Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 9

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 9
* fræðslumál sínum verið ráðgefandi í þeim efn- um og lýst áhuga sínum á þróun mála hér á landi. 3. Kennsla. Sótt var um til Full- bright-stofnunarinnar að fá til námsbrautarinnar kennara, styrk- þega á þeirra vegum, fyrir kennslu- árið 1992-1993. Er það ánægjuefni að líkur standa til að af þessu verði. Lögð verður áhersla á að fá hingað einhvern, sem hefur þekkingu og reynslu af þróun námsskrár. Vilji íslenskra hjúkrunarfrœðinga Áhersla hefur verið lögð á að kanna hver vilji hjúkrunarfræðinga er varðandi þróun menntunarmála. Þótt margar ályktanir beggja félaga hjúkrunarfélaganna liggi fyrir þykir eðlilegt að kanna með formlegum hætti hvernig hjúkrunarfræðingar telja æskilegt að námið verði skipu- lagt. Hverjar eru óskir hjúkrunar- fræðinga um viðbótarnám og hverj- ar telja þeir vera þarfir samfélags- ins á næstu árum? Til að leita svara við þessum spurningum og fleirum svipaðs eðlis var gerð áætlun um Rannsókn á högum hjúkrunarfræð- inga og viðhorfum þeirra til starfa og náms í samvinnu við hjúkrunar- fræðingana Ástu Thoroddsen, lekt- or og Jónu Siggeirsdóttur verkefn- isstjóra. Innra réttmæti listans var kannað með því að bera hann undir stjórnir og menntanefndir beggja hjúkrunarfélaganna. Góðar at- hugasemdir bárust og er listinn nú nær fullgerður. Fengist hefur styrk- ur til rannsóknarinnar frá Rann- sóknarsjóði Háskólans, en um er að ræða viðamikla rannsókn sem mælir hátt í 500 breytur og er gert ráð fyrir um 1000 manna úrtaki. ítreka ber, að auk þessarar könnunar er leitað upplýsinga um óskir hjúkrunarfræðinga eins og lýst er í kafla þessarar greinagerðar um samstarf, en með þeim hætti gefst að sjálfsögðu betri kostur á að afla viðameiri upplýsinga hjá færri einstaklingum. Með þessum að- ferðum ætti að vera vel tryggt að sem flestir fái tækifæri til að koma með einhverjum hætti að stefnu- mótun áður en námsskrárgerð er hafin. Vilji kennara við námsbraut í hjúkrunarfrœði Stjórn námsbrautar í hjúkrunar- fræði mun bera ábyrgð á viðbótar- og endurmenntun hjúkrunarfræð- inga á næstu árum, og mun því leggja vinnu í áætlunargerð þar að lútandi. Námsbrautarstjórn mun að sjálfsögðu byggja ákvarðanir sínar m.a. á þeim upplýsingum, sem safnast hafa nteð framan- greindum hætti. Ætla má, að kennarar í hjúkrun- argreinum muni fyrst og fremst bera þessa ábyrgð. Því varð að ráði að fara fram á að þessi hópur legði á sig nokkra undirbúningsvinnu. Leitað var til hópsins um þátttöku í fjögurra þrepa „Delphi-könnun“, en það er aðferð sem reynd hefur verið við námsskrárgerð og stefnu- mótun erlendis. Könnuninni var ætlað að ná fram sameiginlegu áliti margra aðila á hagkvæman hátt (krefst minni tíma en fundasetur), tryggja að sjónarmið allra kæmi fram, en auk þess gefur aðferðin færi á að kafa nokkuð djúpt í mál. Þær upplýsingar, sem fengust með þessum hætti, voru m.a. lagðar til grundvallar við drög þau að stefnu- mótun sem nú liggja fyrir. Tímaáœtlun Gert er ráð fyrir að vinnu við stefnumótun verði lokið nú í mars/ apríl. Að því loknu er tímabært að snúa sér að námsskrárgerð og námslýs- ingum ásamt útfærslu á ýmsum atr- iðum í því sambandi. Fyrsta námið mun væntanlega hefjast að hausti 1991, en vel má hugsa sér að fyrir þann tíma verði boðið upp á nám- skeið á einhverju sérsviði. Lokaorð Á undanförnum árum hefur tek- ist veruleg samstaða meðal hjúkr- Framhald bls. 47 Staðhæfingar um nám fullorðinna 1. Fullorðnir vilja ákvarða eigin nánisreynslu. 2. Fullorðnir njóta samskipta í litlum hópum. 3. Fullorðnir læra af reynslu annarra sem og af eigin reynslu. 4. Fullorðnum er illa við að láta sóa tíma sínum. 5. Sumir fullorðnir eru ánægðir með suma fyrirlestra en ekki vekja allir fyrirlestrar ánægju allra fullorðinna. 6. Fullorðnir fínna hjá sér hvöt til að læra þegar þeir gera sér grein fyrir að þeir þurfa að læra. 7. FuIIorðnir finna hjá sér hvöt til að læra þegar þeir skynja faglegan eða félagslegan þrýsting til náms. 8. Fullorðnir finna hjá sér hvöt til að læra þegar námstilhögun er skipulögð á þann hátt að aðdráttarafl námsins er sterkara viðnáminu. 9. Fullorðnir byggja á áralangri reynslu og breytast ekki auðveldlega. 10. Fullorðnir vilja hagnýt svör við vandamálum líðandi stundar. 11. FuIIorðnir vilja njóta líkamlegra þæginda. 12. Fullorðnir hafa ánægju af hagnýtum lausnum vandamála. 13. Fullorðnum líkar áþreifanleg umbun. 14. Hressing og hlé skapa afslappað andrúmsloft og tjá nemandanum virðingu. Tarnow, K.G.: Working with Adult Learners. Nurse Educator, Sept. - Okt. 1979. HJÚKRUN '/„-67. árgangur 9

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.