Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 38

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 38
* félagsmál FORM ANN SKJÖR Á fulltrúafundi sem haldinn verður 14. og 15. maí nk. lætur Sig- þrúður Ingimunardóttir af starfi formanns Hjúkrunarfélags íslands. Ólína Torfadóttir hjúkrunarfor- stjóri Fjórðungssjúkrahúss Akur- eyrar og Vilborg Ingólfsdóttir yfir- hjúkrunarfræðingur Landlæknis- embættisins hafa gefið kost á sér til formanns. Samkvæmt 23. grein laga Hjúkrunarfélags íslands skal formaður kjörinn í allsherjarat- kvæðagreiðslu til þriggja ára. Samkvæmt 20. grein laga HFÍ fer kosning í Reykjavíkurdeild fram á kjörfundi sem haldinn er daginn fyrir fulltrúafund og skal standa a.m.k. 10 klukkustundir. Kjörfundurinn fer fram á skrif- stofu HFÍ, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, sími 687575. Kjörfundurinn hefst klukkan tíu árdegis og lýkur klukkan 20:00 mánudaginn 13. maí nk. Kjörstjórn sendir öllum öðr- um félagsmönnum kjörgögn eigi síðar en miðvikudaginn 17. apríl og skulu þeir atkvæðaseðlar hafa borist kjörstjórn fyrir lok kjörfundar þann 13. maí að öðr- um kosti eru þeir ógildir. Utankjörstaðaatkvæða- greiðsla hefst á skrifstofu félags- ins 15. apríl. Hún er eingöngu fyrir þá félagsmenn sem ekki verða heima á kjördegi. Kjörstjórn skal hafa umsjón með allsherjaratkvæðagreiðslum sbr. 12. grein laga Hjúkrunarfélags ís- lands. Kjörstjörn skipa: Edda Bára Sig- urbjörnsdóttir, Sjúkrahúsi Kefla- víkur; Ragnhildur Theodórsdóttir, Borgarspítala og Sigríður Skúla- dóttir, St. Jósepsspítala, Landa- koti. Formannskjöri verður lýst á full- trúafundi 14. maí. Ritstjórn Hjúkrunar fór þess á leit við frambjóðendur til formanns Hjúkrunarfélags íslands að þeir kynntu nám sitt og starfsferil auk þess sem þær greindu frá helstu áhersluatriðum varðandi starf for- manns Hjúkrunarfélags íslands. Vilborg Ingólfsdóttir; Sameining hjúkrunar- félaganna, breytt staða í félags- og kjaramálum Vilborg Ingólfsdóttir er fædd 3. júní 1948. Nám: Vilborg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968. Hún lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Islands árið 1971, B. Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands árið 1977 og meist- aragráðu í heilbrigðisfræði frá Nor- ræna heilbrigðisháskólanum í Gautaborg árið 1990. Starfsferill: Lengst af starfaði Vilborg á lyf- lækningadeild Landspítalans en vann þar einnig á gjörgæsludeild og skurðdeild. Hún var búsett í Sví- þjóð í nokkur ár og starfaði þar um tíma á hjartagjörgæsludeild og nokkrum hjúkrunarheimilum. Hún var hjúkrunarframkvæmdastjóri öldrunarlækningadeildar Landspít- alans á árunum 1983 til 1985. Frá árinu 1985 hefur hún starfað við Landlæknisembættið, fyrst sem fulltrúi, síðar deildarstjóri og nú sem yfirhjúkrunarfræðingur. Jafn- framt hefur Vilborg stundað kennslustörf. Vilborg Ingólfsdóttir. Ég tel að ýmsar breytingar hafi átt sér stað í málefnum hjúkrunar- fræðinga í Hjúkrunarfélagi íslands á síðustu misserum. Þar nefni ég: * Úrsögn félagsins úr BSRB, sem felur m.a. í sér breytta stöðu í félags- og kjaramálum, * Yfirlýstan vilja félagsmanna að unnið verði að sameiningu Hjúkrunarfélags íslands og Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og * Pá ákvörðun að framhalds,- 38 HJÚKRUN Vn-61. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.