Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 6
* fræðslumál
Ragnheiður Haraldsdóttir lektor:
Viðbótar- og endurmennt-
un hjúkrunarfræðinga
STEFNUMÓTUN
Inngangur
Um þessar mundir eru þáttaskil í
starfi mínu við stefnumótun viðbót-
ar- og endurmenntunar fyrir hjúkr-
unarfræðinga á vegum Námsbraut-
ar í hjúkrunarfræði. Upplýsinga-
söfnun og annarri
undirbúningsvinnu er að miklu
leyti lokið og lagðar hafa verið fram
fyrstu tillögur til gagnrýnnar um-
fjöllunar þeirra aðila, er móta
munu stefnuna. Því er vel við hæfi
nú að greina frá því hvernig staðið
hefur verið að þessari undirbún-
ingsyinnu og lýsa verklaginu. Með
vori verður svo stefnumótunin
væntanlega kynnt hjúkrunarfræð-
ingum ítarlega. Ástæða er til að
árétta að plaggið verður ekki
höggvið í stein og á því má gera
breytingar og endurskoðun eins og
þurfa þykir.
Viðfangsefni
Greinarhöfundur hefur nú gegnt
lektorsstöðu við námsbraut í hjúkr-
unarfræði í hálfu starfi frá 1. apríl
1990, en í fullu starfi frá 1. septem-
ber sama ár. Samkvæmt auglýsingu
fellur undir starfið skipulagning á
viðbótar- og endurmenntun hjúkr-
unarfræðinga, án þess að tilgreint
sé nánar við hvað er átt. Lektors-
stöður í Háskóla íslands skiptast í
kennsluskyldu, rannsóknaskyldu
og stjórnunarskyldu. Vegna þess
hve stjórnunar- og skipulagsþáttur-
inn er viðamikill við viðfangsefni
mitt, var kennsluskyldan skert nú á
haustmisseri.
Ákveðið var að skipta verkinu í
tvo þætti; stefnumótun og náms-
skrárgerð. Byrjað var á að leggja
grunn að mótun stefnu, upplýsing-
um safnað og möguleikar skoðaðir.
Áformað var að drög að stefnumót-
un lægju fyrir í janúar sl. Á grund-
velli þessarar áætlunar hæfist svo
vinna við námsskrárgerð og
kennsla gæti þá hafist að hausti
1991. Er þetta í samræmi við tillög-
ur Hjúkrunarfélags Islands og sýn-
ist mér að þessi áætlun muni stand-
ast nokkurn veginn.
Viðfangsefnin eru þrenns konar.
Fyrst skal nefna undirbúning að
viðbótarnámi á ýmsum sérsviðum
hjúkrunar. Þetta er hagnýtt nám,
klínisk sérhæfing, sem lýkur ekki
með háskólagráðu. Gert er ráð
fyrir að námið verði sótt af hjúkr-
unarfræðingum sem vilja bæta við
sig á einhverju fremur þröngu
sérsviði.
Þá er verið að undirbúa jarðveg-
inn fyrir framhaldsnám til meist-
aragráðu í hjúkrun. Þetta yrði 60
eininga fræðilegt nám með áherslu
á rannsóknir. Ekki er gert ráð fyrir
að þetta nám hefjist fyrr en við höf-
um á að skipa nokkrum hjúkrunar-
fræðingum með doktorsgráðu, en
þó er tímabært að leggja drög að því
að þessi draumur verði að veru-
leika.
í þriðja lagi er unnið að skipu-
lagningu ýmiss konar viðameiri
námskeiða.
Auk þessara viðfangsefna hefur
námsbrautin tekist á hendur tvö,
verkefni, sem tengjast viðbótar- og
endurmenntun. Nú er í undirbún-
ingi sérskipulagt nám til B.S. gráðu
fyrir hjúkrunarfræðinga og stefnt er
að flutningi ljósmæðranáms yfir í
Háskólann. Að þessum verkefnum
er unnið af öðrum kennurunt náms-
brautarinnar með sjálfstæðum
hætti og verður því ekkert um þau
fjallað hér.
Hverjir munu njóta
viðbótar- og
endurmenntunar?
Reynt hefur verið að skilgreina
„markhópinn“ og meta raunveru-
lega þörf fyrir viðbótarnám. I sögu
Nýja hjúkrunarskólans gerðist það
alloft að beitt var þrýstingi til að
eitthvert ákveðið nám yrði hafið,
en þegar til átti að taka reyndust
tilvonandi þátttakendur of fáir og
hætta varð við öll áform. í ljósi þess
er mikilvægt að afla upplýsinga um
hve margir hjúkrunarfræðingar
nryndu stunda eitthvert tiltekið við-
bótarnám stæði það til boða. Byrj-
að var á að leita upplýsinga um hve
margir hjúkrunarfræðingar hefðu
aflað sér einhverrar sérfræðiþekk-
ingar og á hvaða sviði.
Leitað var til menntanefnda
hjúkrunarfélaganna og þær beðnar
um upplýsingar um þá viðbótar-
menntun sem hjúkrunarfræðingar
hafa ai'lað sér að loknu hjúkrunar-
námi. Þessar upplýsingar fengust
greiðlega og varpa ljósi á fjöl-
breytni menntunarleiðanna. Hjá
6 HJÚKRUN ‘A—67. árgangur