Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 21

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 21
* fræðslumál inga þó svo námsbrautin taki að sér skipulagningu námsins. Það væri nú meiri afturförin að fara að senda fólk til útlanda eins og var fyrr á öldinni. Þvílík framsýni! Vitanlega þarf að huga vel að því hvernig eigi að byggja framhaldsnámið upp þegar verið er að skipta um skóla- stig og það verður meðal annars gert með því að kanna hug fólksins sem námið á að þjóna, eins og Sig- þrúður og Herdís benda réttilega á. Hugmyndir í kennslufræði hafa einnig breyst, sérstaklega á því skólastigi sem hér um ræðir. Þessar hugmyndir kalla á endurskoðun námsskrár og eru í stuttu máli þær að litið er á nemandann sem full- orðinn og þroskaðan einstakling sem ber ábyrgð á eigin námi í sam- vinnu við og undir handleiðslu kennara í stað hefðbundinna fyrir- lestra og ítroðslu með lítilli þátt- töku nemandans. Hér kemur líka til kostnaður því margir skólar hér úti hafa endurskoðað námsbrautir sínar og endurskipulagt námið í þessum dúr til að minnka kostnað. Annað atriði, sem hafa verður í huga á íslandi, er það hvernig gefa eigi hjúkrunarfræðingum, sem búa og starfa úti á landi, sanngjarnan aðgang að framhaldsnámi. Jafn víðtæk endurskoðun á heilum málaflokki, eins og framhaldsnámi hjúkrunarfræðinga á íslandi, krefst eðlilega töluverðs tíma og því sjálf- sagt að eitthvert hlé verði á skipu- lögðu framhaldsnámi. Það þýðir hins vegar ekki að ekkert sé að ger- ast í málunum. Ef fólk er svo óþol- inmótt að geta ekki beðið eftir upp- lýsingum væri þá ekki réttast að afla sér vitneskju hjá þeim sem hafa með málin að gera. Ég get gjarnan upplýst að ég hef mikinn áhuga á framhalds- og end- urmenntun hjúkrunarfræðinga og vonast til að geta lagt þar eitthvað af mörkum þegar ég kem heim. Sérstaklega hef ég áhuga á hvaða möguleikar koma til greina við skipulagningu framhaldsnáms í skurðhjúkrun („perioperative nursing“) samkvæmt skilgreiningu Association of Operating Room Nurses (AORN). Það er best að taka það fram að þó að ég hafi ekki haft formlega samband við Félag skurðhjúkrunarfræðinga á íslandi varðandi upplýsingar þá er það ekki af því að ég telji mig yfir það hafinn heldur einungis það að allt hefur sinn tíma og stað. Ég held að mál sé að linni og vona að okkur takist að halda hjúkrunarmenntun okkar eins framarlega og raun ber vitni þegar tekið er mið af öðrum þjóðum. Kær kveðja, Hrafn Óli Sigurðsson. Höfundur er lijúkrunarfrœðingur og er að Ijúka framhaldsnámi til MS gráðu í „Adult Health" og „Nursing Education“ við Adelplti University, Long Island, New York. LIFRARBÓLGA B ■ ÖRUGG BÓLUSETNING ENGERIX-B er öruggasta og ódýrasta lifrarbólgubóluefni sem fáanlegt er. ENGERIX-B veitir langbesta vörn (nánast fullkomna) þeirra bóluefna sem eru á markaði. Starfstéttir sem sérstaklega eiga á hættu að smitast og helst þyrftu að vera bólusettar, eru heilbrigðisstétt- ir, gæslufólk á meðferðarstofnunum, lögreglufólk, fangaverðir, o.fl. Engerix-B SKF, 870250 STUNGULYF Im (bóluefni) J 07 A A 34 1 ml inniheldur HBsAg:( protein) recombinant DNA yeast derived hepatitis B vaccina) 20 míróg, Aluminil hydroxidum-, samsvarandi Aluminil oxidum 1,9 mg. Thiemersalum INN 50 míkróg. Natril chloridum max. 9 mg. Tremetamolum 0,242 mg. Aqua ed iniectabilla ad 1 ml. Eiginlcikar: Bóluefni gegn veirulifrarbólgu af B-stofni. Lyfið inniheldur yfirborðsmótefni veirunnar, framleitt með samruna- erfðatækni í gerfrumum. Engin prótein af mannauppruna eru í bóluefninu. Eftir þrjár gjafir af bóluefninu, sbr. kafla um skömmtun lyfsins, fá næstum 100% einstaklinga verndandi mótefni. Tímalengdvarnar er ekki enn þekkt. Ábendingar: Til bólusetningar gegn hepatitlia-B. Frábcndingar: Engar þekktar. Aukaverkanir: Bólga, roði og eymsli á stungustað. Milliverkanir: Bóluefnið má gefa samtímis hepatitia-B Immúnóglóbúlíni. Skammtastærðir fyrir fullorðna og börn: 1 ml. í senn gefið í upphandleg- gsvöðva, alls þrisvar sinnum, annan skammtinn eftir 1 mánuð og þann þriðja 6 mánuðum eftir fyrsta skammt. Pakkningar: hettuglas, 1 ml x 1; hettuglas 1 ml x 25. -Stðán ThORARENSENhf SÍÐUMÚLA 32 SÍMI 686044 HJÚKRUN ‘/„-67. árgangur 21

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.