Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 5
* fræðslumál
/ tilefni 60 ára afmœlis Landspítalans á dögunum var efnt til sýningar á búningum og hjúkrunar-
gögnum og var þessi mynd tekin á sýningunni.
nefnd árið 1986 til þess að gera til-
lögur um framhalds- og endur-
menntun hjúkrunarfræðinga og
ljósmæðra. Nefndin skilaði áliti í
mars 1987. Nefndarálitið hefur
verið samþykkt af Menntamála-
ráðuneytinu og Háskóla íslands
sem grundvöllur fyrir áframhald-
andi uppbyggingu framhalds- og
endurmenntunar hjúkrunarfræð-
inga (3).
Við stöndum nú á tímamótum -
með fulla viðurkenningu á námi
fortíðar - en horfum fram á við til
náms í Háskóla íslands. Ýmsar
leiðir verða þar í boði sem hægt er
að velja um. Stefnt er að því að
sérgreinanám fyrir alla hjúkrunar-
fræðinga hefjist haustið 1991, einnig
sérskipulagt nám fyrir hjúkrunar-
fræðinga til BS prófs. Mat á hjúkr-
unarnáminu frá Hjúkrunarskóla Is-
lands er nú aflagt. Fög, sem ekki
voru kennd í Hjúkrunarskólanum,
verða tekin til BS prófs. Fyrstu
nemendurnir í sérskipulögðu BS
námi verða með í að móta það.
Einnig verður sem fyrr möguleiki á
að taka einstök námskeið án þess
að stefnt sé að því að ljúka náminu.
Meistaranám (master) er einnig
áfram á dagskrá þótt einhver ár
verði í það ennþá.
Það er víðar en á íslandi sem
hjúkrunarfræðingar standa frammi
fyrir vandamáli varðandi fram-
halds- og endurmenntun. í kana-
díska hjúkrunarblaðinu „The
Canadian Nurse“ var grein á síðast-
liðnu ári með fyrirsögninni „Crises
in graduate Nursing EDUCA-
TION“ skrifuð af Janet Beaton
sem er aðstoðarframkvæmdastjóri
við framhaldsdeild hjúkrunarskól-
ans við Háskólann í Manitoba í
Kanada. Þar eru vandamálin ekki
ólík okkareigin. Þarskortir mikið á
að samstaða sé um skilgreiningar á
framhaldsmenntun; of fáir mennt-
aðir kennarar til þess að kenna við
framhaldsnámið, of lítið fjármagn
ætlað til menntunarinnar og því
mikið vinnuálag kennara. Einnig
verða árekstrar milli þeirra sem líta
á hjúkrun sem hagnýtt starf (practic
discipline) og þeirra sem líta á
hjúkrun sem vísindi. Velt er vöng-
um yfir því hvað leggja skuli mikla
áherslu á meistaranám og bent er á
að í því sé oft verið að gefa lítið eitt
af klínískri sérfræðimenntun og lít-
ið eitt er lúti að rannsóknum.
Spurningin er hvort ekki þurfi
öðruvísi nám fyrir klíníska hjúkrun
en fyrir rannsóknarstörf. Þannig er
togstreita milli heilbrigðisstofnana
og menntastofnana. Beaton kastar
að lokum fram þrem spurningum.
Eiga háskólarnir einir að gefa til-
skipun um umfang og eðli námsins?
Á þörfin á starfsvettvangi að
ákveða uppbyggingu og innihald
námsefnis í framhaldsnámi?
Hvernig er hægt að samræma sjón-
armið heilbrigðisþjónustunnar í
dag og þarfir hjúkrunarfræðinga í
framtíðinni? (1).
Við höfum engin einhlít svör við
þessum spurningum frekar en Jan-
et Beaton. Hér hjá okkur eru þessi
mál nú í brennidepli. Umræður
fara fram milli námsbrautar í hjúkr-
unarfræði við Háskóla íslands, full-
trúa hjúkrunarfélaganna og heil-
brigðisstofnana. Samræma þarf hin
ólíku viðhorf og hagsmuni þessara
aðila, heilbrigðisþjónustunni og
hjúkrunarfræðingum til heilla. Við
horfum björtum augum á framtíð-
ina varðandi uppbyggingu hjúkrun-
arfræðináms í háskólum okkar
sunnan og norðan heiða.
1. Beaton, J. Crises itt Graduate Nursing
EDUCATION. The Canadian Nurse.
Janúar 1990.
2. Hamric, A.B. og Spross, J.A.
ritstýrðu. The Clinical Nurse Specialist in
Theori and Practice. Bla. 6 W. B. Saunders
Company 1989.
3. Nefndarálit mars 1987. Tillögur um
nýskipan framhalds- og endurmenntunar
hjúkrunarfrœðinga og Ijósmæðra. Unnið af
starfshópi á vegum
menntamálaráðuneytisins.
Höfundur er fræðslustjóri
Hjúkrunarfélags íslands.
HJÚKRUN '/„-67. árgangur 5