Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 10

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 10
Sigríður Halldórsdóttir lektor; Sérskipulagt B.S. nám fyrir hjúkrunarfræðinga í þessari grein verður fjallað um sérskipulagt B.S. nám fyrir hjúkrunar- fræðinga. Rakin verður þróun þeirra mála bæði hérlendis og erlendis og að lokum rætt um námstilhögun í slíkri námsleið. Þróun mála hérlendis. Baráttumál Hjúkrunarfélags íslands. í dag eru gerðar auknar kröfur til menntastofnana um að koma til móts við ólík markmið liinna ýmsu hópa sem vilja auka við þekkingu sína og skilning. Dæmi um slíkt er sérskipulagt B.S. nám fyrir hjúkrun- arfræðinga. Það hefur lengi staðið til innan námsbraut- ar í hjúkrunarfræði við H.í. að bjóða upp á sérstaklega skipulagt nám til B.S. gráðu fyrir hjúkrunarfræðinga. Forsaga þess máls er orðin all löng. Sigþrúður Ingi- mundardóttir (1990) hefur réttilega bent á að eftir að nám hófst á námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands árið 1973, hafi Hjúkrunarfélag íslands lagt á það áherslu að hjúkrunarfræðingum sem þess óskuðu, yrði gert kleift að afla sér B.S. gráðu í hjúkrunarfræði í sérskipulögðu námi. * Arnanefndin og álitsgerð hennar. Það var þó ekki fyrr en 10. apríl, 1980, að tilmælum Hjúkrunarfélags íslands, sem Menntamálaráðuneytið skipaði nefnd til að gera tillögur um hvernig gefa mætti þeim, sem lokið hefðu hjúkrunarprófi, kost á viðbótar- námi til B.S. prófs. í nefndina voru skipuð: Dr. Hall- dór Guðjónsson, kennslustjóri, samkvæmt tilnefningu Háskóla íslands, Sigríður Halldórsdóttir, námsstjóri, samkvæmt tilnefningu Nýja hjúkrunarskólans, Stefan- ía Sigurjónsdóttir, hjúkrunarkennari, samkvæmt til- nefningu Hjúkrunarskóla íslands, Svanlaug Árnadótt- ir, þáverandi formaður Hjúkrunarfélags íslands, sam- kvæmt tilnefningu HFÍ, og Árni Gunnarsson, deildarstjóri, sem skipaður var formaður nefndarinn- ar. í umræðum manna á milli hefur þessi nefnd oft verið kölluð Árnanefndin. Nefndin kom saman til fyrsta fundar 2. maí 1980 og hélt alls 23 fundi. í tengslum við fundina ræddu nefnd- armenn við fjölmarga aðila um viðfangsefni sitt. Nefndin skilaði síðan lokaskýrslu 10. marsl983. í þeirri álitsgerð kemur m.a. eftirfarandi fram: „ . . . þótt Iokapróf frá Hjúkrunarskóla íslands og B.S. próf frá námsbraut í hjúkrunarfræði í H.í. veiti sömu réttindi að því er varðar almenn hjúkrun- arstörf er að sjálfsögðu verulegur munur á þessum námsleiðum, og ætla verður að B.S. prófið veiti víðtækari undirbúning til starfa á sviði heilbrigðis- mála. Af þeim sökum m.a. er eðlilegt, að áhugi sé á því af hálfu hjúkrunarfræðinga, að þeir sem lokið hafa prófi frá Hjúkrunarskóla Islands, eigi kost á að auka við nám sitt til að ljúka B.S. prófi“ (bls. 2). í álitsgerðinni er ennfremur vakin athygli á því að svo sem kunnugt sé hafi það um skeið verið yfirlýst stefna Hjúkrunarfélags íslands, að stefna beri að því að færa alla hjúkrunarmenntun á háskólastig. Nefndin tók þó ekki neina afstöðu til þess máls, enda var það ekki í hennar verkahring og raunar hafði annarri nefnd verið falið að athuga ýmis atriði í því sambandi. Hins vegar segir í álitsgerðinni: „Verði horfið að því ráði að leggja niður hjúkrun- arnám í þeirri mynd sem það er nú við Hjúkrunar- skóla Islands en fela Háskóla Islands hjúkrunar- menntunina að fullu, verður enn brýnna að opna skipulagða leið fyrir þá sem lokið hafa námi eftir eldra lagi til að afla sér viðbótarmenntunar til prófs samkvæmt nýrri skipan.“ (bls. 2). í álitsgerðinni segir ennfremur: „Enginn vafi má á því leika, að B.S. próf sem lokið er á grundvelli þess náms sem um ræðir í þessum tillögum sé að öllu formlega jafngilt venju- legu B.S. prófi á námsbraut í hjúkrunarfræðum, þ.á.m. að því er varðar stigagjöf í námsmati. Annað væri og ástæðulaust, þar sem stytting námsins í Há- skólanum væri fengin með því að meta nám sem lokið hefði verið annars staðar og síður en svo um það að ræða, að viðkomandi nemendur hefðu stytt sér leið, ef litið er á hjúkrunarnám þeirra í heild“ (bls. 9). Samkvæmt hugmyndum nefndarinnar um viðmið- unarnámsskrá skyldi viðbótarnámið vera samtals 76,5 námseiningar, auk heimspekilegra forspjallsvísinda, sem ekki skyldi metið til eininga. Gula skýrslan. I júlí 1986 skipaði menntamálaráðherra síðan aðra nefnd sem gera átti tillögur að fyrirkomulagi fram- halds-, endur- og símenntunar hjúkrunarfræðinga og 10 HJÚKRUN '/»i-67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.