Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 42

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 42
* fréttir Fréttir frá Vestfjörðum 20 ára afmæli Vestfjarðadeildar Formadur HFÍ og Margrét Stefánsdóttir í afmœlishófi Vestfjarðadeildar. HFI Félagar í Vestfjarðadeildinni voru ákveðnir í að halda veglega upp á tuttugu ára afmæli deildar- innar. Skipuð var afmælisnefnd sl. vor. í henni áttu sæti Hulda Karls- dóttir, Frauke Eckhoff, Ingibjörg Norðkvist, Una Thoroddsen og Kristrún Guðmundsdóttir. Nefnd- in vann ötullega að afmælisundir- búningnum. Afmælisins var minnst á ýmsan hátt. I. Deildin stóð fyrir hópskoðun á öllum þéttbýlisstöðum Vestfjarða undir kjörorðinu „Er heilsan góð?“ Boðið var upp á blóðþrýstings- og kólesterólmælingar og bæklingur Hjartaverndar „Hvernig líður þér?“ var afhendur öllum. Aðal- áherslan var lögð á að brýna fyrir viðkomandi hópum gildi rétts mat- aræðis og górðar hreyfingar. Einn- ig voru helstu streituvaldar teknir fyrir. Við erum sannfærð um að slíkar hópskoðanir hafi mikla þýð- ingu í forvarnastarfinu en alls voru 845 einstaklingar skoðaðir. Við slíkar aðstæður gefst gott tækifæri að tala opinskátt um fyrrnefnd atr- iði sem öll skipta gífurlega miklu máli fyrir heilsuna. Fólk spjallar saman um þessi atriði á eðlilegan hátt. Spurningar eins og: Hvers vegna skyldir þú hafa hærri blóðfitu en ég? Þú sem ert yngri og grennri. Slíkar vangaveltur eru af hinu góða. II. Námsstefna var haldin 5.-6. október undir kjörorðinu „Siðfræði í heilbrigðisþjónustu.“ Fyrirlesarar voru: Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður HFÍ, sem flutti erindi um siðareglur hjúkrunarfræðinga, Páll Skúlason, prófessor við heimspeki- deild Háskóla Islands, en erindi hans fjallaði um viðfangsefni sið- fræðinnar, heilbrigði og önnur lífs- gæði og Vilhjálnrur Árnason, heim- spekingur við heimspekideild Há- skóla Islands, en liann flutti erindi um hvað væri góð heilbrigðisþjón- usta og um hagnýtt gildi siðfræð- innar. Námsstefna þessi var sérlega áhugaverð. Hjúkrunarfræðingar hér fyrir vestan telja að þörfin fyrir siðfræðilega umræðu um markmið, leiðir og árangur heilbrigðisþjón- ustunnar fari vaxandi. Fjörugar umræður urðu en ekki fundust svör við öllum spurningum og vangaveltum. Þátttakendur voru um 50 úr öllum stéttum heil- brigðisþjónustunnar auk nokkurra gesta. III. Afmælishófvarhaldiðá Hót- el ísafirði. Þar var veglegt borð- hald. Veislustjóri var Margrét Stef- ánsdóttir og skemmtiatriði voru fjölbreytt. Ógleymanleg var frá- sögn Halldóru Jónsdóttur en hún sagði frá því þegar fínustu böllin í bænum voru haldin í kjallara gamla sjúkrahússins á ísafirði. Ingibjörg Norðkvist sagði á skemmtilegan hátt frá því hvað hjúkrunarfræðing- ar aðhöfðust áður en deildin var stofnuð. Ánægjulegt var að stíga dans undir ljúfum tónum frá Villa Valla og Ólafi Kristjánssyni. Afmælisbarnið fékk góðar gjafir. Hjúkrunarfélag íslands gaf fundar- hamar. Stjórn Fjórðungssjúkrahúss ísafjarðar, Sjúkrahús Patreksfjarð- ar og Sjúkrahús Bolungarvíkur gáfu kr. 150 þúsund og Halldóra Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur færði deildinni myndaalbúm. Það var mjög ánægjulegt að nokkrir stofnfélagar deildarinnar skyldu koma í heimsókn. Það eina, sem skyggði á, var að félagar okkar frá Suðurfjörðunum komust ekki norður. F.h. Vestfjarðadeildar Sigrún Gerða Gísladóttir 42 HJÚKRUN '/11—61. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.