Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 15

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 15
* fræðslumál Af þessum töflum sést glöggt hve fjöldi hjúkrunar- fræðinga í B.S. námi, bæði sérskipulögðu og hefð- bundnu, hefur aukist jafnt og þétt undanfarinn áratug í Bandaríkjunum. Þeim hjúkrunarfræðingum, sem skráðir eru í B.S. nám, hefur fjölgað frá því að vera 15.716 árið 1975 (Rosenfeld, 1986) í 23.148 (14.032 + 9.116) árið 1977 og yfirí 46.355 (25.247 + 21.108) árið 1986 (Rosenfeld, 1988). Á sama hátt hefur fjöldi út- skrifaðra aukist frá því að vera 4.920 (3.001 + 1.919) skólaárið 1976/77 yfir í að vera 10.380 (5.698 + 4.682) skólaárið 1985/86. Tölur sýna einnig að hjúkrunar- fræðingar velja sér frekar að vera í hlutanámi heldur en nemendur í hefðbundnu 4 ára námi (Rosenfeld, 1988, tafla 29 bls.36). Úttekt á sérskipulögðu B.S. námi í 75 háskólum Church, Brian & Searight (1980) gerðu rannsókn á sérskipulögðum námsíéiðum fyrir hjúkrunarfræðinga til B.S. prófs. Þau sendu spurningalista til 162 háskóla. Eftir að hafa ítrekað tvisvar fengu þau svör frá 141 háskóla eða 87%. í ljós kom að aðeins 75 af þessum háskólum buðu upp á 2 ára sérskipulagða námsleið fyrir hjúkrunarfræðinga. Hinir 66 voru ýmist með sér- stakar tilhliðranir fyrir hjúkrunarfræðinga innan hins hefðbundna 4 ára náms eða voru að skipuleggja sér- staka námsleið en engir nemendur höfðu útskrifast ennþá. Af þessum 75 háskólum var mikill meirihluti með einhvers konar inntökuskilyrði. Tveir-þriðju voru með inntökupróf af einhverju tagi. Helmingur þeirra há- skóla, sem voru með inntökupróf, höfðu þau aðeins fyrir hjúkrunarfræðinga með diploma próf (þ.e. hjúkr- unarfræðinga úr hefðbundnu þriggja ára námi við skóla sem er í nánum tengslum við sjúkrahús og leggur mikla áherslu á verklega þjálfun). Nærri tveir-þriðju þessara háskóla fóru fram á fjögur eða fleiri tiltekin námskeið á framhaldsskólastigi sem inntökuskilyrði. Nærri þriðjungur krafðist starfsreynslu (Church, Brian & Searight, 1980). Varðandi námskrá þá voru nær allir þessir háskólar með heilsugæslu í sinni námskrá. Meira en fjórir af fimm lögðu áherslu á rannsóknir og hjúkrunarstjórn- un. Tveir-þriðju voru með námskeið þar sem fengist var við lausn vandamála (problem-solving). Svipaður fjöldi var með það sem lýsa mætti sem kerfisbundinni greiningu á heilbrigðisþjónustunni. Einstaklingsbund- ið nám, bæði bóklegt og verklegt („preceptorships"), voru mjög áberandi í seinni hluta námsins svo og ýmis námskeið sem varða fagmennsku og fræðileg vinnu- brögð. í úttekt Church, Brian og Searight (1980) kom ennfremur í ljós að mikill hluti þessara nemenda voru í hlutanámi. Það má ítreka að 30% þessarra 75 háskóla höfðu ekki inntökupróf af neinu tagi. Mérfinnst persónulega skifta miklu ináli að hafa ekki inntökupróf og þar með taka á móti nemendum með fyrirfram trausti sem þroskuðum einstaklingum sem viti hvað þeir vilja og eigi skilið að fá það sem þeir þurfa. Tíu ára reynsla af sérskipulögðu B.S. námi frá Michigan MacLean, Knoll & Kinney (1985) athuguðu tíu ára reynslu af sérskipulagðri B.S. námsleið við hjúkrunar- háskólann í Michigan (University of Michigan School of Nursing) með því að fá upplýsingar frá 198 hjúkrun- arfræðingum sem höfðu lokið þaðan námi til B.S. gráðu. Þessir hjúkrunarfræðingar voru virkari í fagfé- lögum en áður og næstum helmingur hafði farið áfram í masters eða doktorsnám. Meira en helmingur hópsins hafði farið í stjórnunarstöður. Næstum tveir-þriðju hópsins voru ánægðir með námið og varðandi það hvað væri jákvætt nefndu þeir einstök námskeið, s.s. lyfja- fræði, heilsugæslu og rannsóknir í hjúkrun, aðrir nefndu aukið sjálfstraust og framför í gagnrýnni hugs- un. Margir nefndu aukna meðvitund um að hjúkrunar- fræðingar yrðu að vinna saman að ýmsum málum er varða stéttina í heild. MacLean, Knoll & Kinney (1985) nefna að þetta sýni möguleika á sterkum leið- togum úr þessum hópi sem auki styrk stéttarinnar. Námstilhögun í sérskipulögðu B.S. námi í sérskipulögðu B.S. námi fyrir hjúkrunarfræðinga er mikilvægt að námskrá sé opin og sveigjanleg. I bækl- ingum frá National League for Nursing kemur fram áhersla á opna námskrá. I þeim er bent á að opin námskrá gefi markmiðum nemenda sjálfra, eiginleik- um þeirra og væntingum, meira vægi þegar námsefni og námsreynsla eru skipulögð, en gert er í hefðbundnu námi. Þetta er mjög mikilvægt að virða að mínu mati. Mikilvægt er að grundvallaratriði fullorðinsfræðslu verði höfð að leiðarljósi þar sem um er að ræða full- orðna einstaklinga sem hafa námslöngun og vilja fá sem besta menntun. Einnig er yfirleitt ítrekað mikil- vægi umræðufunda í þessu sambandi (Queen, 1984). Samanburöur á nemendahópum í B.S. námi King (1986) bar saman 49 hjúkrunarfræðinga og 30 nemendur í 4 ára B.S. námi og komst að þeirri niður- stöðu að þessir hópar væru um margt ólíkir. Einkum kom fram munur á þroskaverkefnum nemenda sbr. kenningu Levinson (1978), um þroskaverkefni ævis- HJÚKRUN ‘/„-67. árgangur 15

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.