í þessu tölublaöi Hjúkrunar er fjallaö um menntunarmál hjúkrunar- fræðinga. Nú sem endranær eru líflegar umræður um menntunarmál stéttar okkar. Unnið er af fullum krafti að því að koma skipan á framhalds- og endurmenntunina og trúi ég að við sameinumst um farsæla lausn þeirra mála. Það eru tveir málaflokkar sem skipta mestu máli um þróun fags okkar, starfsánægju og festu okkar í starfi. Það eru menntunarmálin annars vegar og launamálin hins vegar. Ég tel að allt of mikill og dýrmætur tími hafl farið í að greiða úr menntunarmálun- um. Þar á ég við að of margir hafi í of langan tíma fjallað um þetta mál, án þess að lausn fengist og að til framkvæmda hafi komið. Ég er ekki að deila á þá hjúkrunarfræðinga, sem nú eru að skipuleggja nám okkar, heldur miklu fremur á okkur, sem horft höfum fram á þessi tímamót án þess að sjá til þess að sérskipulagt B.S. nám færi af stað fyrr fyrir þá sem þess óska. Eins heföum við þurft að tryggja að ekki féllu niður 2 ár án þess að hægt væri að hefja viðbótarnám. Hvað launamálin varðar þá hefur nýlega mikið verið fjallað um kjarabaráttu aðstoðarlækna og í því sambandi óhóflegt vinnuálag og viðveru, sem býður heim hættunni á ónákvæmi og mistökum. Hjúkrun- arfræðingar þekkja mikið vinnuálag á sjúkradeildum tengt undir- mönnun og mikið veikum sjúklingum. Nú er tímabært aö við snúum okkur af fullum krafti að því að bæta launakjör okkar, sérstaklega með tilliti til þess að samningamálin eru alfarið í okkar höndum þar sem við erum ekki lengur í BSRB. Er þjóðfélagið tilbúið að meta menntun og álag á hjúkrunarfræðinga til Iauna? Hvernig stendur á því að lögmálið um framboð og eftirspurn gildir ekki, þegar um laun hjúkrunarfræð- inga er að ræða? Er það af því að stéttin er að mestu skipuð konum? Er það vegna þess að við erum opinberir starfsmenn? Eða gæti verið að sérfræðingar Fjármálaráðuneytisins hafi komist að raun um að ódýr- asta lausnin sé sú að halda launum það lágum að fáir sæki í störf hjúkrunarfræðinga og þar með eru sjúkrahúsin undirmönnuð langtím- unum saman? Við það vinnst tvennt; færra fólk framkvæmir sömu vinnu fyrir lægri laun. Við þökkum fyrir hvers konar umbun, en förum ekki með hrós út í búð og kaupum mat fyrir börnin okkar. Vænst er hjúkrunar í háum gæðaflokki og að kostnaði við rekstur sjúkrahúsa sé stillt í hóf. Hjúkrunarfræðingar eru vel upplýstir um allt varðandi meðferð sjúklings; einnig kostnaðarþáttinn. Rannsóknir hafa sýnt fram á að með markvissri vel skipulagðri hjúkrun má stytta legutímann á sjúkrahúsum, auka meðferðarheldni og fækka endurinnlögnum. M.ö.o. skjólstæðingurinn kemst fyrr út á vinnumarkaðinn sem nýtur þjóðfélagsþegn. Vill einhver reikna út þjóðhagslegan sparnað? Það er löngu tímabært að fagleg þekking hjúkrunarfræðinga og vinnuálag sé metið til launa. Launin verða að vera þannig að hægt sé að lifa af þeim og samkeppnisfær við það sem gerist á hinum almenna vinnumarkaði fyrir jafn krefjandi og ábyrgðarmikil störf. Stefanía V. Sigurjónsdóttir HJÚKRUN '/„-67. árgangur 3

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.