Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 14
* fræðslumál
Hjúkrun I og II (2+2 ein.) H og V (12F 20U 12Æ).
Tvö sjálfstæð námskeið sem byggja verulega á sjálfs-
námi. Nemendur velja sér tvö af eftirtöldum sérsviðum
innan hjúkrunar: Öldrunarhjúkrun, barnahjúkrun,
hjúkrun fullorðinna, fæðingar- og kvenhjúkrun eða
geðhjúkrun og gera sjálfstætt verkefni undir leiðsögn
kennara. Jafnframt eru 12 F í hvoru námskeiði þar sem
tekin eru fyrir efni innan hjúkrunar sem nemendum
finnst þörf á að fá fyrirlestra um. Einnig eru umræðu-
fundir þar sem efni fyrirlestranna er rætt.
Námsefni: Tímaritsgreinar og bókakaflar.
Námsmat: Einstaklingsritgerð.
Þróun mála erlendis
Það var í kringum 1968 sem sérskipulagðar náms-
leiðir til B.S. gráðu fyrir hjúkrunarfræðinga fóru að
ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum (Church, Brian &
Searight, 1980). Aður en þær komu til sögunnar þurftu
hjúkrunarfræðingar að taka þriggja og jafnvel allt að
fjögurra ára nám til að ljúka B.S. gráðu. í hinum
tveggja ára sérskipulögðu námsleiðum er fyrra nám og
reynsla hjúkrunarfræðinga viðurkennd. Með þessu er
verið að viðurkenna að fyrri menntun og reynsla jafn-
gildi tveimur árum í háskólanámi.
Um langt árabil hefur því hjúkrunarfræðingum í
Bandaríkjunum staðið til boða sérskipulagðar náms-
leiðir til B.S. gráðu. í könnun, sem gerð var af Susan
Galliford og birt var 1980, kom fram að þá voru 318
háskólar sem buðu upp á einhverja styttingu á 4 ára
B.S. námi svo og einhver stöðupróf, en 146 háskólar
buðu upp á sérstaka 2ja ára sérskipulagða námsleið
fyrir hjúkrunarfræðinga.
I nýjum bæklingi National League for Nursing,
Baccalaureate Education in Nursing: Key to a Profes-
sional Career in Nursing 1989-1990 koma fram sam-
svarandi tölur fyrir skólaárið 1989-’90. Par kemur fram
að af 526 háskólum í Bandaríkjunum, sem bjóða upp á
B.S. nám, eru aðeins 2 háskólar sem ekki bjóða upp á
sérskipulagt B.S. nám fyrir hjúkrunarfræðinga, hins
vegar eru alls 95 háskólar sem aðeins bjóða upp á slíkt
sérskipulagt B.S. nám, þ.e. eru ekki með hið 4 ára
hefðbundna B.S. nám líka. Það er því 431 háskóli sem
býður upp á hefðbundið 4 ára B.S. nám, en 524 háskól-
ar sem bjóða upp á sérskipulagt B.S. nám fyrir hjúkr-
unarfræðinga. Margar þessar sérskipulögðu námsleið-
ir eru tiltölulega nýjar og í sumum þessum háskólum er
mikillfjöldihjúkrunarfræðingaíB.S. námi, s.s. í„Cali-
fornia State University — Statewide Nursing Pro-
gram“ en í það voru 2611 hjúkrunarfræðingar skráðir
að hausti 1988. Þessi stóraukna sókn hjúkrunarfræð-
inga í sérskipulagt B.S. nám í Bandaríkjunum kemur
glögglega fram í eftirfarandi töflum:
Ár Ú fSKRIFT ÚR B.S. NÁIV II
Útskrifaðir alls Hefðbundi ) B.S. nám Sérskipu- lögð náms- leið f. hjúkr.fr.
Nem. í 4 ára námi Hjúkr.fr.
1976-77 28.872 23.452 3.001 1.919
1977-78 30.309 24.187 3.774 2.348
1978-79 31.462 25.048 4.034 2.380
1979-80 32.312 24.994 4.477 2.841
1980-81 32.608 24.370 4.872 3.366
1981-82 33.252 24.081 5.748 3.423
1982-83 32.748 23.855 5.654 3.239
1983-84 33.803 23.718 6.275 3.810
1984-85 34.569 24.975 5.587 4.007
1985-86 35.550 25.170 5.698 4.682
Tafla 1. Útskrift hjúkrunarfræöinema og hjúkrunarfræð-
inga með B.S.próf: 1976-77 til 1985-86 í Banda-
ríkjunum.
Heimild: Rosenfeld, 1988, bls. 46.
Ár INNRITUN f B.S. NÁM
Innritaðir alls Hefðbundi ) B.S. nám Sérskipu- lögð náms- leið f. hjúkr.fr.
Nem. í 4 ára námi Hjúkr.fr.
1977 124.578 101.430 14.032 9.116
1978 125.337 99.900 16.550 8.887
1979 126.612 98.939 16.987 10.686
1980 129.111 95.858 20.722 12.531
1981 126.881 93.967 19.650 13.264
1982 129.125 94.363 20.933 14.729
1983 137.792 98.941 21.192 17.659
1984 136.120 95.008 22.520 18.592
1985 133.960 91.020 22.812 20.128
1986 127.957 81.602 25.247 21.108
Tafla 2. Innritaðir hjúkrunarfræðinemar og hjúkrunar-
fræðingar í nám til B.S. prófs: 1976-77 til 1985-86 í
Bandaríkjunum.
Heimild: Rosenfeld. 1988, bls. 36.
14 HJÚKRUN '/91—61. árgangur