Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 48

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 48
* fréttir 60 ÁRA AFMÆLI LANDSPÍTALANS Frá afhendingu gjafar Hjúkrunarfélags fslands er 60 ára afmœlis Landspítalans var minnst. Þann 20. desember sl. voru liðin 60 ár frá því að fyrsti sjúklingurinn var lagður inn á Landspítalann. Af- mælisins var minnst á margvíslegan hátt og hefur því verið gerð ítarleg skil í fjölmiðlum. Athyglisvert er hve þáttur kvenna hefur verið stór í baráttu fyrir byggingu og starf- rækslu Landspítalans. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, af- hjúpaði minningarskjöld um stuðn- ing íslenskra kvenna við Landspít- alann á ársfundi Ríkisspítalanna 24. nóv. sl. Gefendur voru Kvenfé- lagasamband íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenrétt- indafélag íslands. Kvenfélagið Hringurinn, sem lengi hefur stutt starfsemi spítalans, einkum Barna- spítalans, gaf 2,5 milljónir kr. til tækjakaupa og kr. 500 þúsund í byggingarsjóð Barnaspítalans. Landspítalanum bárust góðar gjafir og kveðjur í tilefni þessara tíma- móta. Stjórnarnefnd Ríkisspíta- lanna heiðraði nokkra starfsmenn, meðal þeirra voru tveir hjúkrunar- fræðingar; Gróa Ingimundardóttir, deildarstjóri á skurðstofu fæðinga- deildar Landspítala, og Helga Al- bertsdóttir, deildarstjóri Klepps- spítala. Stjórn Hjúkrunarfélags ís- lands ákvað að gefa Landspítalanum kr. 60.000, eða kr. 1000 fyrir hvert ár sem spítalinn hefur þjónað landsmönnum. Sam- kvæmt ábendingu hjúkrunarstjórn- ar Landspítalans var ákveðið að verja gjafafénu til þess að auka fræðsluefni fyrir hjúkrunarfræð- inga á hinum ýmsu deildum spítal- ans. Afhendingin fór fram á jóla- fundi hjúkrunardeildarstjóra þann 13. desember sl. L.ó. ogS.S. Nokkrirstarfsmenn ríkisspítala voru heiðraðir ítilefni 60 ára afmœlis Landspítalans. Önnurfrá vinstri er Gróa lngimundardóttir hjúkrunarfrœðing"r og fjórða frá vinstri er Helga Albertsdóttir hjúkrunarfræðingur. 48 HJÚKRUN 14-67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.